Mér líður undarlega.

 

Á morgun er stór dagur hjá fjölskyldunni.  Eldri dóttir mín heldur yfir um haf og gerist skiptinemi í Bandaríkjunum í eitt ár.

Heilt ár !  W00t

Þetta er erfitt fyrir mömmuhjartað.  EN stelpan á eftir að þroskast heilmikið og læra annan eins helling.  Dóttir mín er tæplega 18 ára og mér líður eins og ég muni í fyrramálið, kveðja barnið...... og fá eftir eitt ár, fullorðinn einstakling til baka.  (Nú á hún eftir að segja MAMMA !!!  ÉG ER EKKI BARN Joyful)

Æ, mér líður bara svona.  Fer sennilega að skæla.  Á morgun hafið þið leyfi til að kalla mig grenjuskjóðu í einn dag.   

Böhööööhöööööööööööö.  Crying

Ég má ekki einu sinni heimsækja hana.........

Crying

.

Brandarar óskast til að létta mína (ó)lund.

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Það er ansi langur tími. Hér var gleðidagur í næsta húsi, dóttir þess heimilis var að koma heim eftir 7 mánaða útivist....

Taktu bara dag í einu, ekki horfa á þetta núna sem heilt ár. Það virðist svo óyfirstíganlegt

Ragnheiður , 12.8.2008 kl. 19:15

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Elsku Ragnheiður.... ég hugsa reyndar alltaf til þín og þinna aðstæðna í sömu andrá og ég hugsa um brottför hennar..og drulluskammast mín fyrir vælið. 

En svona er maður nú ófullkominn.

Anna Einarsdóttir, 12.8.2008 kl. 19:44

3 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Veistu Anna mín.... ég veit að þetta er erfitt... dóttir mín flutti út fyrir landsteinana fyrir fjórum árum síðan .... og það gjörsamlega kramdi móðurhjartað..... en veistu heillin ... við erum svo sterkar..þessar mömmur.... gerðu eins og Ragnheiður segir.... taktu einn dag í einu og fyrr en síðar stendur þú í þeim sporum að vera taka á móti henni eftir frábært ár í USA.....

Skilaðu kveðju til hetjunnar þinnar.... því það þarf engan smá kjark til að gerast skiptinemi í erlendu landi fjarri mömmu sinni.... þetta er hörkustelpa....

Fanney Björg Karlsdóttir, 12.8.2008 kl. 20:09

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Skil þig svo vel! En eins og þær segja hér hetjurnar hinar - taktu einn dag í einu og fyrr en varir er liðið ár

Hrönn Sigurðardóttir, 12.8.2008 kl. 20:43

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

....brandara segirðu......

Er konan þín orðin of feit? Segðu henni að fara út að skokka, þrjá kílómetra á dag! 

Eftir þrjá mánuði er hún 270 km í burtu og þú þarft ekki að horfa á hana lengur....

Hrönn Sigurðardóttir, 12.8.2008 kl. 20:49

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Brandara, já...  Hvað segirðu um þennan?:

A guy fell asleep on the beach for several hours and got a horrible sunburn, specifically to his upper legs. He went to the hospital and was promptly admitted after being diagnosed with second-degree burns. With his skin already starting to blister and the severe pain he was in, the doctor prescribed continuous intravenous feeding with saline, electrolytes, a sedative - and a Viagra pill every four hours.
The nurse, who was rather astounded, asked: "What good will Viagra do for him, doctor?"
The doctor replied: "It won't do anything for his condition, but it'll keep the sheets off his legs."

Lára Hanna Einarsdóttir, 12.8.2008 kl. 20:56

7 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Eða þennan:

THE MIRACLE OF TOILET PAPER

Fresh from my shower, I stand in front of the mirror complaining to my husband that my breasts are too small.

Instead of characteristically telling me it's not so,
he uncharacteristically comes up with a suggestion.

'If you want your breasts to grow, then every day take a piece
of toilet paper and rub it between them for a few seconds'.

Willing to try anything, I fetch a piece of toilet paper and stand in front of the mirror,
rubbing it between my breasts. 'How long will this take?' I asked.

'They will grow larger over a period of years,' my husband replies.

I stopped. 'Do you really think rubbing a piece of toilet paper between my breasts
every day will make my breasts larger over the years?'

Without missing a beat he says, 'Worked for your butt, didn't it?'

He's still alive, and with a great deal of therapy, he may even walk again,
although he will probably continue to take his meals through a straw.

Stupid, stupid man...

Lára Hanna Einarsdóttir, 12.8.2008 kl. 20:58

8 Smámynd: ROBBINN

Ég á reyndar eina dóttur, sem innan skamms fer til vetrardvalar til Svíþjóðar. Og þú átt heilar tvær!!!

Kíktu á ">þetta :) 

ROBBINN, 12.8.2008 kl. 21:52

9 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Heyrðu...þetta verður bara góð lífsreynsla fyrir ykkur báðar....og svo hafiði HSMS... GSM....SMS...MMS....MBL...MAIL..SKYPE...MSN...FACEBOOK...MYSPACE....og guð má vita hvað þetta heitir allt saman....

Vertu hugrökk...árið mun fljúga áfram....en það ersamt allt í lagiað vera grenjuskjóða svona einn og einn dag...hressir bara sálina og hreinsar hugann....

Knús á þig

7 reasons not to mess with children

A little girl was talking to her teacher about whales. The teacher said it was physically impossible for a whale to swallow a human because even though it was a very large mammal its throat was very small. The little girl stated that Jonah was swallowed by a whale. Irritated, the teacher reiterated that a whale could not swallow a human; it was physically impossible. The little girl said, 'When I get to heaven I will ask Jonah'. The teacher asked, 'What if Jonah went to hell?' The little girl replied, 'Then you ask him'

Bergljót Hreinsdóttir, 12.8.2008 kl. 22:08

10 identicon

Sæl vinkona ég var í þessum sporum fyrir 7 árum þegar hún Dagmar dóttir mín fór 17 ára sem skiptinemi til Bandaríkjanna. Við erum enn í mjög góðu sambandi við fjölskylduna hennar úti.  Þau hafa komið til okkar í heimsókn og Dagmar hefur farið í nokkur skipti út til þeirra og við mæðgurnar þrjár höfum farið saman í eina heimsókn út. Þetta er erfitt fyrir mömmuhjartað en þú klárar þig alveg og hún Íris á eftir að lifa á þessu alla æfi. En það er rétt þú kveður ungling á morgun og tekur á móti fullorðinni manneskju eftir ár  Og það er allt í lagi að vera grenjuskjóða á morgun og svo aftur eftir ár þegar Íris kemur stolt til baka reynslunni ríkari.

Kveðja Þórdís

Þórdís (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 22:11

11 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Æi þetta er alltaf að gerast hjá mér. Það er sárt að kveðja og söknuðurinn er mikill, en samt...

Anna við lifum!

Edda Agnarsdóttir, 13.8.2008 kl. 00:31

12 identicon

Tíminn líður svo hratt að hún verður kominn heim áður en þú veist af... Knúsknús...

Kristín Sif (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 10:53

13 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Kærar þakkir fyrir "lundlétturnar".

Dóttirin var keyrð út á flugvöll kl. 6.00 í morgun og svo lagði ég mig aftur þegar ég kom heim. Dreymdi mig þá að hér heima var fullt af fólki og ég frekar dauf yfir brottför hennar. Birtist þá ekki dóttirin á ganginum heima ! Ég spyr hana af hverju hún sé komin aftur ? Hún svarar þá að hún hafi ekki lagt í þetta....

Það helltust yfir mig vonbrigði í draumnum.

.

Þegar ég vakna aftur, er þó komin vitneskjan í minn koll að ég vil að hún fari í gegnum þetta þroskaskeið í lífinu. Að hún gefist ekki upp, heldur læri að bjarga sér og bíta á jaxlinn. Reyndar held ég að hún muni skemmta sér konunglega.

(broskall)

Anna Einarsdóttir, 13.8.2008 kl. 13:16

14 Smámynd: Aprílrós

knús til þin frá mér ;)

Guðrún Ing

Aprílrós, 13.8.2008 kl. 15:20

15 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Takk fyrir kommentið Þórdís vinkona. ;-)

Anna Einarsdóttir, 13.8.2008 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband