Katla á gelgjunni.

 

Er einhver búinn að gleyma Kötlu Gustavsberg ?

Bætum úr því. 

Helsta yndi Kötlu er að sitja fyrir hundinum þegar hún heyrir hann koma gangandi, fela sig á bakvið vegg eða hurð og stökkva svo á hann þegar hann kemur fyrir horn.  Hundurinn haggast þó ekki hænufet við þessa stórbrotnu tilburði Kötlu.  Hann nennir því ekki.

.

Katla hlær 

Hahahaha... það er svo gaman að stríða.

.

Katla fylgist auk þess grannt með EM í fótbolta.  Ekki fannst henni menn spila nógu vel í einum leiknum og smellti hún sér þá upp á sjónvarpsborð og reyndi sjálf að færa boltann á skjánum.. en var rekin niður því hún er jú ekki gjaldgeng í erlendum landsliðum.  

Einn daginn var allt heimilið skyndilega rennblautt.  Pouty  Bleytan var rakin og endaði slóðin við baðkarið.  Einn úr fjölskyldunni hafði verið að láta renna í bað.  Sýnt þykir að Katla hafi stokkið ofan í baðið, vitandi ekki að það væri vatn í því.  Síðan hefur hún væntanlega tekið heljarstökk uppúr því aftur og hlaupið um allt hús....... eins og blautur köttur. 

.

Katla glottir 

Kattarþvottur hvað ?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Hún er náttúrlega bara yndislegust hún Katla. Þvílíkur karakter

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 12.6.2008 kl. 20:29

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

kettir eru flottastir

Brjánn Guðjónsson, 12.6.2008 kl. 21:57

3 Smámynd: kloi

Skil ekki hvernig þú nennir að fylgjast með þessum bolta Katla. Þá fer ég nú frekar út að tína hundasúrur. Hundleiðinlegur þessi bolti..... 

kloi, 12.6.2008 kl. 22:45

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hún er s.s. góð í K(N)ATTSPYRNU!

Edda Agnarsdóttir, 13.6.2008 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 342778

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband