Blogg - tímataka.

 

Klukkan er 11.00

Ég veit að margir sem lesa blogg hugsa sem svo;  Fer ekki allur dagurinn í þetta ?

Auðvitað er aðeins misjafnt hversu lengi maður er að blogga.  Það getur tekið lengri tíma ef þarf að hlaða niður mynd úr skrá.  Einnig er misjafnt hversu ljúflega vísur renna uppúr manni þegar þær eru að fæðast.  Og svo skiptir máli að hafa hugmynd um hvað þú ætlar að skrifa.  Stundum byrja ég að skrifa og hef enga hugmynd.  Pouty

Þar sem þetta er tímataka, verð ég að flýta mér svolítið.  Keppnisskapið !!

Best að henda inn eins og einni hnoðvísu svo þetta sé marktækt.

Er ég lengi blogg að rita
eða er ég fljót ?

já og botnið þið svo....... því ég er að flýta mér.  Wink

Svo þarf auðvitað að henda inn eins og einni mynd til skrauts.

Hvaða mynd á ég að velja í dag ?  Kannski górillu ?  Augnablik.

.

gorilla 

.

Síðan er til Púki.... svona íslenskupúki sem lagfærir stafsetningavillur.  Ég nota hann hins vegar aldrei því ég er sjálf svo mikill púki.  Tounge

Jæja....... þá er þessari tímatöku að ljúka og ég kem í mark á 7 mínútum.

Mér sýnist að ég sé fyrst.  Happy


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

garg!! Ég vissi ekki einu sinni að þetta væri keppni!!!!!

Hrönn Sigurðardóttir, 8.8.2008 kl. 11:18

2 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Þegar þú kaupir þér skó Anna hugsar þú þá um hve hratt þeir voru unnir ? 

Brynjar Jóhannsson, 8.8.2008 kl. 11:40

3 Smámynd: kop

ok, fyrst þú biður um það.

Er ég lengi blogg að rita
eða er ég fljót ?                                                                                                                                                                                           Skrif þín mig með brosi smita                                                                                                                                                                          og ekki ertu ljót.

kop, 8.8.2008 kl. 12:11

4 Smámynd: kop

Þetta fór í graut, prófa aftur.

Er ég lengi blogg að rita
eða er ég fljót ?

Skrif þín mig með brosi smita

og ekki ertu ljót.

kop, 8.8.2008 kl. 12:13

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Surprice Hrönn.... always surprice. 

Ég kaupi svo sjaldan skó.  Nei, ætli ég fari ekki bara hugsunarlaust í skóbúðina hjá Sæu. 

.... á ekki að botna vísu hérna ?

Anna Einarsdóttir, 8.8.2008 kl. 12:13

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Landamæravörður.  Þú kemur sterkur inn

Anna Einarsdóttir, 8.8.2008 kl. 12:14

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Er ég lengi blogg að rita
eða er ég fljót ?

Önnublogg, þú ættir að vita,

er allra meina bót.

Brjánn Guðjónsson, 8.8.2008 kl. 12:37

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Á ég ekki heimsins hagmæltustu bloggvini ! 

Anna Einarsdóttir, 8.8.2008 kl. 13:02

9 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Er ég lengi blogg að rita
eða er ég fljót ?
stöfunum á skjáinn drita
skýt mig oft í fót. 

Anna Einarsdóttir, 8.8.2008 kl. 14:10

10 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

 Það er ýmislegt sem má leggja á sig á gamals aldri. Hef aldrei getað hnoðað neinum kveðskap saman en finnst gaman af kveðskap annarra. Þar sem áskorunin kemur frá þér Anna, læt ég þetta fjúka

Er ég lengi blogg að rita
eða er ég fljót ?

Hugtök sem ég niður hripa

stinga hina líkt og spjót.

Góða helgi



Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 8.8.2008 kl. 16:22

11 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Takk fyrir Guðrún Jóna.  Þú getur þetta og það bara vel. 

Anna Einarsdóttir, 8.8.2008 kl. 17:07

12 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Er ég lengi blogg að rita

eða er ég fljót?

Á meðan allir aðrir strita

þá skrifa ég um grjót...

Fanney Björg Karlsdóttir, 8.8.2008 kl. 17:40

13 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Er ég lengi blogg að ritaeða er ég fljót?Þetta víst ég verð að vita

viðbrögð  kanna skjót....

  

Bergljót Hreinsdóttir, 8.8.2008 kl. 20:16

14 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Arrrgh....þetta fer allt í bull hérna...reyni aftur...

Er ég lengi blogg að rita 

ða er ég fljót?

Þetta víst ég verð að vita

viðbrögð  kanna skjót....

Bergljót Hreinsdóttir, 8.8.2008 kl. 20:18

15 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

     Er ég lengi blogg að rita

     eða er ég fljót?

     Þar er vafinn, það vil ég vita

     svo vefjist tunga ei hætishót.
 

Ásgeir Kristinn Lárusson, 8.8.2008 kl. 20:26

16 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þið standið ykkur frábærlega. 

En talandi um ljóð..... ég rakst á þetta í dag..... gullfallegt; 

http://beggita.blog.is/blog/beggita/entry/608986/#comment1613040

Anna Einarsdóttir, 8.8.2008 kl. 20:46

17 identicon

Hæ,Anna,Stalst inn á þessa slóð með ljóðinu,og það er svakalega fallegt. Velkomin ef þig vantar á fæturna skóna,Kveðja.

sæa (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 23:17

18 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Er ég lengi blogg að rita

eða er ég fljót

það fer eftir megabita

ég ætla´ð vinna þetta mót

Hrönn Sigurðardóttir, 9.8.2008 kl. 00:54

19 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hrönn.  Þú komst allavega á pall. 

Anna Einarsdóttir, 9.8.2008 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 343173

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband