Soðið rauðkál með eplum.

 

Þar sem ég veit að lesendahópur minn samanstendur af hagsýnum húsforeldrum,  dembi ég á ykkur einni gómsætri uppskrift;  Wink

salat_raudkal_eplum 

.

350 g niðursneitt rauðkál (1/2 meðalstór haus)
1 epli, grænt
1 rauðlaukur
2 msk. olía
100 ml hindberjasulta (eða önnur sulta)
100 ml epla- eða rauðvínsedik
2 msk púðursykur (meira eftir smekk)
1/4 tsk. kanell (má sleppa)
pipar
salt
.

Soðið rauðkál með eplum

Rauðkálið skorið í mjóar ræmur (ef ekki er notað tilbúið hátíðarauðkál úr poka). Eplið flysjað, kjarnhreinsað og skorið í litla bita. Laukurinn saxaður smátt. Olían hituð í potti og laukurinn látinn krauma í henni í nokkrar mínútur við fremur vægan hita. Þá er rauðkáli og epli bætt út í, hrært vel og látið krauma smástund. Sultu, ediki, púðursykri, kanel, pipar og salti hrært saman við og látið malla við hægan hita undir loki í um 45 mínútur. Hrært öðru hverju og svolitlu vatni bætt við ef þarf. Smakkað og e.t.v. bragðbætt með sykri eða ediki eftir smekk.
.
.
Þess má geta að rauðkál verður ávöxtur vikunnar í Samkaupsverslunum n.k. fimmtudag og fram yfir helgi.  Sparið 50%  og eyðið gróðanum svo í vitleysu.  Hvað er skemmtilegra en að græða í kreppu ?  Whistling

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Vér drjúpum höfði í þakklátri auðmýkt & þökkum þér fyrir að færa ozz þezza ýtarlegu & smázmugulegu efnis- & aðferðarleiðbeiníngu.

Mun brúka þetta með rjúpum mínum á aðfangadagzkvöld.

Var búinn að Samkaupa rauðkálhauzinn, en vantaði nákvæmilega þetta.

Gagnleg kona þú ...

Steingrímur Helgason, 9.12.2008 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband