Sumt veit ég þó.....

Eitt af því sem ég ekki veit, er af hverju ostur er seldur í mismunandi prósentum.  Sennilega veit ég það ekki af því að ég hef aldrei spurt.  Eða kannski veit ég það ekki af því að ég er ekki menntaður mjólkurfræðingur.  Hvað veit ég ?  Mögulega vita þetta allir nema ég og telst ég þá lítt gáfuð.  Blush     

Nú....fyrst gáfnafar mitt ber á góma hér, er best að árétta að ég veit af hverju áfengi er með mismunandi prósentutölur.  Cool

En best að missa sig ekki í vitleysu ef ósköpin skyldu nú koma í Morgunblaðinu.  Joyful

.

cheesewine 

.

Bloggið fjallar um osta - ekki áfengi.

Einn Gouda ostur er 26%

Sá næsti 17%

Og síðan má kaupa sér Gouda 11%

Hvar endar þetta ?

 

Jú..... það veit ég þó.  Happy

Það liggur alveg beint við að fljótlega verði framleiddur Gouda 0 %.

Og síðan Gouda mínus 7%

 

Frostostur !

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Aprílrós, 10.9.2009 kl. 07:37

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hvað hét osturinn sem var framleiddur einhversstaðar.... .kannski á Húsavík? og var gerviostur? Sérstaklega ætlaður á pizzur ef ég man rétt. Það var af honum pappírskeimur með dassi af plastbragði!

Manstu eftir honum?

Hrönn Sigurðardóttir, 10.9.2009 kl. 07:55

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hrönn... var hann nokkuð íslenskur ?  Innflytjandinn hefur gleymt að tala við þig mín kæra, áður en hann setti auglýsingu á netið; 

Whitehall specialties er brautryðjandi á heimsvísu í framleiðslu á gerviosti. Whitehall leggur metnað sinn í að fara fram úr væntingum neytenda á öllum sviðum og Íslendingar hafa ekki farið varhluta af því. Osturinn hefur fengið frábærar viðtökur hérlendis og hefur fólk sýnt að það kann að meta þessa frábæru viðbót í ostaflóru Íslendinga.

Anna Einarsdóttir, 10.9.2009 kl. 09:15

4 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

"Ostar eru mjög næringarríkir og prótínauðugir. Víðast hvar eru þeir fituflokkaðir eftir fituinnihaldi í þurrefnum og það var gert hér á landi áður fyrr en nú er miðað við ostinn allan og þýðir það að Goudaostur sem áður taldist 45% feitur er nú skráður 26%. Erlendur camembertostur, sem skráður er 45% feitur, er hins vegar aðeins með 20% fituinnihald, sé miðað við ostinn allan, en harður ostur sem skráður er með sama fituinnihald er í raun mun feitari, þar sem þurrefnahlutfallið er hærra. Til eru ostar sem hafa yfir 75% fituinnihald í þurrefnum. Ostur, einkum harður ostur, er kalk- og prótínauðugur og inniheldur m.a. sink. Ferskostar innihalda mun minna af kalki og sinki." Tekið héðan

Mmm...ostur...

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 10.9.2009 kl. 10:11

5 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Prósenturnar mæla fituna í ostinum og ég vil 26%, enda feit og falleg eins og þú veist.

En mér dauðbrá þegar ég las færsluna þína, fannst ekki vera frá þér heldur mér því ég las frostrósir vitlaust, tók út os og setti í staðinn e.

Tek það fram að ég var gleraugnalaust, þannig að ég var fljót að finna ein og sjá að ég hef alveg haft rétt fyrir mér, þú ert mikil sómakona.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 10.9.2009 kl. 10:27

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahahha góð Ingibjörg.

Nei - Anna líklega hefur hann ekki verið íslenskur - en vondur var hann! Jakk 

Hrönn Sigurðardóttir, 10.9.2009 kl. 11:01

7 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Var ekki til gerviostur sem hét Kostur?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 10.9.2009 kl. 14:20

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hann hefði náttúrulega átt að heita Gostur.........

Hrönn Sigurðardóttir, 10.9.2009 kl. 17:51

9 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ok..... 26% ostur er þá feitari en t.d. 17% og 11%

Sem þýðir að nýji osturinn með mínus prósentu.... Frost-ostur... er þvengmjór.

Anna Einarsdóttir, 10.9.2009 kl. 18:21

10 Smámynd: Brattur

En eitt er skrýtið með ostana... mér finnst þessi með götunum miklu bragðbetri en þessi sem er ekki með götum... eru það þá götin sem eru svona góð á bragðið ?

Brattur, 10.9.2009 kl. 18:26

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

áhugavert Brattur..... og ef ostur er með svo miklum götum að hann sést ekki? Er það þá besti osturinn?

Hrönn Sigurðardóttir, 10.9.2009 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 1

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband