Davíðsháttur.

 

Friðleifur múrari vann sem múrari.

Dag einn fékk hann þau skilaboð að starfskrafta hans væri ekki lengur óskað hjá Múrmúr ehf.

Friðleifur sagðist ekki hlusta á þetta.  Hann ætlaði sér að starfa sem múrari í nokkur ár í viðbót.

Friðleifur sagði að ef þeir myndu samt sem áður þvinga hann til að hætta, þá horfði málið allt öðruvísi við.  "Þá mun ég snúa mér að stjórnmálum" sagði hann kotroskinn.

.

002_happy_guy_walking 

.

----------------

.

Ég hvet alla,  sem lenda í þeirri stöðu að vera sagt upp vinnu, til að svara með Davíðshætti;

"Heyrðu nei, ég ætla að vinna þessa vinnu í nokkur ár í viðbót" !   Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

...annars sný ég mér bara að stjórnmálum

Ég ætla að nota þennan frasa

Hrönn Sigurðardóttir, 4.12.2008 kl. 18:58

2 Smámynd: Einar Indriðason

Verst að hafa ekki haft þennan frasa fyrir mánaðarmót, þegar fjöldauppsagnir voru í gangi.

Einar Indriðason, 4.12.2008 kl. 19:00

3 identicon

Hæ Anna og takk fyrri síðast (uppskeruhátíð Guttorms Tudda)!  Var að hugsa svo mikið til Gillíar í dag, svo ég fór inn á síðuna hennar, og í áframhaldi inn á þína síðu.  Það er alltaf jafn gaman að lesa það sem þú skrifar.  Er flutt til Ísafjarðar, svo ef svo ólíklega vill til að þú eigir leið þar um, þá verður þú að hafa samband.  Fer framvegis daglega inn á síðuna þína... því ég veit að skrifin þín fá mig til að hlægja(skelfilegt fyrir nálæga), brosa... eða jafnvel hugsa.  kv. Ebba 

Ebba (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 19:21

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Takk fyrir kvittið Ebba.     Það er gott að vita af kaffisopa á Ísafirði og ég mun nýta mér það næst þegar ég á leið þar um.  Hláturinn þinn er nú sá mest smitandi norðan heiða, sunnan fjalla og vestan hóla.... 

Anna Einarsdóttir, 4.12.2008 kl. 19:38

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þetta er náttúrlega stórgóð hugmynd til að útrýma atvinnuleyzi !

Steingrímur Helgason, 4.12.2008 kl. 20:14

6 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hótaði hann ekki að fara að múra sjálfstætt?

Brjánn Guðjónsson, 4.12.2008 kl. 20:58

7 Smámynd: Hugarfluga

Tíhí .. Friðleifur múrari vann sem múrari.  Hann var þó allavega fagmaður í því sem hann tók sér fyrir hendur. Meira en sumir geta sagt. 

Hugarfluga, 4.12.2008 kl. 21:30

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hugarfluga.  Hvað ert þú að gera hér ?    Átt þú ekki að vera að eiga barn núna ?   Þetta er jú svolítið barnið okkar og ég vil helst að það komi fyrir jól.

Já Steingrímur, þú segir nokkuð.  Er ég nú búin að finna eina allsherjar lausn á atvinnuleysinu.  Ég er óvart snillingur. 

Nei Brjánn.  Hann Friðleifur hótaði sko engu.  Hann sýnir einmitt, með þessari hnitmiðuðu setningu hversu efnilegur stjórnmálamaður hann er.

Kjósum Friðleif !

Anna Einarsdóttir, 4.12.2008 kl. 21:46

9 identicon

Friðleifur flinki      Takk fyrir að hugsa til mín og ég lenti öfugu megin.

Þannig að núna eru það bara stjórnmálin......

Aslaug Þorvaldsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 00:34

10 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Já Áslaug mín, nú er það pólitíkin....... eða langar þig kannski meira í forsetann ?   Ekki í´ann, heldur að ver´ann. 

Anna Einarsdóttir, 5.12.2008 kl. 07:40

11 Smámynd: Aprílrós

innlitskvitt og kærleiks knús ;)

Aprílrós, 5.12.2008 kl. 07:49

12 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Ef hann fer í frí er hann líkast til frímúrari.

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 5.12.2008 kl. 10:40

13 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góður punktur. Að mér skyldi ekki detta þetta í hug í haust þegar ég missi vinnuna.

Marta B Helgadóttir, 6.12.2008 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 343173

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband