Burt með spillingarliðið !

 

Fyrir ekki svo mörgum árum var Ísland land friðarins.  Maður sá fyrir sér að við gætum um alla framtíð verið sáttasemjarar heimsins og allra þjóða vinir.  Við Íslendingar erum í eðli okkar friðsöm þjóð.  Heart

En hvað hefur svo gerst ?   Davíð og Halldór gerðu okkur að stríðsaðilum í Írak !  Crying  Davíð skaut síðan seðlabankastjórastólnum undir sig og á ögurstundu kom hann af stað milliríkjadeilu við Breta.  Og nú ætlar Björn að bæta um betur og segja Íslendingum stríði á hendur.  Crying

Brynvarðir bílar, rafbyssur og táragas er það sem hann vill leika sér með.

Það er langur í mér þráðurinn en nú fyrst er farið að fjúka í mig.  GetLost

Ég get alveg sætt mig við að vera blönk en ég get EKKI sætt mig við að búa við ofbeldi yfirvalda.  Ef Björn og hans undirmenn beita almenning ofbeldi fyrir það eitt að hafa skoðanir, þá mun ég ekki unna mér hvíldar fyrr en ég er búin að gefa honum ærlegt spark í rassinnW00t

Og þetta er ekki líkingarmál..... heldur meint nákvæmlega eins og það er skrifað.

.

cgr0336l

Af DV í dag; 

"Björn Bjarnason dómsmálaráðherra undirbýr nú sérsveit Ríkislögreglustjóra og lögregluembætti landsins undir óeirðir. Björn hefur þegar breytt reglugerð sem heimilar ráðningu á allt að 250 lögreglumönnum. Þá er búið að breyta sex bifreiðum sem nota á í óeirðastjórnun og eru sumar þeirra hlaðnar aukabúnaði upp á margar milljónir króna. Til viðbótar er verið að breyta strætisvagni sem á að nota við fjöldamótmæli eða óeirðir en hann mun gegna hlutverki fjarskiptamiðstöðvar. Mikil leynd hvílir yfir breytingunum en einn þeirra sem vann við breytingarnar segir þær trúnaðarmál.

Reiði almennings gagnvart ríkistjórninni og bankamönnum er slík að nú þykir mikilvægt að undirbúa lögreglu fyrir óeirðir og fjöldamótmæli. Hingað til hefur ekki verið talin ástæða til að vígbúast en nú er öldin önnur. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV vinna menn nú dag og nótt við að breyta bifreiðum sem nota á við óeirðastjórnun en þeirri vinnu hefur nú verið flýtt til muna vegna ástandsins á Íslandi".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég get svo svarið það Anna, að ég á virkilega skó við hæfi, græna með stáltá.  Þú mátt fá þá til þessara nota, svo skal ég vera til staðar og skalla þá þegar þeir koma fljúgandi eftir að vera búnir að fá sparkið í sinn óæðri enda.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 6.11.2008 kl. 18:57

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Stelpur... þið vitið hvar á að sparka í þessa stráka - og það er ekki í bossann!

Lára Hanna Einarsdóttir, 6.11.2008 kl. 21:49

3 Smámynd: Aprílrós

Er ekki um að gera að sparka í bossann og ,,,,,,,,,,,,,, arg garg

Aprílrós, 6.11.2008 kl. 22:24

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

..... eða    sparka bolta, sparka bolta og svo snúúúa sér í hring. 

Anna Einarsdóttir, 6.11.2008 kl. 22:25

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Já Helena...... þetta er alveg ótrúlegt. 

Anna Einarsdóttir, 6.11.2008 kl. 22:26

6 Smámynd: kop

Ég er alveg sammála þér, en ég myndi gera eitthvað róttækara.

Troða einhverju sterku upp í boruna á honum, t.d. pipar, svo hann fengi eitthvað annað um að hugsa smá stund.

Afsakið orðbragðið, en þessi maður er búinn að vera í rugli svo lengi. að hann þarf ærlega úthreinsun.

kop, 7.11.2008 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 343172

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband