Skemmtileg eða leiðinleg ?

 

Um daginn hitti ég stelpu sem var vinnufélagi minn í tæpt ár fyrir nokkrum árum.  Hún sagðist lesa bloggið mitt,  finnast það skemmtilegt og spurði frekar hissa, hvort að ég hefði alltaf verið svona skemmtileg ?  Gasp

Góð spurning ! 

Í mánuð hef ég velt vöngum yfir þessu.  WounderingFootinMouthWoundering Sideways

.

Lítum á nokkrar staðreyndir;

Ég var einu sinni rekin úr vinnu þegar kom nýr yfirmaður.

Ég var öðru sinni rekin úr vinnu rétt áður en fyrirtæki rúllaði yfir.

Ég var í þriðja skiptið rekin úr vinnu um síðustu mánaðamót.

Vó....... maður er orðinn rek-vanur.  Joyful 

.

Ætli ég sé skemmtileg í vinnunni ?  FootinMouth   

Glætan spætan gaukurinn og spóinn.  LoL   

Auðvitað er ég að vinna þegar ég er í vinnunni og er því sem næst þrautleiðinleg. 

.

Veit einhver um góða vinnu fyrir mig ?  Wink

.

PS.   Er góð í rekstri.... þegar ég er rekin.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Skrýtið að vera vinna í vinnunni!! Undarlegt líka þegar þarf að vera skemmtilegur í vinnunni til að halda henni! Þ.e. að það sé ekki nóg að skila sínu vinnuframlagi og þurfa líka að hlæja að misskemmtilegum sögum misskemmtilegra vinnufélaga.....

Hef aldrei skilið það!

Þú hefur ábyggilega alltaf verið skemmtileg! Bara þegar það á við

Vildi að ég vissi um góða vinnu fyrir þig

Hrönn Sigurðardóttir, 15.6.2008 kl. 12:28

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég held og vona að ég hafi aldrei verið rekin beinlínis fyrir leiðinlegheit. 

Nei, skrambinn...... svo leiðinleg er ég ekki.

En þetta ástand hefur kosti líka.  Núna er vinnan ekki að trufla mig frá áhugamálunum. 

Anna Einarsdóttir, 15.6.2008 kl. 12:41

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það hefur sína kosti að vera rekin!

Hrönn Sigurðardóttir, 15.6.2008 kl. 12:55

4 identicon

Rekin,drekin.Veit ekki um vinnu en hvernig vinnu viltu?Mér finnst þú skemmtileg

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 13:08

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Æi bara skrifstofustjóri eða eitthvað svoleiðis. 

Anna Einarsdóttir, 15.6.2008 kl. 13:16

6 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Getur þú ekki sót um vinnu í banka - sparisjóð... eða eitthvað?

Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.6.2008 kl. 14:29

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Aha... Sparisjóður grínista og nágrennis.    Fer strax og spjalla við stjórann. 

Áðan fékk ég símtal frá bloggvinkonu sem hafði áhyggjur af mér.  Ég vil biðja ykkur að hafa engar áhyggjur þótt ég hafi ekki vinnu í augnablikinu.  Ekki hef ég það.  Það eina sem þið ættuð að hafa áhyggjur af er að ég blogga kannski of mikið á næstunni.   

Anna Einarsdóttir, 15.6.2008 kl. 14:37

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

....ég hef ekki áhyggjur af því

Hrönn Sigurðardóttir, 15.6.2008 kl. 14:51

9 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Allt er þegar þrennt er. Nú stofnar þú þitt eigið fyrritæki, það er ekki flóknara en það Anna, þá færð þú að vera eins skemmtilega og þér sýnist og rekur þá leiðinlegu

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 15.6.2008 kl. 18:26

10 Smámynd: Einar Indriðason

Blogga of mikið?  Úff, jú, ég hef áhyggjur af þessu.... Þá þarf að lesa þig oftar, og þá verð ég drekinn líka....

Einar Indriðason, 15.6.2008 kl. 19:03

11 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Mitt eigið fyrirtæki...... sú hugmynd er reyndar að grassera í kollinum á mér.

Hvað ætti það að heita ? 

Anna Einarsdóttir, 15.6.2008 kl. 19:43

12 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Fyrirgefðu átta sinnum Einar. 

Anna Einarsdóttir, 15.6.2008 kl. 19:44

13 Smámynd: Einar Indriðason

Já, nei, nei. Ekki láta mig stoppa þig :-)

Hmm... hugmynd að nafni?

Á það að vera með nafnið þitt sem hluta af nafninu?

"Anna og hin fjögur fræknu" ?

"Skemmtigarður Önnu og Bratts" ? 

"Anna segir gátur" ?

Eða... á nafnið bara að vera eitthvað út í loftið?

"Skýjafar, ehf" ?

Einar Indriðason, 15.6.2008 kl. 20:06

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mér finnst nú "Fyrirgefðu átta sinnum Einar" vera skásta nafnið só far

Hrönn Sigurðardóttir, 15.6.2008 kl. 20:29

15 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þetta þarf að hljóma vel í síma.  Hvernig er t.d.

Það eru ekki alltaf jólin, góðan dag. 

Anna Einarsdóttir, 15.6.2008 kl. 20:31

16 identicon

Leitt að heyra að þú hafir misst vinnuna.  Kannski þú getir farið að svara í símann núna eins og þú sért með fyrirtæki : "Skuldir og basl, góðan dag".......

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 22:41

17 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

....eða: Upphandleggur, góðan daginn

Hrönn Sigurðardóttir, 15.6.2008 kl. 23:30

18 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

úhú! ég er með það! Einar upphandleggur, góðan dag!

Plís!! Má ég vera símadama hjá þér?

Hrönn Sigurðardóttir, 15.6.2008 kl. 23:31

19 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég lofa að flissa ekkert eða fíflast.........

Hrönn Sigurðardóttir, 15.6.2008 kl. 23:32

20 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

.....allavega ekki í matartímanum

Hrönn Sigurðardóttir, 15.6.2008 kl. 23:33

21 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þú ert ráðinn á staðnum.    Staðráðin. 

Anna Einarsdóttir, 15.6.2008 kl. 23:51

22 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Er ekki orðið SKJÁLFTI orðið dáldið vinsælt? Það hefur svo merkilega breiða skírskotun!

Edda Agnarsdóttir, 16.6.2008 kl. 01:38

23 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Kannski ekki alveg nægilega gömul til að kalla fyrirtækið þitt Aldin.. eða Ald.. sem styttu.. gætir þá verið svona yfir-REK-ALD...  

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 16.6.2008 kl. 07:56

24 Smámynd: Ragnheiður

Svo kemur maður og hlær að athugasemdunum og þó er þetta grafalvarlegt mál. Það er eins gott að það finnist brátt vinna, leiðinlegt að hangsa heima en á meðan þú lofar mörgum bloggum þá er þetta skárra,,,fyrir okkur sko

Ragnheiður , 16.6.2008 kl. 10:46

25 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ragnheiður.  Það er algjört lágmark að við höfum gaman af því að ég var rekin... annars væri þetta alveg tilgangslaus brottvikning.    Svo leiðist mér svo til aldrei nokkurn tíma og hef  auk þess bara gott af fríinu.  Á næstu helgi ætla ég svo að taka mér frí frá fríinu og fara í húsmæðraorlof. 

Anna Einarsdóttir, 16.6.2008 kl. 10:56

26 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ó, takk Helena mín.    Sko, hver veit nema þetta hafi verið mikið gæfuspor og ég verði orðinn minn eigin framkvæmdastjóri áður en árið er liðið. 

Ég verð að æfa mig; 

ANNA !   Haltu áfram að vinna stelpa, þetta er ekki góðgerðarstofnun.

Anna Einarsdóttir, 16.6.2008 kl. 18:14

27 Smámynd: Einar Indriðason

Sona, sona, Anna... ekki vera of hvöss við hana Önnu, hún er nefnilega önnum kafin við að blogga sér til gleði, og fyrir okkar ánægju.  Það hlýtur að vera einhvers virði?

Einar Indriðason, 17.6.2008 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband