4.10.2008 | 11:28
Viðundrið biður um kauplækkun.
Maður er náttúrulega eins og hvert annað viðundur þegar maður skrifar jákvæðar fréttir en einhver verður jú að vera viðundur. Ekki viljum við að viðundur deyji út !
Þessi pistill fjallar um stórgóða kartöfluuppskeru kortéri fyrir snjó.
Hér á bæ voru nokkrar kartöflur settar niður þann 7. júlí s.l.
Já, já, ég veit, ég veit.... doldið seint.
Hér á þessum sama bæ voru kartöflurnar teknar upp þann 2. október s.l.
Í fyrradag.
Hvílík gleði að sjá litlar sætar kartöflur koma upp úr manns eigin garði.
Þetta er alveg hellingur !
.
.
Að rækta kartöflur er mín leið til að mæta kreppunni. Svo er ég að spegúlera í, hvað ég geti gert næst. Kannski ég biðji um kauplækkun. Ég hef nefnilega heyrt að kauphækkanir séu verðbólguhvetjandi og þá hljóta kauplækkanir að vera verðbólguhamlandi. Já, ég held að beiðni um kauplækkun sé besta hugmynd sem ég hef fengið lengi.
Þó ég segi sjálf frá.
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 343173
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Passaðu þig bara að borða ekki útsæðið, óvíst að það fáist keypt í vor !
Kristjana Bjarnadóttir, 4.10.2008 kl. 11:44
Ég held að þú ættir að stjórna landinu ekki Davíð Geir Gísladóttir...
Gulli litli, 4.10.2008 kl. 11:47
Flottar kartöflur!! Glæsilegur árangur í tilraunræktun Önnu.
Mér finnst þetta góð hugmynd með kauplækkunina! Ég gerði akkúrat þetta í vikunni - minnkaði vinnuna um 50% Sjáum til hvort þetta fer ekki að lagast úr þessu........
Hrönn Sigurðardóttir, 4.10.2008 kl. 11:55
Audda!! Maður Þ.ARF ekkert laun! Maður skellir sér bara í sjálfþurftabúskap og málið er dautt!!!
Ég fæ mér eitt par af svínum, eitt par af nautum,eitt par af hænum,eitt par af lömbum...set niður kartöflur, íslenskar og sætar, rófur, gulrætur,rabbarbara,lauk og sveppi, kaupi epla, peru,banana,vínberja og plómutré og sái hveiti, höfrum og lyftidufti, sæki sjó og sigts úr honum sjávarsaltið, set nokkrar ýsur, lax og humar í búr og hegg eldivið til að geta eldað matinn og hitað mér þegar ég er búin að hamast allan daginn við búskapinn minn...þetta er snilld!
Það þarf hvort sem er enginn á leikskólakennara að halda þegar allir eru farnir í sinn eigin búskap, þeir ala bara upp sín afkvæmi sjálf!! Og það er einmitt svo gott fyrir börn að vera innan um blessuð dýrin, miklu betra en mála ilminn af blómunum eða moka sama sandinum hundraðþúsund sinnum í skóinn sinn....gera meira gagn þegar þau hjálpa manni að mjólka, gefa dýrunum og svíða sviðahausana....jess!!!!
Og samskipti foreldra og barna taka á sig heilbrigðari mynd...
Svo færi maður ekkert í einhvern banka neitt...bara vöruskipti milli okkar bændanna.....
Og krónan mun sóma sér vel á hillum þjóðminjasafnsins....og við sýnum næstu kynslóð hana og öllum finnst ógeð fyndið að það hafi verið notaðir peningar til að KAUPA mat í BÚÐUM...abbababb!!!!
Í safninu getum við svo líka sýnt síðustu minjar stjórnmálamannsins....bankastjórans og samninganefndanna...sem urðu útdauð vorið 2009...
Egg og beikon í morgunmat?..já, ég held það bara....
Þetta er framtíðin!!!!
Bergljót Hreinsdóttir, 4.10.2008 kl. 12:26
Vá hvað mér líst vel á þetta og Bergljót er alveg að slá í gegn sko ! Hehehe
Ragnheiður , 4.10.2008 kl. 12:57
Íslenska efnahags undrið.. varð íslenskaefnahags-við-undrið
Brynjar Jóhannsson, 4.10.2008 kl. 13:08
Flott snjókerlingin þarna framarlega til vinstri, þar sem tvær hafa vaxið saman.
Einar Indriðason, 4.10.2008 kl. 13:58
Snildar kartöflur ;)
Aprílrós, 4.10.2008 kl. 20:00
Flottar kartöflur Anna, ég á eftir að taka upp mínar og kannski væri svo hægt að skipta við þig á annarri vöru.
sýnist allt stefna í vöruskipti frekar en að nota einhverja peninga sem aldrei halda verðgildi sýnu sökum gengisfalls eða verðbólgu, förum bara aftur í 1/2 fisk á kíló af kaftöflum, eða 10 rollur á 1 hest, og 2 hesta á 1 kýr.
Þá mætti reikna 2 góðar konur sem 1 unglingspilt eða 3 konur sem 1 karlmann.
Og svo varð fjaðrafok í húsinu.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 5.10.2008 kl. 08:26
Skemmtilegt blogg og skemmtilegar umræður sem eru líka praktískar!
Höldum áfram í sjálfþurftarbúskapspælingum! (lengjum orðin - það sparar pappír og pláss! uhuh)
Edda Agnarsdóttir, 5.10.2008 kl. 11:23
Hér er mitt innlegg í SPGN i dag:
Gamall maður í Ólafsfirði átti eitt vorið ekki nægt útsæði. Hann brá á það ráð að skera hverja kartöflu í tvennt, og viti menn, uppskeran var alveg jafn góð og hefði hann sett niður heilar kartöflur.
Kveðjur til þín Anna.
Ásdís (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 19:17
Anna
ég var að lesa blogg fyrir ári síðan þegar ég var að reyna að hafa uppi á texta.
þá vildir þú fá að heyra lagið við textan.. fyrir ári síðan...
við texta sem heitir Afþvíbara fíflið..
Hérna er lagið
Brynjar Jóhannsson, 5.10.2008 kl. 20:13
Kristin Sif (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 13:08
Flott uppskera....enda ekki von á neinu öðru þar sem dagurinn sem jarðeplin voru sett niður er alveg öndvegisdagur..... þá á frumburður minn afmæli...allveg einstaklega vel heppnað eintak....
Fanney Björg Karlsdóttir, 7.10.2008 kl. 17:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.