Eins og þungu fargi af mér létt.

 

Það er eins og þungu fargi sé af mér létt að sjálfstæðisflokkurinn skuli vera kominn í frí.  Happy

Mér líst afar vel á málefnasamning nýju ríkisstjórnarinnar,  svo vel að það mætti halda að ég hefði smíðað hann sjálf !   Án gríns þá hjó ég ekki eftir einu einasta atriði sem ég var ósátt við varðandi málefnin.  Nú er að sjá hvort ríkisstjórin fái starfsfrið fyrir sjöllunum.  Það væri nú alveg eftir þeim að reyna að skemma fyrir góðum verkum.  GetLost

Ef ég hefði ráðið öllu, (það skal tekið fram að ég réð engu) sæjum við dálítið öðruvísi samansetta ríkisstjórn.  Ég er mjög sátt við helminginn af ráðherrunum en hæfilega efins varðandi hinn helminginn.  Hefði viljað sjá önnur andlit í sumum stólunum án þess að ég ætli að tilgreina sérstaklega hverjum.

Það gladdi mitt hjarta þegar Jóhanna sagði í sjónvarpinu áðan að hún ætli ekki að bruðla.... hún ætli bara að forgangsraða rétt.  Það er nákvæmlega málið þegar auraráð eru lítil og ég treysti henni fullkomlega til að standa með þeim sem minnst mega sín.

Áfram Jóhanna og til hamingju !  Wizard

medium_johanna_sigurdardottir_vef_2003488892


mbl.is Slá skjaldborg um heimilin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ójá - ég hef það á tilfinningunni að Jóhanna sé traustins verð!

Hrönn Sigurðardóttir, 1.2.2009 kl. 20:10

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Vonandi munu Sjallarnir lognast út af.  Ég ætla ekki að hafa skoðun á ráðherrunum fyrr en síðar.  Nú er tími til að fagna og senda góðar óskir inn í nýju ríkisstjórnina. 

Ég er að hugsa um að hafa óbilandi trú á þessu samstarfi og ætla að bara að vona að svo vel takist til að við munum sjá hér vinstri stjórn, lengur en tekið verður til eftir íhaldið og Framsókn.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 1.2.2009 kl. 20:14

3 identicon

Já hugsaðu þér. Þetta er bara sömu mál og Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin voru að vinna að fyrir slit. Nú fær sjálfstæðisflokkurinn góðan tíma til að hlaða rafhlöðurnar og undirbúa sig fyrir kosningarnar. Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup var Sjálfstæðisflokkurinn orðinn stærsti flokkur landsins undir lok síðasta mánaðar. Hann verður kominn aftur í ríkisstjórn eftir 3 mánuði. Andstæðingar hans verða bara að sætta sig við það allt eins og andstæðingar vg verða að sætta sig við að sá flokkur sé við stjórnvölinn í dag.

Maggi (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 20:34

4 identicon

Sæl Anna.

Mér líður eins og þér. Hvað sjallana varðar; við skulum ekki virða þá viðlits. Látum sem þeir séu ekki til. Þeir eru komnir í langt frí.

Kv. Valdemar Ásgeirsson, LÍF OG LAND.......

Valdemar Ásgeirsson (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 20:36

5 Smámynd: Diesel

Sjálftökuflokkinn á að banna

Diesel, 1.2.2009 kl. 20:37

6 Smámynd: Íris Guðmundsdóttir

Eg trui ad island muni risa fljotast ur kreppuni :) vid erum vikingar, vid berjumst saman gegn hindrunum

Íris Guðmundsdóttir, 1.2.2009 kl. 20:55

7 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Mér finnst Jóhanna fullkomlega trúverðug og flott í þessari stöðu og ég er bara mjög bjartsýn og jákvæð með þetta allt....svo sjáum við bara hverjir sanna sig og hverjir ekki...en gefum öllum séns...

Til hamingju með nýja forsætisráðherrann okkar!!!!

Bergljót Hreinsdóttir, 1.2.2009 kl. 21:38

8 identicon

Jóhanna Sigurðardóttir er þess verðug að fá þetta tækifæri. Málefnasamningurinn lítur vel út á pappír en of snemmt að hoppa hæð sína fyrr en liggur fyrir hvernig þau ætla að ná markmiðunum. Ég bjóst reyndar við því að það yrði útlistað í dag þar sem Framsókn tafði viðræðurnar einmitt út af því. En gefum þessu fólki séns. Þetta eru ekki nema 80 dagar. Og mælum árangur á hverjum degi. Og það er nú ekki úr miklu að bruðla Anna eftir allt sem á undan er gengið.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 21:52

9 Smámynd: Ragnheiður

Tek undir hvert orð hjá þér mín kæra..hlakka til að sjá hvernig þeim gengur bara og er alveg sæmilega bjartsýn

Ragnheiður , 1.2.2009 kl. 22:22

10 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Pas på Framsókn!!!

Ásgeir Kristinn Lárusson, 1.2.2009 kl. 23:15

11 identicon

Það er svo merkilegt með sjálfstæðismenn þeir eru ekki að fatta að þetta er það sem þjóðin vill.Af hverju skyldi mótmælin vera hætt? Það er spurning.Þetta fólk er í svo mikilli afneitun.Guð minn góður hvað er gott að losna við þá.Þetta er sú siðspilltasta klíka sem er við líði á Íslandi núna.Bíðiði bara þangað til það verður farið að sópa undan teppunum.

hh (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 11:48

12 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Hjartanlega sammála þér!  - Ég verð samt að viðurkenna að ég treysti ekki Framsóknarflokknum.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 2.2.2009 kl. 12:21

13 identicon

gg; Af hverju ætli mótmælin séu hætt? Jú vegna þess að vinstri menn stóðu fyrir þeim. Nú er þeirra fólk komið til valda. Þessi mótmæli voru undir fölsku flaggi. Enda mætti bara brot af þjóðinni á þau.

Maggi (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 08:16

14 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Er það tilviljun að hægri menn kommenta undir nöfnum eins og Maggi, Palli og Kiddi þessa dagana ?  Ja, ég er ekkert undrandi á því að fólk þori ekki að viðurkenna undir fullu nafni að það styðji flokkinn sem setti okkur þráðbeint á hausinn.  Ég myndi skammast mín ef ég væri svo vitlaus.

Ég er náttúrulega að mörgu leyti vitlaus.... en ekki svooooo vitlaus. 

Anna Einarsdóttir, 3.2.2009 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband