13.9.2008 | 08:44
Neytendahornið - "Betra bak" tekið í bakaríið.
Fyrir 6 árum síðan þurfti ég að fjárfesta í nýju rúmi. Verslunin Betra bak hafði auglýst og auglýst og sakleysinginn ég beit á agnið hjá þeim. Eftir að hafa skoðað allnokkur rúm í versluninni festi ég kaup á hjónarúmi fyrir 165 þúsund krónur. Það átti að hafa þann stóra kost að hafa harða brík á öllum köntum þannig að maður gat sest á það án þess að síga mikið niður.
Nýja rúmið var sent heim. Fljótlega tók ég eftir því að það var miklu betra að sofa öðru megin í rúminu. Hinu megin var einhvers konar hola. Ástæðan var sú að á einni hlið rúmsins hélt bríkin ekki. Það var m.ö.o. hörð brík á öllum köntum nema einum.
Ég hringdi mörgum sinnum í verslunina til að segja farir mínar ósléttar. Fékk ég þau svör að bráðlega væri von á dönskum sérfræðingi í heimsókn þannig að best væri að ég sendi þeim rúmið og þá myndi sá danski yfirfara það og ég fengi það síðan bætt. Og þetta gerði ég.
Fór í kjölfarið til Reykjavíkur og heimsótti "Betra" bak. Sölumaður tók á móti mér, fullyrti að ég fengi rúmið bætt um leið og danski sérfræðingurinn kæmi og bauð mér annað rúm. Ekki hafði ég áhuga á samskonar rúmi. Endaði þessi ferð mín á því að ég keypti annað rúm og greiddi fyrir það 185 þúsund en fékk 80% af verði fyrra rúms til frádráttar. Þeir lofuðu mér því að ég fengi 20% greidd um leið og sá danski kæmi.
.
.
Leið svo og beið. Ég gerði mér aðra ferð í höfuðborgina og heimsótti verslunina að nýju. Rúmið mitt var þá komið í sýningarsalinn og einhver stráklabbi tók á móti mér. Danski sérfræðingurinn sást hvergi. Stráklabbinn lagðist í 5 sekúndur í rúmið og sagði; "Það er bara allt í góðu lagi með þetta rúm". Þarna var komið allt annað hljóð í strokk Betra-baks-manna. Stráksi sagði með yfirlæti þess sem allt veit; "Sko ef eitthvað er að þessu rúmi, þá eru hinar þrjár hliðarnar OF HARÐAR"
Dísuss !
Ég fullyrti að rúmið væri gallað þar sem ein bríkin væri of mjúk.
Þeir neituðu að rúmið væri gallað af því að ef eitthvað væri, þá væru hinar 3 hliðarnar of harðar.
Strák-skunkurinn hagaði sér dónalega við mig og lét eins og ég væri kjelling sem gengi um veröldina og kvartaði yfir öllu sem nálægt mér kæmi. Með hörku hélt ég reiðinni í skefjum og fékk þá til að samþykkja að hlutlaus aðili tæki rúmið út. Maður frá Neytendasamtökunum.
Í næstu ferð minni til Reykjavíkur, skömmu síðar, fer ég inn í Betra bak og ætla að sýna vinkonu minni gallaða rúmið. Þá er það horfið. Ég spyr sölumann hvar rúmið sé að finna ?
Svarið sem ég fékk var að þeir seldu rúmið mitt - sem átti að skoðast af hlutlausum aðila - til einhvers sumarbústaðaeiganda á 80% verði.
Niðurstaða málsins var sú að ég keypti rúm á 185 þúsund og greiddi auk þess 20% af öðru rúmi. Þeir tóku af mér réttinn til að fá hlutlausan aðila til að meta rúmið. Þeir lugu að mér. Þeir komu fram við mig eins og ég væri kvörtunarskjóða dauðans. Þeir töpuðu ekki einni krónu á gallaða rúminu.
LÚÐAR !
.
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ég hef aldrei farið inn í "Betra bak" og geri það aldrei eftir þessa sögu! Hef alltaf haft einhverja skrýtna tilfinningu gagnvart þessu fyrirtæki, það fór af stað með þá allra mestu greddu sem ég hef upplifað með eitt fyrirtæki og er en gratt!
Ég vona bara að það verði tekið úr sambandi eða fari í kalda sturtu á hverjum morgni.
Edda Agnarsdóttir, 13.9.2008 kl. 09:00
illt er að heyra....skamm skamm Betra bak...
Gulli litli, 13.9.2008 kl. 09:00
Hmm... Ef þetta er sama búð og er fyrir neðan Hótel Esju í Reykjavík... þá get ég bætt við sögu, sem tja... styrkir mig alla vega í því að fara ekki þangað aftur.
Mig vantaði rúm fyrir nokkrum árúm.... búinn að skoða hér og þar, en átti þessa búð eftir. (Rúmbúðina fyrir neðan Hótel Esju.) Ég labba inn, enginn að afgreiða. Ég set upp minn besta "hæ, ég er kúnni og mig vantar afgreiðslu. Takk." svip, og bíð aðeins. Enginn að afgreiða. Ég ranghvolfi augunum með sjálfum mér, fer yfir mig aftur, og stilli mig aðeins betur... reyni svona að útgeisla frá mér... "Afgreiðsla takk!"..... Ekkert svar. Hvort þær voru 5 eða 10 mínúturnar sem ég ranglaði þarna um án aðstoðar... en út fór ég, og keypti mitt rúm annars staðar.
Einar Indriðason, 13.9.2008 kl. 09:21
Betra bak er í Skeifunni..... við hliðina á dótabúð...aðeins norðar en Hagkaup.
En talandi um þetta; Ég þekki dæmi um strák og stelpu sem hófu búskap mjög ung. Þau voru ca. 16-17 ára og ætluðu að kaupa sér hjónarúm. Fóru inn í Húsgagnahöllina og lögðust í einhver rúm. Þá kom afgreiðslumaður og sagði;
"Krakkar mínir, þið eigið ekki að leika ykkur hérna, veriði úti".
Anna Einarsdóttir, 13.9.2008 kl. 09:29
Óh. Þá kveiki ég. Ég heimsótti þá Betra Bak líka, og var að skoða Tempur dýnur. Var ekki alveg að virka á mig á þeim tíma.
Varðandi krakkana... það hefði nú orðið enn vandræðalegra ef þau hefðu farið að "leika" sér þarna!
(en... sko... Ef krakkarnir hefðu ætlað í raun og veru að kaupa rúm, þá hefði ekkert verið að því að prófa rúmin, jafnvel þó þau hefðu þurft að sannfæra afgreiðslumanninn... :-)
Einar Indriðason, 13.9.2008 kl. 09:44
Isspiss...ljótt að heyra...en gott að vita að maður geti þá bara sleppt því að eyða tíma sínum þarna...
Ég keypti mitt dásamlga rúm hjá þeim í Svefni og heilsu og fékk frábæra þjónustu...dýnan sem ég vildi var ekki til. en ég fékk aðra dýnu á meðan þeir pöntuðu hana.....og að auki lak á rúmið og sængurvföt....
Þegar rétta dýnan kom mættu þeir heim til mín og skiptu sjálfir...algjör snilld...
Mæli með Mattanum og hans fólki....
Bergljót Hreinsdóttir, 13.9.2008 kl. 11:01
Lúðaleppar!! Hefurðu talað við neytendasamtökin?
Hrönn Sigurðardóttir, 13.9.2008 kl. 14:07
Það munaði hársbreidd - og þá erum við að tala um þunnt hár - að ég færi í mál við Bak-lúðaleppana ...... en svo nennti ég ekki að eyða orku minni í það.
Það er svo margt miklu skemmtilegra.
Anna Einarsdóttir, 13.9.2008 kl. 14:31
Þetta er ljótt að heyra, en þessu mun ég aldrei gleyma. - Þvílík ósvífni !., en það versta er, að þeir sem eru ósvífnastir, skuli alltaf komast upp með svona kaupmennsku, eins og þetta dæmi sýnir. - Þeir selja semsagt gallaða rúmið aftur á 100% prósent verði, þ.e.a.s. þú greiðir 20% af þinni elskusemi og kurteisi, - og nýji kaupandi gallaða rúmsins fær 20% afslátt og greiðir þ.a.l. 80% af fullu kaupverði svo þeir hjá "Betra bak" græða á þessari svívirðilegu framkomu og dónaskap. - Þetta er alveg með ólíkindum. - En er ekki 15 til 20 ára ábyrgð á þessum rúmum ég man ekki betur.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 13.9.2008 kl. 17:34
Úpps..ég á rúm frá þeim og er voðalega ánægð með það en það getur verið vegna þess að ég er með svo góðan félagsskap í því !
Ömurlegir viðskiptahættir þetta
Ragnheiður , 13.9.2008 kl. 19:45
Ömulegt
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 22:41
Lúðar eru réttnefni. Þvílíkur hroki! Því miður eru viðskiptahættir sem þessir ansi algengir. Neytendur þurfa stöðugt að vera á tánum í einu og öllu til að verja og tryggja rétt sinn. Persónulega finnst mér að Neytendasamtökin mættu vera öflugri, menn etv. orðnir of samdauna þar á bæ??
Hef sjálf heimsótt umrædda verslun í sömu erindagjörðum, þ.e. að versla mér rúm. Mér fannst ágengnin það mikið og verðið of hátt þannig að ég gekk út og kem ekki til með að heimsækja hana aftur, að öllu óbreyttu.
Flott að láta vita af þessum viðskiptaháttum, það mættum við fleiri gera!
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 14.9.2008 kl. 09:28
ljótt að heyra. annars þarf ég líklega engar áhyggjur að hafa, þar sem ég er svo mikill þverhaus að ég versla ekki við fyrirtæki sem kunna ekki einu sinni að fallbeygja eigin nöfn, í auglýsingunum sínum.
Brjánn Guðjónsson, 14.9.2008 kl. 18:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.