15.2.2009 | 11:49
Þetta gekk OF vel.
Um daginn bloggaði ég um hryssuna mína.
.
.
Ég á tvo hesta og eina hryssu og eru þau í hagagöngu uppi í sveit. Dag einn, fyrir u.þ.b. mánuði, hringdi bóndinn og tjáði mér að skjótti klárinn og hryssan væru alltaf upp við þjóðveg.... bara tvö. Þá fór ég og leit til með þeim og tók myndir, m.a. til að nota í myndagátu um hrossaliti.
Í fyrsta skipti þarna datt mér í hug að hryssan, sem er ótamin, gæti verið litförótt eins og faðir hennar sem einnig er í minni eigu. Ekki leiðinlegt að eiga tvö litförótt hross !
Nú, þar sem ég á ekki hesthús, ekki land og ekki hestakerru, hefur hestamennska mín undanfarin ár verið svolítið lituð af basli. Fæ ég hús í vetur ? Getur einhver lánað mér hestakerru ?
Því hef ég, smátt og smátt, verið að taka þá ákvörðun að hætta í hestamennsku. Hestarnir eru "börnin" mín og ég ákvað að gefa hrossin á valda staði frekar en að selja þá bara eitthvert. Klárarnir tveir fara til bestu vinkonu minnar en hryssan var gefin til pars sem ég þekki að góðu einu úr bridge spilamennsku.
Á síðustu helgi sluppu hryssan og skjótti klárinn út á þjóðveg. Maður sem ég þekki náði þeim seint um kvöld og stakk þeim inn í aðra girðingu en þau upphaflega voru í. Þá hringi ég í parið og bið þau að taka hryssuna um þessa helgi.
Í gær komu þau svo að sækja hryssuna. Ég var búin að mýla skjótta klárinn og hryssan beið álengdar. Við gengum að hryssunni og viti menn ! Hún stóð grafkyrr meðan við mýldum hana. Jei, hvað ég var glöð. Ótamin hryssa og hagaði sér alveg eins og gull. Síðan teymdist hún ljúflega upp á kerru og við höfðum á orði að þetta hefði gengið ótrúlega vel.
Parið keyrði heim á leið með hryssuna en leið mín lá niður í flóa þar sem ég hugðist sækja föður hennar. Litförótta móálótta hestinn minn, og teyma heim í girðingu til þess skjótta.
Þá brá svo við að ég náði honum ekki ! Það var sama hvað ég reyndi. Ég náði einu sinni gripi undir kjálkann á honum og það hafði alltaf dugað fram að þessu.... en hann reif sig frá mér.
Þá settist ég niður og fór að hugsa. Sem ég hefði betur gert aðeins fyrr í ferlinu.
Hvað er að hestinum ? Eða er þetta ekki hesturinn ? Kannski er ÞETTA hryssan !
Ég leit undir hestinn og fann ekkert ! Obbobobb. Þetta ER hryssan. Parið var á þessari stundu að bruna með klárinn minn upp í sveit, klárinn sem besta vinkona mín á að fá en hryssan þeirra stendur hér lengst út í flóa og lætur ekki ná sér.
Upphaflega sagði bóndinn mér að hryssan og skjótti klárinn væru upp við þjóðveg. Ég trúði honum bara. Og hugsaði aldrei sjálfstætt um það. Ég breytti meira að segja lit hryssunnar til að allt passaði. Hún er glettilega lík föður sínum á litinn, utan að hann er litföróttur en ekki hún.
En í stað gagnrýninnar hugsunar, gladdist ég yfir því að hryssan væri litförótt líka ! Barnslegt sakleysi mitt er slíkt að mér liggur við að skrá mig inn á leikskóla.
Hvað á að gera við konu á fimmtugsaldri sem trúir öllu sem henni er sagt ?
Flokkur: Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 11:50 | Facebook
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Brattur
-
Ragnheiður
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Hugarfluga
-
Halldór Egill Guðnason
-
Sæmundur Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Gulli litli
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Marinó G. Njálsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
Þorsteinn Sverrisson
-
Árni Gunnarsson
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Finnur Bárðarson
-
Bjarni Harðarson
-
Ingibjörg Hinriksdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Guðni Már Henningsson
-
Íris Guðmundsdóttir
-
Edda Agnarsdóttir
-
Rannveig Guðmundsdóttir
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Erna Bjarnadóttir
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
-
Haraldur Sigurðsson
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Daði Ingólfsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Egill Bjarnason
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Kát Svínleifs
-
Einar Indriðason
-
arnar valgeirsson
-
Kama Sutra
-
hilmar jónsson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
AK-72
-
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
-
Dísa Dóra
-
Sigurður Einarsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Jóhannes Guðnason
-
Brynjar Jóhannsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Magga tagga
-
Fanney Björg Karlsdóttir
-
Tófulöpp
-
Valgeir Skagfjörð
-
kop
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Björgvin R. Leifsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Svanhildur Karlsdóttir
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Aprílrós
-
Guðrún Björk
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Katan
-
Páll Rúnar Elíson
-
Þórir Aðalsteinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristín Snorradóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Gunnar Níelsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Þórdís tinna
-
Eva Hrönn Jóhannsdóttir
-
Jóhannes Freyr Stefánsson
-
kloi
-
Bjarndís Helena Mitchell
-
Ragnar Gunnarsson
-
Brynja skordal
-
Vefritid
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
-
Garún
-
Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Hrossahláturinn lengir lífið! :)
Ásgeir Kristinn Lárusson, 15.2.2009 kl. 11:54
Skemmtileg saga hjá þér Anna. Algjört krydd í tilveruna. Þú hefur skemmtilegan húmor fyrir sjálfri þér. Gulls ígildi. Varðandi það sem þú sagðir í lokin þá hlýtur þetta að lýsa hvað þú ert ung í anda.
Það er ómetanlegt að mínu mati og á mínum aldri líka. Hví skyldi fólk svo vera að segja manni ósatt að ásettu ráði?
Slepptu samt leikskólanum.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 12:16
Þú gætir fengið þér vinnu á leikskóla
Hrönn Sigurðardóttir, 15.2.2009 kl. 13:56
Hraaahr, þegar ég las þetta fannst mér að svona gæti einmitt komið fyrir mig, og gladdist því sérstaklega við að lesa endinn:)
Ásdis (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 14:32
Fræg er sagan af einhverjum (man bara ekki hverjum) sem var á ferð sagði: "Hér þarf eitthvað við að athuga. Sjáið hvernig sá Brúni mígur."
Flott saga Anna og ágætlega sögð.
Sæmundur Bjarnason, 15.2.2009 kl. 17:24
Gerðu hvað sem er annað en að fara í sögustund hjá HANNESI Hólmstein.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 15.2.2009 kl. 18:59
Nei Ingibjörg. Svoooooo auðtrúa er ég ekki. Trúi ekki álfasögum.
Anna Einarsdóttir, 15.2.2009 kl. 19:36
Sjúkkitt. hvað ég er fegin.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 15.2.2009 kl. 21:26
Hahahaha, schnillingur!!!
Hugarfluga, 15.2.2009 kl. 23:17
Hahahahhaa hann var góður þessi! Skemmtileg saga. - Ég er samt fegin að þú skulir ekki trúa álfasögum.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 17.2.2009 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.