Ljós í Kolbeinsstaðahreppi.

 

Klukkan 17.34 vorum við að aka í gegnum Kolbeinsstaðahrepp á Snæfellsnesi, nánar tiltekið við Barnaborgarhraun.

Sjáum við þá stórt ljós upp við fjöllin.  Héldum við fyrst að þetta væri flugvél í aðflugi.  En þegar ljósið fellur til jarðar, áttum við okkur á að eitthvað er undarlegt á seyði.  Við sjáum ljósið í ca. 7 sekúndur á hraðferð niður.  Þegar ljósið er komið mjög nálægt jörðu, að okkur finnst, brennur það upp með eldglæringum.

Stundum hefur maður séð stjörnuhrap en þetta var ekkert líkt því.

Og okkur fannst ljósið vera mjög nálægt okkur, þarna í fjöllunum norðan við veginn.

 


mbl.is Loftsteinn sprakk á austurhimni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Heyrðu!! Ég sá þetta líka. Akkúrat um svipað leyti. Ég var uppi í Hrunamannahreppi og sá grænt blikkandi ljós á hraðferð niður. Þegar það var komið mjög nálægt brann það upp og hvarf.

Ég hef bara einu sinni séð stjörnuhrap. Þetta var ekkert líkt því!

Hrönn Sigurðardóttir, 14.11.2009 kl. 19:28

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Okkur fannst ljósið vera gult þar til eldglæringarnar komu, þá svona grænt/rautt.

Anna Einarsdóttir, 14.11.2009 kl. 19:33

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég held að þetta hafi verið geimverur og ætla sko að læsa útidyrahurðinni í nótt.

Hrönn Sigurðardóttir, 14.11.2009 kl. 20:22

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Kva..... og missa af góðu geimi ?

Anna Einarsdóttir, 14.11.2009 kl. 20:33

5 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég sá ekki neitt, en mikið svakalega ber þessi hreppur fallegt nafn.

Kolbeinsstaðahreppur!  Alveg hreint meiri háttar.  Ef ég væri geimvera þá skyldi ég heimsækja Kolbein.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 14.11.2009 kl. 22:10

6 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Endilega setjið inn athugsemdir hjá Stjörnuskoðunarblogginu, þeir eru að safna upplýsingum um þetta fyrirbæri.

http://stjornuskodun.blog.is/blog/stjornuskodun/ 

Ingibjörg Hinriksdóttir, 15.11.2009 kl. 00:22

7 Smámynd: Ragnheiður

Iss...ég var að horfa á sjónvarpið, með hnakkann í gluggann og sá ekki neitt nema Bridget Jones

Ragnheiður , 15.11.2009 kl. 13:58

8 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

líklega bara loftsteinn, sem er stjörnuhrap ;)

Brjánn Guðjónsson, 15.11.2009 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 343172

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband