Púst.

 

 

Oftast blogga ég á léttari nótum en stundum þarf að slá á þyngri nótur, þótt ekki sé nema til að halda sér í formi.  Tounge 

Stundum þyrmir yfir mann vegna óréttlætis og spillingar sem virðist meiri en nokkurn óraði fyrir.  
Í rauninni finnst mér alveg borðleggjandi að nokkrir aðilar hafi gerst sekir um landráð.  Ef það, að leggja fjárhag þjóðar sinnar í rúst og eyðileggja orðspor okkar og trúverðugleika, á örskömmum tíma,  kallast ekki landráð.... hvenær á þá orðið landráð við ?  

Ég ætla ekkert að skafa af því og segi að ég fyrirlít þá aðila sem komu þjóðinni í þessa stöðu.

Í mínum huga eru þeir gjörsamlega siðlausir einstaklingar sem eiga og þurfa að bera ábyrgð gjörða sinna og það sem fyrst. 

Ég held að ein af mörgum mistökum fyrrverandi ráðamanna hafi verið þegar einkahlutafélög með mjög takmarkaðri persónulegri ábyrgð voru lögleidd.  Skúrkarnir hlaupa með eignir og skuldir milli fyrirtækja og bera enga persónulega ábyrgð á gjörðum sínum.  Þannig óábyrg hegðun getur ekki leitt til góðs.  Enda hefur það nú rækilega sýnt sig.   Og við lesum um það daglega.  GetLost

Foreldrar mínir kenndu mér í æsku að ég bæri ábyrgð á gjörðum mínum.

Hvurskonar uppeldi fengu sumir embættismenn og útrásar-drullusokkar ?   Maður spyr sig !

.

Þá hef ég pústað aðeins....W00t.... og til að ná niður blóðþrýstingi, vil ég enda pistilinn.... þar sem ég las mönnum pistilinn....... á nokkrum ljúfum myndum.   Smile

 

.

Bæði 

.

Alexandra 

.

Tevez 

.

kúr 

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvort sem að nótur þínar eru sleggnar af léttúð eða af þungri ástríðu þá eru þær nú alltaf stórskemmtilegar..

þó ég sé sjálf næstum hætt að blogga þá læðist ég oft inn á síðu þína mín kæra og les mér til yndis..

Haustkveðja

Björg F (IP-tala skráð) 6.9.2009 kl. 11:50

2 Smámynd: Ragnheiður

Alveg sammála kæra Anna, alveg hverju orði sannara.

Kisurnar eru yndislegar, ég á einn svona orkubolta hér núna.

Ragnheiður , 6.9.2009 kl. 12:14

3 Smámynd: Aprílrós

Aprílrós, 6.9.2009 kl. 15:30

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Bestu kveðjur til þín líka Björg og láttu endilega sjá þig ef þú ert á ferðinni. 

Anna Einarsdóttir, 6.9.2009 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband