Krónan datt og allt fór í patt-stöðu.

 

Á þessum síðustu en ekki endilega verstu tímum, hefur Sparisjóður grínista og nágrennis orðið vitni að mikilli efnahagssveiflu....... niður á við.  Landsmenn allir,  horfa á eftir krónunni sem féll.  Furðulegt, því það er nú ekki eins og þetta sé síðasta krónan.

Landsmenn virka heldur niðurlútir þar sem þeir mæna á þessa krónu.  Hvernig væri að grafa nú upp aðra krónu úr veskinu og hengja hana upp í loft ?  Og bera svo höfuðið hátt.  Það fer svo illa með hálsinn að horfa alltaf svona niður. 

Ok, ég gæti skilið viðbrögð landsmanna ef þetta hefði verið 5000 kall.  Finnst mönnum þetta ekki vera heldur ýkt viðbrögð út af einni krónu, sem ekkert fæst hvort eð er fyrir ?   Pouty

.

vefkrona 

.

Allar bloggsíður í gær innihéldu orðið Björn.  Á Íslandi eru Birnir Bjarnasynir út um allt svo þetta eru engin stórtíðindi þannig séð.  FootinMouth  

Svo mikið var skrifað um Björninn að mig dreymdi Einbjörn, Tvíbjörn, Þríbjörn og Fjórbjörn.

Annars er SPGN með tillögu að nafni á þennan Björn sem allir eru að tala um.

Þjóðbjörn.

Það er svo skrambi gaman að heyra útlendinga segja það.  LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég ætla að tala um Þorbjörn í allan dag Það er líka svakalega gaman að heyra útlendinga segja nafnið mitt

Annars tek ég undir krónuna með þér! Merkilegt hvað fólki finnst skelfilegt að horfa á eftir krónunni í frjálsu falli.......

er farin að hengja mína upp

Hrönn Sigurðardóttir, 17.6.2008 kl. 10:40

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hrönn !!!!   ÞJÓÐBJÖRN. 

Anna Einarsdóttir, 17.6.2008 kl. 10:46

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nei - minns heitir Þorbjörn

Hrönn Sigurðardóttir, 17.6.2008 kl. 10:59

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Erum við þá ekki að tala um þann sama ? 

Anna Einarsdóttir, 17.6.2008 kl. 11:02

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nei - hugsanlega ekki.....

Minn er innibjörn - hægur og húsvanur! Kannski meira í ætt við Röggubjörn Þinn er líklega aðeins æstari í æðarvarpi - allavega

Hrönn Sigurðardóttir, 17.6.2008 kl. 11:14

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hahaha þið eruð nú meiri sprelli kellurnar - en skemmtilegar eruð þið!

Krakkarnir á Hrauni eru búin að skýra hann Golíat og ég ætla að halda með börnunum!

Edda Agnarsdóttir, 17.6.2008 kl. 11:21

7 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Styð tillöguna um Þjóðbjörn, ekki hægt annað. Golíat ekki alveg að skila sér

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 17.6.2008 kl. 14:40

8 Smámynd: Ragnheiður

Mér finnst alltaf mest gaman að segja útlendingum hvað ég heiti....það kemur löng þögn og svo fíflalegt fliss. Ég held að Röggubjörn sé sauðmeinlaus rola og sérlega spakur í æðarvarpi. En hann myndi örugglega sofna bara í næsta hreiðri eins og Þjóðbjörn hefur gert.

Ragnheiður , 17.6.2008 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband