14.6.2008 | 20:26
Saga fyrir svefninn.
Regnið lamdi rúðurnar og vindurinn gnauðaði. Hómer hafði vafið sig inn í teppi í hlýrri stofunni. Hann hringaði sig í sófanum og horfði á hryllingsmynd í sjónvarpinu. Á glerborðinu stóð skál, full af nýjum ávöxtum. Hómer maulaði á appelsínu meðan hann horfði spenntur á myndina.
.
Myndin fjallaði um tvö systkini sem höfðu orðið viðskila við foreldra sína í Marokkó. Drengurinn var á tólfta ári og stúlkan, ljóshærð og fíngerð, var átta ára. Þau leiddust um þröngar göturnar og skimuðu örvæntingarfull eftir mömmu og pabba. Þrír langir dagar voru síðan foreldrarnir týndust. Skyndilega stökk maður í veg fyrir þau á þröngri götunni. Hann var hálftannlaus og á nefinu var stór graftarnabbi. Hann greip um handlegg stúlkunnar og dró hana inn í skuggalegt port. Bróðir hennar elti því systir hans var það eina sem hann átti í augnablikinu. Hann varð að passa hana. Maðurinn henti börnunum inn í búr og læsti dyrunum. Skelfingin skein úr augum þeirra og tárin streymdu niður kinnarnar. Sá tannlausi skipaði þeim að hætta þessu væli. Með hroka sagði hann þeim að hann hefði kaupanda að stúlkunni. Að ríkur maður í afskekktum fjallahéruðum hefði beðið hann að útvega unga ómótaða þjónustukonu. Einhverja sem myndi endast honum í þrjátíu ár. Sá tannlausi sneri sér síðan að drengnum og sagðist ætla honum annað og verra hlutskipti og svo hló hann um leið og hann smellti slepjulegum krumlum sínum á handarbak drengsins.
.
Hómer var orðið ómótt. Hann var einn heima og var alls ekki vanur að horfa á hryllingsmyndir. Hann henti af sér teppinu stóð upp og slökkti á sjónvarpinu.
.
.
.
.
Við fáum því aldrei að vita hvernig myndin endaði.
Flokkur: Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 20:45 | Facebook
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
aulinn hann Hómer að slökkva svona á miðri mynd og við sitjum sársvekkt eftir...en flott nýja ópið!!
alva (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 22:42
en samt græddu allir........
Hrönn Sigurðardóttir, 14.6.2008 kl. 22:59
Góð mynd
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 15.6.2008 kl. 09:52
Ég verð að koma með smá athugasemd, - Sorry - EN, hvenær í ósköpunum hefur Hómer Simpson sést borða APPELS'INU !!?? Eða bara yfir höfuð ÁVEXTI !!???? - Ég man allavega ekki eftir að hafa séð það !
Kv, Hrabba
Hrabba (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 10:30
Hrabba vinkona.
Hómer borðar ávexti í laumi. Hann er í raun ávaxtaismi. En það vita það fáir.
Anna Einarsdóttir, 18.6.2008 kl. 10:34
Ha ha ha - Það hlaut að vera !!!
Hrabba (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 20:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.