Salernið - uppspretta sköpunargleði.

 

Salernisferð.

Hér er ró og hér er friður
hérna vil ég setjast niður
hugsa mína þungu þanka
þar til einhver fer að banka
Þá er mál og þá er siður
að standa upp og sturta niður.

.

2-i-einu-a-wc 

.

WC pappír, 3 rúllur.

(Síðan klárast ein).

Rúllur eru eftir tvær
engin hætta þér er nær

(....og önnur)

Ekki þarft að æðrast nú
eina rúllu hefur þú

(....þar fór sú síðasta)

Útlát verða ekki flúin,
er nú þriðja rúllan búin.

.

Hversu lengi voru þessir menn eiginlega á klósettinu ?  Joyful

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Iss þetta er alltaf að gerast heima hjá mér, stundum held ég að húsbóndinn sé dauður en þá er hann að ráða krossgátu í blaðinu og stendur fastur þar. Hefur svo klósettrúlluna til minnisblaða á meðan.

Ragnheiður , 16.6.2008 kl. 10:52

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Það ætti að hengja hunda þá

og hábölvaða seggi.

Sem að skrifa skammir á

skítakamars veggi.

Ég man eftir að hafa séð þessa ágætu vísu skrifaða á vegg á einhverju af fyrstu almenningsklósettunum sem ég sá. Enga hugmynd hef ég um eftir hvern hún er.

Sæmundur Bjarnason, 16.6.2008 kl. 12:48

3 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

ertu slæm í maganum anna mín.......

Fanney Björg Karlsdóttir, 16.6.2008 kl. 13:15

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Nei nei nei nei..... fín í maganum.  Skrítin í kollinum.    Það er auðvitað rannsóknarverkefni fyrir sálfræðinga þegar maður er farinn að ryðja úr sér klósettvísum. 

Anna Einarsdóttir, 16.6.2008 kl. 13:23

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hm svona klósettferðir fara í taugarnar á mér, þ.e.a.s. þar setið er til að lesa blöð og krossgátur!

Edda Agnarsdóttir, 16.6.2008 kl. 14:54

6 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Sé þig kannski næstu helgi, kem í Nesið á fimmtudag. Knús

Svanhildur Karlsdóttir, 16.6.2008 kl. 15:10

7 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Heima hjá mér var bannað að fara með lesningu á klósettið, en sumir eru með blaðagrindur inn á salerninu.

Eina klósett (vísan) sem ég kann er svona:  Það er bannað með lögum

                                                                     að skeina sig á morgunblöðum   Þetta er auðvitað ekki vísa, varla málsháttur.     

Ingibjörg Friðriksdóttir, 16.6.2008 kl. 21:28

8 Smámynd: Ragnar Gunnarsson

Ég klóstið þurfti í bræði að brúka
en bræðin sú reyndist mér þung
ég held ég hafi verið að kúka
í heilan stundarfjórðung

Ragnar Gunnarsson, 17.6.2008 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband