Í kjörklefanum.

 

.

Kjörklefinn er kannski góður

Þar krota ég við einhvern X

Á seðlinum er skíta ljóður

Sjálfstæðið,,  hreint alveg kex

 

Mín stærsta martröð er að krossa

Með stóru ex-i á rangan stað

Þá skal mig flengja fast á bossa

Og fleygja mér svo út á hlað

 

Ég kjörseðil mun kryfja vel

Svo krossinn ekki á Dé-ið rati

Því sálu mína ei ég sel

Sko !   Ég er lítill stelpu-krati.   Tounge

.

326px-Vote_icon.svg 

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég er að hugsa um að hafa aðstoðarmann með mér í klefann er svo hræddur að ég merki við D bara út af taugaveiklun. Mega tveir fara inn klefann ?

Finnur Bárðarson, 18.4.2009 kl. 20:40

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Jájá en bara einn í einu. 

Anna Einarsdóttir, 18.4.2009 kl. 20:44

3 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Fallegt stórkostlegt hjá þér Anna mín,en hvað á maður að kjósa,???þú veist að flokkurinn okkar er hættur,sennilega er við síðustu kratarnir á landinu í dag,það er ekki til miðjuflokkur,ekki er það samfylkingin,ekki sjálfstæðisflokkur,ekki framsóknarflokkur,ekki er það vinstrigrænir,úf úpp,nú stend ég á gati,vonandi dett ég ekki ofaní,HA HA HA HE HE HE,það er frábært og mjög skemmtilegt að lesa pistla þína,kemur manni alltaf í svo gott skap,Góða helgi Anna mín,og njóttu þess að búa í Borgarfirði. 

Jóhannes Guðnason, 18.4.2009 kl. 21:10

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þú notar bara útilokunaraðferðina Jóhannes og þá standa eftir;

Borgaraflokkurinn
Vinstri-Grænir
Samfylkingin

og þú mátt síðan sjálfur velja úr þessum þremur kostum.  (Rosalega er ég almennileg) 

Anna Einarsdóttir, 18.4.2009 kl. 21:14

5 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Takk Takk,Anna mín,nú er þetta allt annað líf,já eigilega mjög einfalt,svona er lífið,nú verð ég ekki í vafa Anna,HA HA HA nú eru bara þrír flokkar sem koma til greina,ég verð fljótur að stroka tvo út,nú þá er bara ein eftir einfalt,Anna þú er búinn að gera góð verk í dag,HA HA HA HE HE HE,( en hvaða flokk á ég að setja X-við,???????)

Jóhannes Guðnason, 18.4.2009 kl. 21:21

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já! Þetta einfaldar margt!

Hrönn Sigurðardóttir, 18.4.2009 kl. 21:26

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

X-Samfylkingin.

 - Af því að Jóhanna er heiðarlegur forystumaður.


  - Af því að við höfum ekki efni á krónunni lengur og verðum að skoða hvað felst í ESB samningnum.  Hugsanlega náum við mjög góðum "díl", höldum okkar auðlindum og losnum við verðtrygginguna og ofurvextina.  Hversu gott væri það fyrir heimili og fyrirtæki landsins !  Allavega skylda að skoða hvað er í boði.   Er ekki hrædd um að við missum forræði okkar meira en við gerðum í tíð sjálftökuflokksins.

Ég held það bara. 

Anna Einarsdóttir, 18.4.2009 kl. 22:49

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

Hmm, nei, ég ætla að neita mér um að stela þezzari færzlu,,,

Steingrímur Helgason, 19.4.2009 kl. 00:15

9 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Alltaf góð!!! ...minnsta málið að sleppa þessu D-i...algjör dauðadómur þar...en HVAR á þetta mikilvæga X...að enda????

Stóra spurningin...

Bergljót Hreinsdóttir, 19.4.2009 kl. 01:31

10 Smámynd: Einar Indriðason

Samfylkingin fór endanlega með alla von með að fá mitt atkvæði núna í gær eða fyrradag, þegar frumvörpin um álverin í Helguvík og á Bakka voru lögð fram af Össuri, og samþykkt.

Þar fór það........

Ég held ég kjósi samt rétt, þegar að því kemur......

Einar Indriðason, 19.4.2009 kl. 10:43

11 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég vil heldur ekki fleiri álver Einar.

Það var einungis samþykkt frumvarp um álver í Helguvík og samkvæmt samtali mínu við þingmann í gær verða ekki fleiri álver á dagskránni.

http://visir.is/article/20090417/FRETTIR01/133910109

Síðan treysti ég því að Ómar Ragnarsson veiti þeim nauðsynlegt aðhald í þessum málum.

Anna Einarsdóttir, 19.4.2009 kl. 10:52

12 Smámynd: Einar Indriðason

Ég ætla samt að kjósa rétt :-)

Og það er ekki D, né B.... bara til að slá á áhyggjurnar :-)

Einar Indriðason, 19.4.2009 kl. 10:55

13 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég hafði engar áhyggjur af þér Einar. 

Anna Einarsdóttir, 19.4.2009 kl. 11:00

14 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Eða á ég kannski að kjósa Vinstri Græna ? 

Það eru þrír kostir í stöðunni hjá mér og ákvörðunin er erfið. 

Anna Einarsdóttir, 19.4.2009 kl. 11:59

15 Smámynd: Einar Indriðason

Í allra versta falli... tekur þú þessa 3 valkosti, og varpar hlutkesti um þá.

Einar Indriðason, 19.4.2009 kl. 13:53

16 identicon

Heil og sæl öll sömul !! ég hélt að ég væri síðasti kratinn hehe. En hafið þið sem hérna komið saman farið inn á   http://sammala.is     ?????

Hvet ykkur til þess,við þurfum að láta í okkur heyra.Og ég vildi gjarnan að frambjóðendur okkar yrðu skildaðir til að hlusta á silfur Egils í dag,og að þeir grjóthléldu kjafti á meðan. Kærar kveðjur (eigum við að hafa fullt nafn ?) Sæunn Jónsdóttir.

Sæa (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 18:00

17 Smámynd: Anna Einarsdóttir

www.sammala.is

Var þegar búin að skrá mig þar Sæa. 

Anna Einarsdóttir, 19.4.2009 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 343173

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband