nyttlydveldi.is

 

Mig langar að benda á síðuna  www.nyttlydveldi.is

Þar stendur m.a.

"Fólkið í landinu þráir nýtt upphaf og nýjar leikreglur ásamt endurreisn þeirra gilda sem þjóðin hefur um aldir lagt rækt við, gilda á borð við heiðarleika, samvinnu, ábyrgð og jöfnuð".

"Íslensk stjórnvöld brugðust þeirri skyldu að gæta hagsmuna þjóðarinnar. Endanlega ábyrgð á hruninu bera ríkisstjórn og Alþingi. Þess vegna er íslenska lýðveldið í raun dautt.  Og öllum má vera ljóst, að stjórnvöld sem hafa brugðist svo hrapallega, geta hvorki rannsakað eða hreinsað til í fortíðinni né varðað veg til framtíðar, enda hafa þau hvorki til þess traust né fylgi – og enga framtíðarsýn".

Nýtt lýðveldi leggur fram áskorun til ráðamanna þessa lands um að stofna neyðarstjórn sem á að standa fyrir rannsókn og uppgjöri í kjölfar efnahagshrunsins – og nauðsynlegri hreinsun í ákveðnum stofnunum, svo sem Seðlabanka og Fjármálaeftirlitinu sem og að semja algerlega nýja stjórnarskrá.

Neyðarstjórnin mun sitja til bráðabirgða.  Þetta er í raun áskorun til Íslendinga um endurheimt lýðræðis með algerlega nýjum og breyttum leikreglum.

Stjórnvöld keyrðu okkur ofan í forarpytt.  Ef við viljum komast upp úr honum þurfum við nýjan bílstjóra.  Ella hjökkum við í sama farinu.

.

Ég hef þegar skrifað undir þessa áskorun.

.

 

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Það hef ég líka gert.

ÁFRAM ÍSLAND!

Ingibjörg Friðriksdóttir, 24.1.2009 kl. 11:56

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég líka.

Hrönn Sigurðardóttir, 24.1.2009 kl. 12:31

3 Smámynd: Einar Indriðason

Gjört.

Einar Indriðason, 24.1.2009 kl. 12:42

4 Smámynd: Aprílrós

Ég skrifa undir ;)

Aprílrós, 24.1.2009 kl. 14:19

5 Smámynd: kop

Stend með ykkur, skrifa undir.

kop, 24.1.2009 kl. 16:00

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það var rosalega gaman að hitta ykkur þarna í dag! Ég hefði aldrei þekkt ykkur því eins og ég segi ég er svona fjöldafötluð.........

Mögnuð mótmæli! Lifi búsáhaldabyltingin!!

Hrönn Sigurðardóttir, 24.1.2009 kl. 19:47

7 Smámynd: Einar Indriðason

Argh!  Ég missti af ykkur öllum!  var samt ca. 10 metra suð-austan við Jón sjálfan.  Innan um hinar milljónirnar....

Einar Indriðason, 24.1.2009 kl. 20:18

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Einar!! Hlusta!! VESTAN við Jón. VESTAN!! Saknaði þín samt þrátt fyrir að þú sért svona áttavilltur.

Hrönn Sigurðardóttir, 24.1.2009 kl. 20:54

9 Smámynd: Einar Indriðason

Ég komst ekki innar á völlinn... of mikið af fólki þar.....

(Hrönn! Hlusta!  Milljónir af fólki!

Einar Indriðason, 25.1.2009 kl. 02:08

10 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það var nú ekkert auðvelt að finna Hrönn.  Ég stóð í þeirri trú að hún væri vestan við Jón Sigurðsson styttu...... þegar hún í raun stóð vestan við Jón nokkurn Kristjánsson fisksala sem ég þekki ekki neitt ! 

Anna Einarsdóttir, 25.1.2009 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband