5.3.2009 | 19:50
Sjálfstæðismenn velkomnir !
Sjálfstæðismenn óskast á síðuna mína til að svara spurningu sem á mér brennur;
Hvað fær þig til að kjósa x-d ?
Ég er að biðja um málefnalegar og heiðarlegar útskýringar frá ykkur.
Þið megið gjarnan koma fram undir dulnefni ef ykkur finnst þægilegra að tjá ykkur þannig.
Umfram allt vil ég reyna að skilja það sem ég alls ekki skil.
.
.
Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Eins og ég átti von á.......engin rök, sjálfstæðismenn í felum.
Það er líka frekar erfitt að rökstyðja hvers vegna maður styður stefnu sem setur fjölda manns á vonarvöl þegar upp er staðið. Atvinnuleysi og fátækt er hlutskipti fjölda manns vegna þess að fámennur hópur, í skjóli stefnu og eftirlitsleysis stjórnvalda, sólundaði þjóðarauðnum og gott betur. Lystisnekkjur, veislur, þotur, sportbílar, verslanakeðjur, osfrv.osfrv..... allt á kostnað almennings á Íslandi. Hvernig er hægt að leggja blessun sína yfir störf sjálfstæðismanna eins og staðan er á Íslandi í dag ?
Að mínu mati er það algjört ábyrgðarleysi.
Anna Einarsdóttir, 5.3.2009 kl. 22:27
Gjörðu svo vel:
Stefna Sjálfstæðisflokksins
SJÁLFSTÆÐISSTEFNAN
Stærstur hluti ritlings eftir Davíð Oddsson; útgefinn í Reykjavík 1981auk viðbóta, t.d. úr öðru útgefnu efni um stefnu Sjálfstæðisflokkins
Sjálfstæðisflokkurinn hefur allan sinn aldur verið sterkt og þróttmikið þjóðfélagsafl á Íslandi, þótt aðstaða hans til að koma fram hugmyndum sínum og stefnumálum hafi verið misjöfn. Sterka stöðu flokksins með þjóðinni má að sjálfsögðu rekja til stefnu hans og hugsjóna flokksmanna fyrr eða síðar. Vegna sjálfstæðisstefnunnar hafa fleiri Íslendingar dregist að Sjálfstæðisflokknum en nokkurri annarri stjórnmálahreyfingu á Íslandi.
Sameinast um sjálfstæðisstefnu
Sjálfstæðisflokkurinn verður til þegar Íhaldsflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn eru sameinaðir árið 1929. Þessir flokkar voru ekki gamlir og fastmótaðir og margt líkt með þeim. Þó má segja að til hins nýja Sjálfstæðisflokks hafi annars vegar runnið öfl sem vildu koma ríkisfjármálum á traustan grunn, m.a. með varfærinni fjármálastjórn, sem ekki tæki úr hófi fram fyrir hendur hvers einstaklings. Engu að síður vildu þessir aðilar beita sér fyrir umbótum í þessu hrjóstruga landi og leysa landkosti þess úr læðingi með rafvæðingu sveita og ýmsum öðrum verklegum framförum. Á hinn bóginn kom blóðgjöfin til þessa nýja flokks frá mönnum sem lögðu ekki síst áherslu á frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar og þjóðernisvitund manna en ekki síður á frjálst framtak, frjálsa verslun og frelsi einstaklinganna. Á stefnuskrá þeirra var jafnframt að tryggja afkomu þeirra, sem áttu undir högg að sækja í lífinu. Auðvitað voru skilin ekki hrein og glögg milli þessara framsæknu afla sem þá bundust böndum, en mismikill þungi var lagður á baráttumálin. En víst er að þær hugsjónir sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk í sína vöggugjöf hafa dugað honum vel. Þær speglast skýrt í hinni knöppu og kjarnyrtu stefnu flokksins, sem enn er oft vitnað til. Annars vegar var því lýst yfir, að undanbragðalaust yrði að vinna að því að landið yrði sjálfstætt, þegar skilyrði væru til þess skv. sambandslögunum. Hins vegar sagði, í stefnuyfirlýsingunni frá 1929, að flokkurinn ætlaði: "Að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum."
"Sjálfstæðisflokkur" skal hann heita
Þegar litið er til framangreindra stefnumiða og hugsjóna þeirra manna, sem nú höfðu sameinast í einum flokki er ljóst að menn hafa ekki lengi þurft að leita viðeigandi nafns fyrir hann. Annars vegar stefnir hann að fullu sjálfstæði þjóðarinnar gagnvart öðrum eins fljótt og frekast var kostur og hins vegar er gert ráð fyrir að meginstefið í innanlandsstefnunni verði bundið við hlut einstaklingsins. Tryggja á sjálfstæða og þróttmikla einstaklinga og þeir eiga að vera kjölfestan í frjálsu og öflugu atvinnulífi. Jafnframt á að gæta þess, að enginn komist á vonarvöl, þótt hann hitti fyrir sér ofjarl í sjúkdómum eða fátækt. Slíkum aðilum á að hjálpa til sjálfshjálpar og er það í anda þess hugarfars samhjálpar, sem verið hefur samofið þjóðareðlinu frá öndverðu. Nafnið Sjálfstæðisflokkur hefur því ekki aðeins verið yfirskrift heldur alla tíð í senn heitstrenging og lýsing á stefnu flokksins í hnotskurn.
Sjálfstæðisstefnan og aðrar stjórnmálakenningar
Það er kunnara en frá þurfi að segja, að þeir flokkar, sem til voru í íslensku stjórnmálalífi á stofnári Sjálfstæðisflokksins, sóttu allir að meira eða minna leyti hugsjónir sínar og baráttumál til "móðurflokka" eða stjórnmálakenninga erlendis. Sjálfstæðisflokkurinn sker sig úr í þessu. Tildrög hans og skírskotun til séríslenskra aðstæðna verða til þess, að hann fær óvenjulegan sess í íslensku flokkakerfi. Hann vísar á bug þeim tilburðum sem aðrir flokkar hafa haft til þess að greina þjóðina í stéttir, sem ota megi hverri gegn annarri. Félagshyggjuflokkarnir hafa jafnan haft uppi vígorð um hina eilífu stéttabaráttu, en svar Sjálfstæðisflokksins fékkst í kjörorðinu: "Stétt með stétt". Honum var ljóst, að fámennri þjóð gat ekki verið til góðs, að stéttirnar bárust á banaspjótum.
Auðvitað er sitthvað í stefnu flokksins eins og í afstöðu hans til dægurmála á ýmsum tímum, sem átt hefur samnefnara í erlendum flokkum, og einstakar heimspeki- og stjórnmálakenningar hafa brugðið sínum blæ á stefnu hans. En Sjálfstæðisflokkurinn hefur borið gæfu til þess að skapa sér sinn eigin farveg og sérstöðu. Þess vegna finnst spegilmynd hans hvergi í nálægum löndum. Flokkurinn gat því betur lagað sig að þeim breytingum, sem hið unga fullveldi og síðar lýðveldi tók. Þurfti hann ekki að setja stefnu sína sífellt undir mælistiku alþjóðlegrar stjórnmálastefnu. Má í þessu sambandi vitna til orða Birgis Kjaran hagfræðings, sem sagði: "Sjálfstæðisflokkurinn er hreinræktað íslenskt fyrirbæri, sprottinn úr íslenskum jarðvegi, skapaður af íslenskri hugsun, til orðinn vegna íslenskra nauðsynja og mótaður af íslenskum aðstæðum."
Sjálfstæðisstefnan og nokkur lykilhugtök
Afstaða Sjálfstæðisflokksins til nokkurra lykilhugtaka þjóðmálabaráttunnar varpar ljósi á stefnu hans. Sjálfstæðisflokkurinn er lýðræðisflokkur. Hann setur traust sitt og trú á sérhvern borgara lýðveldisins í þeirri vissu, að fái frumkvæði hans, framkvæmdaþróttur og kapp notið sín, miði skjótast áfram. Stefna flokksins miðast við það, að menn fái notið ávaxta verka sinna og sjái tilgang í því að leggja sig alla fram. Þessi trú á manninn markar einnig ríkinu sinn bás.
Lýðræði
Mörgum finnst sjálfsagt æði þunnur þrettándi að halda því á lofti, að lýðræði sé í efstu röð boðorða eins stjórnmálaflokks. Þeir spyrja, hvort ekki sé jafnnauðsynlegt að taka fram, að flokkurinn sé hlynntur dagsbirtunni. Eða þykjast ekki allir stjórnmálaflokkar, sem því nafni ná hér á landi, eiga jafnríkulegt tilkall til lýðræðishugsjónarinnar? Það er von að spurt sé. Því það er mála sannast, að skoði menn orðagjálfrið eitt og sér, þá ber ekki á öðru en að allir flokkar séu haldnir sannri lýðræðisást. En þar sem gjálfrinu lýkur, blasir annað við. Stefna félagshyggjuflokkanna, sem svo kalla sig, felur í sér hvern leynistíginn af öðrum úr braut lýðfrelsis og lýðræðis þegar vel er að gáð. Vissulega eru stígar þessir misbrattir og sumir æði krókóttir, en afleiðingar þess að fylgja þeim á enda eru ætíð hinar sömu. Frelsi, frumkvæði og þróttur fjara út og þegar lengst er komið verður spennitreyjan hinn raunverulegi þjóðbúningur. Afstaða Sjálfstæðisflokksins til einstakra álitaefna og ýmis baráttumál flokksins fyrr og síðar sýna, að lýðræði er honum meira en til skrauts og skrafs. Nefna má mörg og mikil dæmi þessa.
Flokkurinn hefur þannig ætíð sýnt, að hann telur Íslendingum skylt að leggja nokkuð af mörkum til að tryggja eigið öryggi og um leið til að treysta varnir þess heimshluta, sem býr við lýðræði í heiminum. Fyrir honum er lýðræðið þess virði að varið sé. Þess vegna hefur enginn flokkur barist einarðlegar fyrir þátttöku þjóðarinnar í vestrænu samstarfi en Sjálfstæðisflokkurinn. Þessi mál, sem varða fjöregg íslensku þjóðarinnar hafa verið átakamál um langan aldur. Þau átök hafa leitt í ljós, að þegar í harðbakka slær, er Sjálfstæðisflokkurinn eini flokkurinn, sem ekki er tilbúinn til að fórna þessum mikilvægu hagsmunum í pólitísku spili líðandi stundar.
Í innanlandsmálum hefur flokkurinn sett kosningajafnrétti landsmanna á oddinn hvað eftir annað. Þar átti hann löngum undir högg þeirra að sækja, sem nutu valda í krafti misréttarins, nærðust á honum og létu ekki sinn hlut í neinu fyrr en þeir máttu. Flokkurinn er fylgjandi valddreifingu í þjóðfélaginu og hefur fylgt því máli eftir. En fyrst og síðast segir sjálfstæðisstefnan okkur, að efnahagslegt frelsi einstaklinganna sé ein höfuðforsenda lýðræðisins og reyndar í sömu andrá mannsæmandi lífs nútíma þjóðar. Fram hjá því verður ekki litið, að það er pólitísk tvöfeldni að vinna að því öllum árum að auka hlut ríkisvaldsins á kostnað einstaklingsins og athafnafrelsis hans svo sem kostur er, en segjast á hinn bóginn vilja veg lýðfrelsis sem mestan. Öll rök og margvísleg reynsla hefur kennt mönnum, að færist efnahagslífið allt á eina hönd, hverfur lýðfrelsið von bráðar. Hvað þessi atriði snertir bera aðrir íslenskir flokkar en Sjálfstæðisflokkurinn kápuna á báðum öxlum, þótt leið þeirra til ánauðar miðstýringarinnar sé misjafnlega hraðskreið og opinskátt boðuð.
Frjáls einstaklingur - frjálst atvinnulíf
Stundum er haft á orði, að Íslendingum sé einstaklingshyggjan runnin í merg og bein. Slík kenning verður aldrei mæld né staðreynd þannig að vit sé í, en þarf þó ekki að vera algjörlega út í hött. Svo mikið er víst, að þeir menn, sem hingað komu fyrstir, vildu töluvert á sig leggja til að mega vera sjálfs sín herrar. Þessum pólitísku flóttamönnum var keppikefli, að þeirra ríki gæfi þegnum sínum ríkulegt sjálfdæmi og lögðu þeir stjórnskipunina m.a. eftir því. Var hún athyglisverð um margt, þótt á daginn kæmi, að m.a. skortur á ríkisvaldi varð þessu sérstæða þjóðskipulagi að fjörtjóni. En hitt vill gleymast, að einmitt þessir sjálfstæðu höfðingjar bundust samþykktum um að bæta skyldi mönnum tilteknar ófarir og erfiðleika. Slík viðlagatrygging miðaði að því að hjálpa mönnum til að koma fótum undir sig á nýjan leik og tryggja, að þeir færu ekki á vonarvöl. Hún var ekki þá, fremur en nú, ósamrýmanleg frelsi einstaklinganna, heldur nánast ein forsenda þess. Sjálfstæðisstefnan var í upphafi reist á grundvelli einstaklingsfrelsisins. Frá þeim grunni hefur stefnan aldrei vikið, þótt vissulega hafi á ýmsu gengið um framkvæmd hennar. Svigrúm einstaklinganna og ekki síst atvinnufrelsi þeirra hefur verið í þungamiðju pólitískra átaka hér á landi, allt frá því að hinni eiginlegu sjálfstæðisbaráttu lauk.
Staða og hlutverk Sjálfstæðisflokksins í þessum átökum hafa verið ljós. Hans var að standa vörð um rétt einstaklinganna og berjast fyrir auknu sjálfræði þeirra og efldum áhrifum í atvinnulífinu. Á fyrstu árum flokksins miðaði hægt í þessum efnum, enda var afl flokksins miklu minna en það atfylgi, sem hann hafði með þjóðinni. Framhjá því verður heldur ekki litið, að í samstarfi við aðra, þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki ætíð náð því fram sem skyldi, og stundum ef til vill ekki fylgt baráttumálum sínum nægilega fast eftir. En hitt stendur eftir, að hann einn flokka hér á landi byggir grundvöll sinn og tilveru á þessum hugsjónum. Talsmenn flokksins hafa haldið því fram, að sá vinningur, sem athafnasamur einstaklingur geti haft af útsjónarsemi, atorku og framtaki, sé óviðjafnanlegur hvati fyrir allt atvinnulífið. Þessi orka sé óþrjótandi. Hana megi og eigi að beisla, en aldrei festa í fjötra. Þessu hafna ríkisforsjármenn og skipulagshyggjumenn, hver með sínu orðalaginu. Til skamms tíma reyndu þeir að benda á og tína til þá annmarka, sem því fylgdu að leyfa frjálsu efnahagskerfi að þrífast. Á hinn bóginn vitnuðu þeir um þær fyrirmyndir draumaríkis félagshyggjunnar, þar sem jákvæð markmið væru sett af fulltrúum fólksins og þeim síðan fylgt fram af ríkisvaldinu. Og víst er um það, að "lausnir" þeirra bægja burtu sumu af því sem mönnum þykir miður fara þar sem markaðsbúskapurinn er hömlulítill. En hitt hefur margsannast, að sú lækning öll er miklu meiri áþján en "sjúkdómurinn" sjálfur.
Sósíalisminn og ríkisbúskaparstefna hefur verið reynd af ýmsum þjóðum, sem flestar hafa reyndar tekið nauðugar þátt í þeim leik. Ranghverfa þess, sem að var stefnt, blasir hvarvetna við. Atvinnulífið hefur staðnað fljótt og framfarir og framþróun eru hægari en annars staðar gerist. Athygli hefur vakið, að launamismunur vex og forréttindi einstakra stétta gerast. Athyglisvert er einnig, að skipulagshyggja verður álappalegust þar sem kostir hennar áttu helst að njóta sín. Það hljómar ekki óglæsilega að menn finni fyrst nákvæmlega út með kerfisbundnum hætti hverjar séu hinar réttmætu og eðlilegu þarfir fólksins í landinu og framleiði síðan samkvæmt því. En reynslan af þessu fyrirkomulagi er harla bágborin. Framleiðslan hittir alls ekki fyrir þá, sem hennar eiga að njóta. Sú líftaug, sem verður að vera á milli framleiðslu og neyslu hefur rofnað, svo hvorugt nemur boð hins.
Sjálfstæðisflokkurinn gengur í stefnu sinni út frá því, að famleiðandinn og neytandinn geti ekki án hvor annars verið. Hvor um sig sé til fyrir hinn. Framleiðslan geti ekki numið breytilegar óskir neytandans nema að fleiri en einn framleiðandi keppi um hylli hans. Af keppni þeirra um að gera neytandanum til hæfis um verð og gæði leiði óhjákvæmilega framþróun og sköpun. Ríkisrekstrarformið og skipulagshyggjan eru miklu ósveigjanlegri og þyngri í vöfum. Þau nema illa óskir neytendanna og hafa litla eða enga hvatningu til aðlaga sig að óskum þeirra.
Hlutverk ríkisins
En hvert er hlutverk ríkisins í því þjóðskipulagi sem sjálfstæðisstefnan vill móta? Geta menn án ríkisins verið og látið almennar samskiptareglur frjálsra einstaklinga og athafnalífs koma í stað þess. Nei. Traust ríkisvald er nauðsynlegt, en verksvið þess á að takmarka. Ríkisvaldið hlýtur að halda uppi allsherjarstjórn og lögum í landinu. Það kemur fram fyrir hönd íbúanna út á við og gætir hagsmuna þeirra gagnvart öðrum þjóðum. Það sinnir ýmsum sameiginlegum þörfum, sem einstaklingar geta ekki sinnt eða láta undir höfuð leggjast að sinna. En afskipti ríkisvaldsins af atvinnulífinu eiga þó umfram allt að vera takmörkuð og heyra til undantekninga. Þó verður ekki fram hjá því gengið í einstaka tilvikum. Þannig er eðlilegt, að hið opinbera hafi með höndum rekstur, sem samkvæmt eðli sínu leiðir til einokunar. Þarna er þó margt takmarka tilvikið, sem huga þarf nákvæmlega að. Eins kemur til greina, að ríkisvaldið komi til skjalanna þar sem bolmagn einstaklinganna til framkvæmda og reksturs er ekki nægjanlegt eitt sér vegna stærðar verkefnisins. Þessi tvö skilyrði fara reyndar iðulega saman.
Það er í samræmi við jafnréttishugsjón sjálfstæðisstefnunnar, sem er forsenda kjörorðsins um "stétt með stétt", að byggja á því, að öllum Íslendingum sé tryggður jafn réttur til menntunar og starfa og skilyrði til að þroska og fá notið hæfileika sinna. Ríkisvaldið getur verið tæki til þess að tryggja slíkt jafnrétti. En sjálfstæðisstefnan hafnar því, að sérstakt keppikefli sé að jafna svo hag manna með valdboði, að engu skipti hvort einstaklingurinn leggi meira á sig eða minna og einskis sé metið, að hann efli hæfileika sína sjálfum sér og þar með öðrum til vinnings. Sagan sýnir, að þegar saman fer jafnrétti manna og umbun til þeirra, sem fá notið hæfileika sinna og atorku, þá miðar þjóðfélaginu sem heild hraðast fram á veg. Það afl, sem í þessu tvennu felst, skilar öllum nokkru en jafnaðarstefnan ein dregur þrótt úr þjóðunum. Hún jafnar með því að draga alla niður.
Ríkisafskiptaflokkar og ríkisforsjármenn gleyma einatt þeim sannindum, að ríkið lifir ekki sjálfstæðu lífi. Það er til fyrir fólkið og vegna fólksins, en ekki hið gagnstæða. Lýðræðið var í öndverðu stefna, sem takmarka átti ríkisvaldið. Ná skyldi valdinu frá valdhöfum, hvort sem það voru kóngar eða keisarar, höldar eða hertogar, og koma því til fólksins. Það skýtur því skökku við, þegar svo er komið, að lýðræðislega kjörin stjórnvöld hafa jafnvel enn frekar ráð þegnanna í hendi sér, en einvaldarnir forðum. Þess vegna leggur sjálfstæðisstefnan áherslu á, að sjálfstæðisbaráttan getur aldrei tekið enda.
Lýðræði og lýðfrelsi er ekki tryggt, vegna þess að þingkosningar og sveitarstjórnarkosningar fara fram fjórða hvert ár. Ef t.d. þessar stofnanir fólksins, þing og sveitarstjórn, gleyma hvaðan vald þeirra er runnið og fara að haga sér eins og opinberar stofnanir hafi sjálfstæðar þarfir, þá þarf nýtt átak í lýðfrelsisbaráttunni. Frelsi verður aldrei tryggt í eitt skipti fyrir öll.
Sjálfstæðisstefnan og veruleikinn
Hugarleikfimi er mikil íþrótt, og kannski mest þeirra. Þar hefur margur farið á kostum. Til eru í bókum vitnisburðir um mikil afrek í greininni, ekki síst í gerð fyrirmyndarríkja. Í þeim ríkjum er tilveru manna einatt skipað í samfellt kerfi, þar sem allt gengur upp, svo að varla sést hnökri. Þegar best gegnir, víkur óréttlæti fyrir réttlæti, misrétti fyrir jafnrétti, og ójöfnuður fyrir jöfnuði. Þannig verða allar ófyrirséðar mannlífsuppákomur fyrir bý. Allt virðist því harla gott. Og það er ekki fimleikamönnunum að kenna, þótt jafnan hafi komið á daginn, þegar átti að herða, að mannlífinu verður hvorki með góðu eða illu sniðið eitt allsherjar staðfest aðalskipulag, sem ekki þurfi að breyta upp frá því. Þrátt fyrir þessi sannindi lifa margir enn pólitísku trúarlífi um teikniborðsparadís á jörð.
Sjálfstæðisstefnan er ekki nákvæm forskrift að fullkomnu ríki. Hún er ekki annað en leiðbeining um nokkur mikilvæg atriði, sem fylgjendur hennar telja nauðsynlegt að taka mið af, vilji menn tryggja frelsi og framþróun þjóðarinnar á breytilegum tímum. Sjálfstæðisstefnan hefur þannig aldrei orðið að fullmótaðri hugmyndafræði heldur eru sjálfstæðismenn í sífelldri leit að nýjum hugmyndum til að laga þjóðfélagið að breyttum aðstæðum.
Það sem öðru fremur einkennir skoðanir sjálfstæðisfólks er trú á frelsi einstaklingsins samfara ábyrgð á eigin gerðum, umburðarlyndi gagnvart mismunandi lífsviðhorfum og lífsháttum, áhersla á sameiginlega hagsmuni ólíkra þjóðfélagshópa og efasemdir um að ríkisvaldið geti leyst öll vandamál. Stefna flokksins miðast við það að einstaklingarnir fái notið ávaxta verka sinna og sjái tilgang í því að leggja sig alla fram. Sjálfstæðismenn verða aldrei ,,sérfræðingar" í að skipta gæðunum á milli einstaklinganna enda leiðir slíkt oftast til aukins óréttlætis í þjóðfélaginu. Sjálfstæðismenn leggja mesta áherslu á að auka það sem til skiptanna er því þannig eru sameiginlegir hagsmunir allra best tryggðir, ekki síst þeirra sem á aðstoð þurfa að halda frá samferðamönnum sínum.
En hvernig hafa kenningar sjálfstæðisstefnunnar reynst, þegar til kastanna kom? Þessu má svara á marga lund. Einfaldast virðist að benda á, að þessi stefna hefur átt meira fylgi með þjóðinni en nokkur ein stjórnmálastefna önnur frá stofnun flokksins. Það segir vissulega nokkra sögu, en þá alls ekki hana alla. Hitt er gleggri vitnisburður og varðar meiru að vekja athygli á, að framfarir hafa verið örar og markvissar hér á landi, þegar sjálfstæðisstefnan hefur mátt sín mest. Sjálfstæðisstefnan hefur þróast í nærri sjötíu ár og sú saga sýnir, að hún hefur dugað þjóðinni best, þegar tekist er á við mikilvæg og viðkvæm úrlausnarefni heima fyrir og gagvart öðrum þjóðum.
Stundum er spurt hverra manna Sjálfstæðisflokkurinn sé. Svarið fæst með vísun til orðanna "stétt með stétt", sem lýsa betur en langt mál, hvert flokkurinn vill sækja fylgi sitt. Stefnuskrá flokksins, verk hans og ekki síst það fylgi sem hann hefur notið sýna glöggt að Sjálfstæðisflokkurinn einn hefur í reynd breytt eftir þessu kjörorði. Það er inntak sjálfstæðisstefnunnar, að í landinu sé ein þjóð, ekki aðeins í orði kveðnu, heldur í raun. Hún hafi sameiginlegra hagsmuna að gæta, þegar til lengri tíma er litið og framhjá dægurmálum líðandi stundar horft. Sjálfstæðisstefnan er umfram allt stefna markvissrar jákvæðrar þróunar til betri lífskjara og lífsfyllingar. Trúin á manninn er í öndvegi sjálfstæðisstefnunnar.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 5.3.2009 kl. 22:32
Guðbjörn minn, en hver eru þín rök?
Elvar (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 22:36
"Það er inntak sjálfstæðisstefnunnar, að í landinu sé ein þjóð, ekki aðeins í orði kveðnu, heldur í raun".
Trúir þú því Guðbjörn að þeirri stefnu hafi verið fylgt undanfarinn áratug ?
Anna Einarsdóttir, 5.3.2009 kl. 22:38
Þú biður um málefnalega umræðu og ríður síðan á vaðið með dæmalausri tuggu sem vart er orði á eyðandi. Kjósir þú til vinstri þá þýðir það einfaldlega ríkisafskipti og fólkinu er ekki treyst. Sjálfstæðisstefnan byggir á mætti fólksins til að skapa traustan grunn til að byggja á. Það var ekki eftirlitið sem skorti fyrir hrun heldur siðblinda örfárra og óheyrilegt vald Baugsmiðla til að stýra umræðunni með dyggri aðstoð forseta lýðveldisins. Einnig hræddu sporin í Baugsmálinu fyrir dómstólum. Vinstri menn með forseta og samfylkingu í fararbroddi bera mikla ábyrgð hvernig komið er í okkar samfélagi en grátlegast er þó að segja það að öll vorum við sek og vildum halda áfram í Hrunadansinum. Það var meðvirkni samfélagsins sem varð okkur að falli eða eins og skáldið sagði "í draumi sérhvers manns er fall hans falið"
Jón Sigurðsson, 5.3.2009 kl. 22:47
"Sjálfstæðisstefnan byggir á mætti fólksins til að skapa traustan grunn til að byggja á". segir þú Jón.
Hvar er þessi trausti grunnur sem hér ætti þá að vera eftir 18 ára stjórnarsetu flokksins þíns ? Nei, þið hljótið að hafa byggt á sandi fyrst allt hrundi sem hrunið gat.
Svo nenni ég ekki að hlusta á að ALLIR hafi tekið þátt. Þeir sem halda því fram hafa ekki stigið litlu tá út fyrir höfuðborgina í mörg ár...... nema þá til að storma í stóra sumarbústaðinn sinn. Landsbyggðin fór að verulegu leyti varhluta af góðærinu skal ég segja þér.
Anna Einarsdóttir, 5.3.2009 kl. 22:58
"Kjósir þú til vinstri þá þýðir það einfaldlega ríkisafskipti og fólkinu er ekki treyst" segir þú líka Jón.
Þá segi ég; Ég aðhyllist jafnaðarstefnu, sem þér að segja er mjög nálægt miðju, vegna þess að fólkinu í hægri flokkunum er ekki treystandi og stefnan hefur komið okkur í hroðalegar ógöngur. Rökstuðningur minn í stuttu máli; Allar hagtölur á Íslandi eru döpur lesning þessa dagana.
Anna Einarsdóttir, 5.3.2009 kl. 23:06
Sjálfstæðisflokkurinn er sértrúarsöfnuður spilltra veruleikafirrtra landráðamanna sem eru búnir að gera Ísland gjaldþrota.
Að Sjálfstæðisflokkurinn skuli nú bjóða fram til Alþingiskosninga má líkja við að nasistaflokkurinn með Göring í fararbroddi hefði verið í framboði til þýska ríkisþingsins eftir stríðið.
Það ætti að banna Sjálfstæðisflokkinn með lögum eins og gert var með nasistaflokkinn i Þýskalandi.
Það er móðgun við Íslensku þjóðina að þessi landráðaflokkur sé vaðandi um á skítugum skónum inn á virðulegu löggjafarþingi Íslenska lýðveldisins.
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/03/05/hrunin_frjalshyggjutilraun/
http://www.icenews.is/index.php/2008/10/13/richard-portes-analyses-the-shocking-errors-of-icelands-meltdown/
Jón (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 02:47
Jón - kommúnisti
Ég held að þér fari best að þegja og tjá þig ekki á bloggheimum, aðra eins heimskulega færslu hef ég aldrei á ævinni lesið.
Þú getur varla verið kominn á fermingaraldur miðað við þetta bull.
Sigurður Sigurðsson, 6.3.2009 kl. 08:53
Anna! Bara svo þú vitir það þá bý ég á landsbyggðinni og þekki svona í meginatriðum hvernig samfélag er byggt upp. Bara svo þú áttir þig á því að besta hagfræðin er falin í því að eyða ekki meira en maður aflar. Þessi hagfræði hefur farið fram hjá afar mörgum bæði fyrirtækjum og einstaklingum og virðist koma harðast niður á suðvestur horninu. Það var ekki stefnan sem brást heldur við öll. Eru ekki jafnaðarmenn við stjórn í Bretlandi, Spáni o.s.frv.? Er ekki kreppa þar og töluvert víðar en það. Brást jafnaðarstefnan hjá mr Brown? Nei kona góð við vorum búin að finna upp gullgerðarvélina í hjartans einlægni og eyddum út á óframleitt gull, gull sem aldrei varð framleitt því vélin var gölluð, ekki bara á Íslandi heldur um heim allan.
Jón Sigurðsson, 6.3.2009 kl. 10:38
"Að eyða ekki meira en maður aflar". Ertu að segja Jón að Íslendingar eigi að safna fyrir íbúðarhúsnæði sínu áður en þeir festa kaup ? Ef bara er horft til þess að fjárfesta í húsnæði, þá eru allar forsendur sem voru til staðar fyrir örfáum misserum brostnar hjá öllum Íslendingum. Áttir þú von á þessari verðbólgu ? Áttir þú von á þessu atvinnuleysi ?
Það þarf engan hagfræðing til að sjá að áætlanagerð íbúðarkaupenda á Íslandi er lífsins ómöguleg. Hverjum er það að kenna ? Ja, miðað við að sjálfstæðismenn hreyktu sér af góðærinu, er þá ekki alveg sjálfgefið að þeir eigi líka "vondærið". Hvað finnst þér ? Ertu stoltur af nýjustu hagtölum ?
Hefur þú ekkert fylgst með fréttum undanfarið ? Heldur þú að það sé heimskreppan sem sé að gera okkur að einni skuldugustu þjóð veraldar ? Nei maður, það var sú aðgerð sjálfstæðismanna að rétta bankana til manna sem ekki kunnu að reka þá og segja; "Frelsið er ykkar, nú megið þið leika ykkur".
Afleiðinguna þekkja allir landsmenn.
Anna Einarsdóttir, 6.3.2009 kl. 12:16
Anna mín ég er ánægð fyrir þína nennu í þessu samhengi - ég ber einkennilegar tilfinningar í brjósti til þessa flokkakerfis á Íslandi í dag og hef ekki tilfinningu fyrir neinum flokki sérstaklega bara fólki. Ég vil helst fá að kjósa það fólk sem mér líst vel á og að það fólk snúi bökum saman og vinni eins og þarf að gera á venjulegum vinnustöðum óháð skoðunum eða lífsgildum því það er það sem allur þorri fólks þarf að gera. Ég get alls ekki séð út úr þessari krísu sem geisar öðruvísi og í raun ætti að banna floka tímabundið á Íslandi í dag.
Fólk á að vinna saman en ekki í sundur. Sumir telja þetta til viðkvæmni en þá verð ég að vera viðkvæm núna.
Edda Agnarsdóttir, 6.3.2009 kl. 12:42
Það er gott að eiga eitthvað í handraðanum þegar ráðist er í íbúðarkaup, bílakaup eða kaupum á hverju sem er. Framsókn lagði til lánin yrðu sem mest þannig að einstaklingurinn þyrfti sem minnst að leggja til af eigin fé til íbúðarkaupana. Menn tóku lán til að endurfjármagna, til að auka neysluna til að vera með í kapphlaupinu, allt var veðsett í topp. Þetta hefur lítið með trausta stefnu Sjálfstæðisflokksins að gera þetta heitir með mildilegu orðfæri óforsjálni en græðgi nær betur yfir þetta. Rótin að kreppunni er að bandaríkjamenn fóru að lána fólki til húsnæðiskaupa sem hafði ekki möguleika á því að borga til baka og af því súpum við m.a. seyðið. Læt ég nú lokið orðræðu um þetta mál. Ég treysti betur stefnu Sjálfstæðisflokksins til framfara fyrir þjóðina frekar en tækifærismennsku Samfylkingar byggða á skoðannakönnunum og afturhaldi Vg.
Jón Sigurðsson, 6.3.2009 kl. 13:46
Stefna Sjálfstæðisflokksins hér fyrir ofan undirrituð af Guðbirni G. er lítið annað en falleg orð sem standast ekki ef verk síðustu áratuga eru látin tala. Við þurfum ekki annað í dag en að hlusta á raddir einstakra þingmanna og kjósenda Sjálfstæðisflokksins til að sjá og heyra að þetta fagra plagg sjálfstæðismanna var greinilega sett dálítið mikið út í horn og það er nú sennilega besti dómurinn sem hægt er að fá á þessa stefnu flokksins. Það væri gott fyrir marga að hlusta á Hrafnaþing Ingva Hrafns, því þar sitja nokkrir harðir sjálfstæðismenn og ræða ófeimið um mistök Sjálfstæðisflokksins og reyndar í fleiri þáttum þar á bæ.
Saklaus spurning þín um....að í landinu sé ein þjóð.., við henni var "ekkert svar" en í stað svarsins kemur annar maður inná völlinn og undirritar sína texta sem Jón Sigurðsson og ásakar þig um dæmalausa tuggu sem vart er orð á eyðandi. Fyrir mig er texti Jóns uppfullur af hroka og í stað þess að ræða þessi mál heiðarlega og málefnalega stekkur hann á forsetann, samfylkingu, baugsmiðla og fleiri og ásakar þá og reyndar eru allir sekir í hans augum og (þá sennilega mest þeir sem minnst mega sín í þjóðfélaginu ?) Þessir blessaðir menn eru greinilega í mikilli afneitun og þola ekki málefnalega gagnrýni á flokkinn og það á reyndar við um marga aðra varðandi aðra flokka á Íslandi.
Ég kaus Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum fyrst og fremst vegna einnar persónu í mínum heimabæ, Akureyri. Það var sennilega til of mikils ætlast að honum einum tækist að breyta flokknum eða starfa eftir stefnunni á þeim fáu mánuðum sem hann hefur setið á þingi, en hann hefur þó verið málefnalegur í sinni gagnrýni á flokkinn, aðra flokka og varðandi stöðu þjóðfélagsins og verður það örugglega áfram. Þrátt fyrir að flokkurinn hafi treyst honum fyrir mikilvægum nefndarstörfum á vegum flokksins hef ég ekki enn sannfærst um það hvort hann fái mitt atkvæði í vor. Ástæða þess er sú að allt of margir, bæði fyrrverandi ráðherrar, þingmenn og of margir kjósendur flokksins eru í bullandi afneitun varðandi mistök flokksins og á meðan svo er fær það mig til að kjósa ekki xD. Hins vegar bið ég alla að fyrirgefa mér það að ég skuli hafa með mínu atkvæði í síðustu kosningum gert ráðamönnum kleyft með hætti að koma þjóðinni í þá stöðu sem við upplifum í dag og ég mun reyna eins og best ég get að taka réttari ákvörðun í næstu kosningum, ef ég þá kýs.
Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 14:51
Fyrirgefðu, en ég ætla samt, þó ég hafi aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn.
Þegar yngri dóttir mín var lítil, alveg 10 - 35 ára sagði hún alltaf: Ég ætla sko að kjósa Sjálfstæðisflokkinn þegar ég fæ kosningarétt. Einu rök hennar voru þau að Stella vinkona mín sem er bæði lang fallegust í hópnum og líka á hún nóg af aurum, allavega núna á seinni árum (anda) kaus og kýs alltaf Sjálfstæðisflokkinn. Maðurinn hennar líka og flest hennar fólk, nema bróðir hennar sem er krati í Hafnarfirði.
Þegar dóttir mín fór að eldast og ég fór að ganga á hana og biðja um útskýringar, þá sagði hún, enda vel greind stúlka að: rannsóknir hennar hefðu leitt það í ljós að þeir sem kysu Sjálfstæðisflokkinn hefðu það betra fjárhagslega, enda giftist hún frábærum manni sem alltaf að ég held hefur kosið Sjálfstæðisflokkinn.
Af veikum mætti hef ég reynt að að innræta með börnum mínum að gæta verður jafnræðis, skipta á milli, vera gott nafn í banka, dugnað og að sjálfselska og sérhlýfni sé af hinu illa.
Í dag býr umrædd dóttir mín í hálfgerðu komma ríki. Hún er ekki á leið heim svo ég viti og tel ég ástæðuna vera að hér sé ekki svo lífvænlegt hvort sem það er Sjálfgræðgisflokknum að kenna eða því að´kommamamman sem ég er, sé svo leiðinleg. Jú, annars. Ég veit það, hún hefur loksins séð ljósið. Hún skilur núna hvað ég hef verið að reyna að segja. Að vera duglegur, heiðarlegur og sæmilega góð manneskja er að lifa eftir „GULLNU REGLUNA“ Allt sem þú vilt að aðrir menn geri yður, skalt þú og þeim gjöra.
Það er ekki stefna Sjálfstæðisflokksins. Þeir einir sem hlaupa hratt, þeir munu hamingjuhjólið finna, en þeir ferðast með eða í hjólastólum verða útundan, nema að einhver hlaupi fyrir þá.
Þetta er auðvitað líkindamál, en þýðir í raun að ef þú ert ekki nægilega skarpur, útsmogin eða vel ættaður, þá skalt þú bara biðja bænirnar þínar og vona að þú eigir í þig og á.
Fyrirgefðu Anna mín, ég veit að þú varst ekki að biðja um langloku, bara venjulega samloku. En þú ættir að vera farin að þekkja mig. Ég er svo déskoti langorð.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 6.3.2009 kl. 15:15
Jón.
"Menn tóku neyslulán til að vera með í kapphlaupinu. Allt var veðsett upp í topp" Ertu virkilega að alhæfa að allir hafi gert þetta ? Það er einfaldlega rangt hjá þér !
Takk annars fyrir athugasemdir allir hér.
Það dugir mér ekki að fá stefnu sjálfstæðisflokksins eins og hún er rituð á eitthvert skrautplagg. Íslenska hagkerfið er í rúst og á því bera sjálfstæðismenn mesta ábyrgð allra flokka; voru í ríkisstjórn allan aðdraganda þess vanda sem við erum í, áttu lengst af forsætisráðherra og áttu auk þess seðlabankastjórann.
Spurningunni "hvað fær þig til að kjósa x-d í næstu kosningum" er enn ósvarað.
Mín skoðun er sú að eina rökrétta ástæðan til að kjósa x-d gæti verið ef ættingi eða vinur er í framboði eða ef ættingi eða vinur hefur fengið embættisveitingu í gegnum flokkinn.
Anna Einarsdóttir, 6.3.2009 kl. 17:07
Það liggur við að mér sé farið að þykja pínulítið vænt um þig. Þú ert svo skemmtilega þver og þráir að eiga síðasta orðið. Ómar Ragnarsson sagði í texta í Botníuvísum " Hversvegna trúlofaðist þú henni? og svarið var einfalt. " Hún er svo sæt tra la la la" Ég treysti einfaldlega ekki Samfylkingu, Vg og framsókn. Stefna Sjálfstæðisflokksins er einfaldlega best og fellur að mínu lífsviðhorfi og svo mörg voru þau orð og verða ekki fleiri að sinni.
ps
ég á engan ættingja sem er í framboði og ég finn til með þeim sem eiga um sárt að binda að ósekju og sem velferðarþjóð þá stöndum við á bak við þá sem þurfa í raun á hjálp að halda.
js
Jón Sigurðsson, 6.3.2009 kl. 17:47
Þú vilt sjálfur eiga síðasta orðið og áttir það áður en ég skrifaði þetta.
Stefna sjálfstæðisflokksins gæti svosem hljómað voða fín og flott í auglýsingabæklingum en árangurinn er í engu samræmi við það.
SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM ER ALLS EKKI TREYSTANDI.
Anna Einarsdóttir, 6.3.2009 kl. 18:00
Á fimmhundruðkallinum er mynd af Jóni Sigurðssyni, skyldi hann hafa exað við D.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 6.3.2009 kl. 18:03
Ég brosi alltaf útí bæði þegar ég heyri lagið um hann Jón sem að lokum kom heim, það hefði verið gaman að heyra Ómar syngja það.
Anna þrátt fyrir að þér hafi ekki tekist að draga marga sjálfstæðismenn inn á bloggsíðu þína þá getur þú verið nokkuð viss um að þér tókst greinilega að pirra einn þeirra verulega mikið en blessaður maðurinn er bara í svo mikilli afneitun að þú getur víst lítið meira gert fyrir hann annað en að pirra.
Það er eins og með alkann , ef hann viðurkennir ekki sjúkdóminn sjálfur og lifir í endalausri afneitun þá er lítið hægt að gera fyrir hann þrátt fyrir að gott fólk reyni að benda honum á að það sé til betra líf eftir xd, nei ég meina án áfengis.
Afsakaðu allt plássið sem ég tók undir textann minn, mér finnst bara alltaf svo rosalega gaman að sjálfstæðismönnum í afneitun
Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 00:52
Líklega eru sjálfstæðismenn mun færri en skoðanakannanir gefa til kynna. Og þeir eru eðlilega í felum greyin enda fátt til að vera stoltur af á þeim bænum.
Síðan þarft þú ekki að afsaka plásstektina Páll en það ætti hins vegar Guðbjörn Guðbjörnsson að gera.
Anna Einarsdóttir, 7.3.2009 kl. 10:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.