Játning Halldórs.

 

Á netinu er að finna afskaplega merkilega ræðu Halldórs Ásgrímssonar á Viðskiptaþingi Verslunarráðs Íslands í febrúar 2005.

Hér má líta valda kafla úr ræðunni; 

.

"Þeir eru örugglega til sem vildu fá aftur ríkisrekna banka og fjárfestingarsjóði, svarthvítt sjónvarp og frí frá því á fimmtudagskvöldum, en gætum við hin ekki fengið að spegla okkur í sólargeislum framtíðarinnar og þeim feykilegu tækifærum sem felast í henni?

Er íslenskt viðskiptalíf nógu duglegt við að koma þessum boðskap á framfæri? Að hér hafi verið sköpuð tækifæri til vaxtar og útrásar? Nei, það held ég ekki. Gleymum því ekki að til er önnur hugmyndafræði sem gengur út á að hið opinbera eigi að auka afskipti sín af atvinnulífinu og vill setja á boð og bönn um alla skapaða hluti. Vilja Íslendingar hverfa aftur til þess tíma þegar gengisfellingar, verkföll, verðbólga og atvinnuleysi tóku lungann úr fréttatímum sjónvarpsstöðvanna? Nei, það held ég alls ekki".

framsokn2 

.

og síðar í ræðunni kemur þetta;

 

 

"Ég leyfi mér að fullyrða að einkavæðingarferlið, ef svo má að orði komast, hafi gengið vel undanfarin ár og til þess fallið að auka samkeppni og skilvirkni í þjóðfélaginu, neytendum til hagsbóta. Íslensku viðskiptabankarnir eru gott dæmi um slíkt. Heldur einhver að afl þeirra, sem sýnir sig ekki bara í lækkandi vöxtum og þjónustugjöldum heldur einnig í magnaðri útrás og starfsemi á erlendri grundu, hefði stóraukist eins og raun ber vitni undir væng ríkisvaldsins? Ég held ekki og hef ég þó prýðilega trú á sjálfum mér og öðrum stjórnmálamönnum! Það hefur sannast á undanförnum misserum að þessum rekstri er einfaldlega betur fyrir komið í höndum einkaaðila". 

.

og loks;

"Mig langar til að enda tölu mína á því að vísa í upphaf og endi þess sem hér hefur verið umfjöllunar, nefnilega þann glæsilega árangur sem náðst hefur fyrir tilstuðlan dugmikillar þjóðar sem lætur smæð sína ekki slá sig út af laginu heldur siglir ótrauð áfram, jafnvel þótt stundum blási hraustlega á móti. Á sama hátt og ég leyfi mér að telja okkur stjórnmálamennina að nokkru leyti ábyrga fyrir þeim góða árangri sem náðst hefur, fyrst og fremst með því að skapa ákjósanleg og hvetjandi skilyrði, þá er það og okkar hlutverk að móta framtíð sem býður upp á enn frekari tækifæri.

Ég á mér þann draum að í framtíðinni verði Ísland þekkt um víða veröld sem alþjóðleg fjármálamiðstöð. Að hér á þessari litlu og hjartfólgnu eyju starfi kraftmikil alþjóðleg fyrirtæki, sem hafa kosið að eiga hér höfuðstöðvar vegna ákjósanlegra skilyrða af hálfu stjórnvalda, vegna þess mannauðs sem í landinu býr og vegna mikils og góðs stöðugleika, hvort sem er í efnahaglegu eða stjórnmálalegu tilliti".

.

37c

.

Undirstrikunin er gerð af bloggsíðuhöfundi. 

Loksins er hér einn maður sem lýsir sig ábyrgan !! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Og það fyrirfram.

Haltu þessari færslu á lofti Anna, því miður er ég hrædd um að hin svo kallaði „nýi Framsóknarflokkur“ nái að kasta ryki í augun á almúganum.

Fari það kolað ef sá flokkur kemst til valda á næstunni, þrátt fyrir að þeir sem nú eru við stjórn séu hand ónýtir. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 18.1.2009 kl. 20:09

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Loksins, loksins!! Svo eru þeir að blása til framsóknar á ný... með nýjan formann, segjast vera með nýja tíma líka Undarlegt hvað þeim gengur erfiðlega að átta sig.........

Hrönn Sigurðardóttir, 18.1.2009 kl. 20:10

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

O, ætli það þurfi ekki meira til en einn formann að hreinsa skítinn undan Framsókn. Það er ég hrædd um.

Lára Hanna Einarsdóttir, 18.1.2009 kl. 20:19

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Mer daudbra er eg las fyrirsognina! Helt eg hefdi kjaftad af mer einhverju leyndarmalinu, en svo las eg thetta og verd ad segja ad mann setur hljodan vid lesturinn. Hundrad nyjir formenn i Framsokn myndu ekki duga til ad moka ut skitnum.  

Halldór Egill Guðnason, 19.1.2009 kl. 06:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 342790

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband