Ég er ekki skjaldbaka.

 

Nýlega var sett skilti á planið fyrir utan vinnustaðinn minn;  15 km. hámarkshraði.

 

Ég verð að játa á mig lögbrot.  Blush

Dag eftir dag hef ég keyrt yfir planið á 30 km. hraða.

Ætli ég missi prófið ef lögreglan sér mig ?   Tvöfaldur leyfilegur hraði, ef mér reiknast rétt til.  Woundering

Það er einfaldlega fyrir skjaldbökur að keyra á 15 km. hraða.  Og þá meina ég auðvitað skjaldbökur með bílpróf.  Og ófullar.

.

 

.

gmin88l 

Kannski ég fari bara svona að á morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ef ekið er á 15 km hraða, slokknar þá ekki á bílnum?

Edda Agnarsdóttir, 4.3.2009 kl. 16:52

2 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Væri gaman að sjá drukkna skjaldböku í bakkgírnum...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 4.3.2009 kl. 18:55

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Edda.  Það er víst hægt að keyra á 15 km. hraða ef maður syngur "Anna litla létt á (bensín)fæti"...    ...... eins og gengur.......eins og geeeengur. 

Anna Einarsdóttir, 4.3.2009 kl. 20:02

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Þú verður bara að passa að' brekkusnigillinn taki ekki fram úr þér.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 4.3.2009 kl. 20:40

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

15 km hámarkshraði? Á klukkustund?

Hrönn Sigurðardóttir, 4.3.2009 kl. 22:39

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ertu með vistvænt grænmeti?

Hrönn Sigurðardóttir, 4.3.2009 kl. 22:40

7 Smámynd: arnar valgeirsson

önnur eiga líka að vera á fimmtán. og edrú.

þú færð vægan fangelsisdóm.

arnar valgeirsson, 4.3.2009 kl. 22:50

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Vistvænt og lífrænt, grænt og vænt. 

Anna Einarsdóttir, 4.3.2009 kl. 22:53

9 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Já Arnar, þú segir nokkuð.    Nú er ég að rifja upp það sem ég hef lært undanfarna mánuði.  Ef að bara glæpurinn er nógu stór, þá er allt í góðu !

Ég keyrði örugglega á 745 km. hraða.     Hahhhh !  Ekkert fangelsi fyrir það.

Anna Einarsdóttir, 4.3.2009 kl. 22:55

10 identicon

15 km/klst. er þrefaldur vinnuhraði núverandi ríkisstjórnar og flokkast undir sofandahátt  sem er stórhættulegt fyrirbæri undir stýri bíls hvað þá undir stýri ríkisstjórnar.

Þú mátt nú kannski fara 5 km. umfram 15 km., sem gerir 20 km. án þess að bláu ljósin logi og  birtist.  Þannig að kannski ertu bara 5 sek. lengur útaf planinu núna en þegar þú máttir þeysa á 30 km. og 5 sek.  x  2 = 10 sek. á dag.  og svo getur þú reiknað vikutímann, mánaðartímann og árstímann þar til þú hættir að aka þetta seinfarna plan og fá út tafirnar og hugsanlega áhrifin sem þetta hafði á allt þitt líf, t.d. á ársgrundvelli eins og algengt er í siðuðu þjóðfélagi.  Mundu bara að gleyma ekki að bæta við aukaferðum það skekkir heildarútkomuna og gæti haft alvarlegar afleiðingar.

Það má nú skoða þetta "vandamál" frá ýmsum hliðum 

ps. hvað gefur 1 hest/ur-afl marga km/klst. ?

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 10:22

11 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þegar ég ferðast á mínum hesti á þokkalega góðum degi kemst ég á afli hans, þ.e. einu hestafli svona 5 kílómetra á klukkustund.

Þýðir það þá að ég þarf 3 hesta til að komast á hámarkshraða yfir planið ? 

Anna Einarsdóttir, 5.3.2009 kl. 11:39

12 identicon

Þetta er að verða dálítið flókið dæmi  setjum málið í nefnd og  á því

...hvernig væri annars að spá í aðra vinnu

Þú ýtir burt "kreppufári" með þínum skemmtilega texta og fallega brosi

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband