20.3.2009 | 16:28
Nýju fötin.......
Í gær fékk ég nýja ullarkápu og nýja skó. Það telst til tíðinda því ég er þessi týpa sem á bara tvö pör af skóm og geng í þeim þar til þeir eru búnir. Hef auk þess aldrei átt fína yfirhöfn, að frátöldum næfurþunnum jakka.
Það er nefnilega mýta að allar konur séu búðarsjúkar. Ég fer ekki inn í búð ótilneydd.
Í kjölfar eignarhaldsins á nýju skónum, fór ég í þeim í vinnuna. Dííííííí hvað ég var þreytt í fótunum í gærkvöldi. Með miklum trega verð ég að viðurkenna að það voru stór mistök hjá mér að læra ekki skósmíði á sínum tíma. Að hugsa sér ef maður gæti bara alltaf lagað uppáhaldsskóna sína og gengið síðan í þeim alla ævi. Einir ríkisskór.
Ef einhvern skortir viðskiptatækifæri, þá mæli ég með skóbúð með notaða skó. Tilgengnar bomsur til sölu ! Gönguskórnir hans Jóns gamla á hlægilegu verði !
Og fyrst ég er farin að hugsa; Hvurslags eiginlega vitleysa er það, að konum sem vilja vera fínar er gert að klæða sig í sokkabuxur? OJJJJJJJJ... fínar sokkabuxur geta alveg eyðilagt góða veislu. Þetta er svo óþægilegt fyrirbrigði að maður bíður allt kvöldið eftir að veislan sé búin svo maður komist aftur úr bévítans buxunum.
Og háir hælar. Hefur einhver karlmaður prófað að ganga á háum hælum niður brekku ? Það er algerlega ómögulegt svo einhver reisn sé að.
Ég hef prófað. Og lenti í árekstri við gangstéttina í hverju skrefi.
En varðandi nýju kápuna og nýju skóna.... það kitlar mig núna að fara til Reykjavíkur í þessu.
Mig langar að prófa að vera fín frú.
.
.
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
hahah skil þig!
Hrönn Sigurðardóttir, 20.3.2009 kl. 17:14
Ég skil sko hvert orð, á eina venjulega skó, eina kuldaskó, eina strigaskó og eina gönguskó. Ég HATA sokkabuxur og er farin að nota slíkar úr bómull en ekki næloni.
Ég hef ekki átt fallega kápu
Jemundur hvað við þrjár erum eins...ætli foreldrar okkar þekkist eitthvað ?
Ragnheiður , 20.3.2009 kl. 19:16
Líst vel á það að þu prufir að vera fín frú ;)
Ég sveita vargurinn er ekki enn orðin fín frú í Reykjavíkinni ;)
Ég þoli ekki nælon sokkabuxur ;)
Aprílrós, 20.3.2009 kl. 20:10
Ragga... það er þetta með heilann... hver ykkar hefur hann núna?
Einar Indriðason, 21.3.2009 kl. 10:42
ÉG !
Góði gleymdu því að tala við hinar tvær í dag.
Anna Einarsdóttir, 21.3.2009 kl. 11:08
Ah... ég þarf að komast í dagbókina ykkar til að sjá hver hefur heilann per dag.... :-)
Einar Indriðason, 21.3.2009 kl. 11:15
Heldurðu að við séum svo skipulagðar ?
Það er bara sú sem á afmæli eða getur sýnt fram á mikilvægi sitt þann daginn umfram hinar hehe
Ragnheiður , 22.3.2009 kl. 10:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.