NEI NEI NEI !!!

 

Önnur fréttin sem ég rekst á, á stuttum tíma um ný Hvalfjarðargöng.

Ég segi NEI TAKK !

Þar sem ég bý á Vesturlandi og ferðast stundum til Reykjavíkur, á ég hagsmuna að gæta.  Hef borgað hundruðir þúsunda í Hvalfjarðargöngin okkar og allt í lagi með það.

En það er engin þörf á nýjum göngum og fólkið vill bara alls ekki fara að borga þúsundkall eða þaðan af meira aftur til að komast í höfuðstaðinn.  Ekki fólkið sem ég þekki.  Og ekki ég, sem ég þekki líka.  Woundering

Það gerist kannski þrisvar á ári að maður þarf að bíða í mínútu eða tvær við gangnaendann.  Ekkert sem skiptir nokkru einasta máli. 

Ef lífeyrissjóðirnir vilja ávaxta aurana sína - en ég var einmitt að lesa í Vikunni að yfirmaður lífeyrissjóðs hefði fengið stór lán úr sjóðnum, hirt vextina og skilað síðan höfuðstólnum sem kemur kannski ekki málinu við en þarf að rannsaka sem sakamál og það strax - geta þeir gert það á einhvern annan hátt en á kostnað almennings.

EKKI ÖNNUR HVALFJARÐARGÖNG !!!  Við eigum göng nú þegar.

OG HANANÚ. 

.

Mynd_0002255 

.


mbl.is Stór verk í einkaframkvæmd?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Ég er búin að búa á Akranesi síðan í júlí 2006, þar af vinna í Rvk frá 1. okt 2008, svo ég ek töluvert á milli...og ég hef ALDREI þurft að bíða - hvorki hérna megin né hinu megin. Svo mikil er traffíkin...!!

Mig langar heldur ekki til að þurfa að borga meira en ég geri í dag til að komast í vinnuna!

SigrúnSveitó, 6.6.2009 kl. 22:18

2 identicon

Er alveg innilega sammála þér.

Og í þetta á að henda lífeyrissjóðunum. Mér verður óglatt af því að sjá og heyra stjórnendur sjóðanna diskútera og gera sig breiða yfir því hvað þeir ætla að gera við peningana okkar.

Af hverju er ekki sótt um lán/fjármögnun hjá einhverjum bönkum eða fjárfestum á Íslandi eða erlendis? Getur það verið vegna þess að einginn með viti sér nokkra glóru eða ágóða í þessum framkvæmdum?

Og af hverju þá lífeyrissjóðina? Jú af því að þar þarf ekki einu sinni að spyrja eigendurna leyfis þegar peningarnir þeirra eru teknir í eitthvað vafasamt. Það er bara að koma eftir einhver ár og segja; æ sorry þetta fór víst á verri veginn og peningarnir ykkar eru orðnir að eingu. No hard feelings!

Fuss og svei!

Jón Bragi (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 22:19

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Algjörlega sammála!

Þetta er hneisa, að láta sér detta annað eins í hug.  Hverjir skyldu eiga hagsmuna að gæta?  Þetta er eins og með vopnaframleiðsluna, það eru framleiðendur sem græða, allir hinir tapa.

Ég þurfti ekki einu sinni að bíða í Verslunarmannatraffíkkinni.

Verktakar! Seljið fjandans vélar og tækir úr landi. Ekki láta okkur blæða fyrir offjárfestingar.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 7.6.2009 kl. 12:04

4 Smámynd: Byltingarforinginn

Núverandi Hvalfjarðargöng fara að nálgast þolmörk (ekki komin þangað enn) vegna aukinnar umferðar. Umferðarspár til næstu áratuga gera ráð fyrir að þau fari yfir þolmörkin innan fárra ára og þá þarf aðgerðir. Ný göng við hlið núverandi sinna fjölmörgum hlutverkum... þau þjóna aukinni umferð, þau gera það að verkum að umferðaröryggi í göngunum eykst þar sem umferð er ekki lengur í báðar áttir í sömu göngum og í þriðja lagi er verulegt öryggi fólkið í því að hafa tvenn göng hlið við hlið ef t.d. verður bruni eða verulegt óhapp í öðrum hvorum göngunum.

En endilega... haldið áfram að nota þau rök gegn nýjum göngum að þið hafið aldrei þurft að bíða lengur en eina mínútu. Þið eruð ekkert hlægileg eða neitt þó þið dæmið svona hluti út frá ykkar þrönga veruleika, án þess að hafa NOKKUR önnur rök!

Byltingarforinginn, 7.6.2009 kl. 23:42

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Rökin eru fyrst og fremst þau að ég vil ekki greiða AFTUR fleiri hundruð þúsund fyrir göng.   Ein duga og ég er ánægð með þau.  Mér finnst líka fráleitt að hafa tvöföld göng en einfaldan veg..... Vesturlandsveg.

Og þú ert ekkert hlægilegur sjálfur. 

Anna Einarsdóttir, 7.6.2009 kl. 23:59

6 identicon

Ég held það séu mörg brýnni verkefni en stækkun Hvalfjarðarganga sem mætti fara í þessa dagana. Vantar ekki göng t.d. alfarið annars staðar á landinu?  Það er svo hellings margt sem er þarfara en þetta.

Eva (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 00:16

7 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Ingibjörg Friðriksdóttir,

Vil kom með smá ábendingu til þin ég á hvorki tæki en nokkrum bil en framkvæmdir sem þessar skapa tugi starfa sem er svo sárlega þörf fyrir í dag hagsmunir mínir eru mjög miklir af því að farir verði af stað í framkvæmdum og það strax ég er atvinnulaus og hef sótt um alla þá vinnu sem er auglýst og ekkert fengið enn og þess vegna bind ég vonir voð að eitthvað verði framkvæmt . Hvað hvalfjarðargöng varðar þá eru þau komin á tína með að geta ekki fullnægt umferðarþörf . Auðvita má deila um hvort það eigi að taka gjald fyrir að aka í gegn og mín skoðun er já  með því er tryggt að þeim er viðhaldið og alls öryggis gætt það hefur engin talað um að fella niður fargjaldið í HERJÓLF samt telst hann til þjóðvegar eitt . Hvað varðar Göng út á landi þá er ég alfarið hlynntur gjaldtöku það einfaldlega tryggir að allar framkvæmdir er skoðar með hagkvæmni og öryggi það er ennþá árið 2009 verið að hanna og grafa jarðgöng þar sem stærri bílar geta tæplegast mæst . og þar sem Íslendingar hafa svo gaman af því að bera okkur við þjóðir erlendis þá er allar framkvæmdir hugsaðar og að hluta til kostaðar með veggjöldum . 

Jón Rúnar Ipsen, 8.6.2009 kl. 01:11

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Jón Rúnar.

Það væri miklu nær að eyða peningunum í uppbyggingu gróðurhúsa og ræktun lands fyrir matvælaframleiðslu.  Í leiðinni mætti selja garðyrkjubændum raforku á sama verði og álframleiðindur fá það keypt á.  Okkur vantar innlent grænmeti.  Það er dýrt að flytja það inn og þetta er auk þess atvinnuskapandi.

Hvalfjarðargöng er ekki það sem okkur vantar í dag.

Anna Einarsdóttir, 8.6.2009 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 343172

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband