30.12.2009 | 13:01
Örþrifaráð gerenda hrunsins.
Mér virðist sem farið sé að hitna undir þeim er áttu hvað mesta sök á efnahagshruni þjóðarinnar enda einungis mánuður þar til skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis á að birtast.
Eins og Björn Valur Gíslason bendir á, á Vísi.is eru bein og sterk tengsl á milli Sjálfstæðisflokksins og Björgólfsfeðganna:
Ég lít á þetta sem pólitíska fléttu af hálfu stjórnarandstæðinga sem hafa greinilega góða tengingu inn í þessa lögfræðistofu og eru að reyna að róta upp í málinu og helst fella og knésetja ríkisstjórnina," segir Björn Valur Gíslason, þingmaður VG og varaformaður fjárlaganefndar, um bréf bresku lögmannsstofunnar Mishcon de Reya sem barst í gær.
Björn Valur fullyrðir að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi verið í sambandi við íslenskan fulltrúa lögmannsstofunnar hér á landi. Fram hafi komið í gögnum stofunnar að sá maður sé Gunnlaugur Erlendsson. Hann var lögmaður Novators í London sem var í eigu Björgólfsfeðga sem áttu Landsbankann og gerðu út Icesave reikninganna. Það er ekki mjög traustvekjandi."
.
.
Við, réttsýnir íslendingar, megum ekki láta blekkjast af pólitísku upphlaupi stjórnarandstöðunnar. Komist Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn, þeir sem "seldu" bankana til þáverandi og núverandi vina sinna, til valda núna, þá þykir mér sýnt að rannsókn á verkum þeirra verði aldrei birt. Og þá munu þeir væntanlega hylma yfir með vinum sínum, útrásarvíkingunum.
.
Það má ekki gerast. Við verðum að uppræta spillinguna. Annars er allt unnið fyrir gýg.
.
Vilja sjá tölvupóstana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:59 | Facebook
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þetta er nú bara fyndið að lesa, sérstaklega þar sem spunakringla ríkisstjórnarinnar býr til fréttir oft á tíðum fyrir 365 miðla.
Carl Jóhann Granz, 30.12.2009 kl. 13:06
Síðan er það nú hreint út sagt fáránlegt að menn skuli reyna að halda því fram að Sjálfstæðis og Framsóknarmenn geti með einhverju móti haft áhrif á, falið eða stoppað þá nauðsynlegu skýrslu sem verið er að vinna að.
Ansi hræddur um að ekki nokkur maður eða flokkur muni reyna nokkuð slíkt þar sem þá fyrst mun þjóðin tapa sér gagnvart Alþingi.
Carl Jóhann Granz, 30.12.2009 kl. 13:08
Það er helv. gott ef ég er orðin fyndin án þess að reyna nokkuð til þess.
Anna Einarsdóttir, 30.12.2009 kl. 13:23
Jú þeir geta og hafa örugglega eitthvað að fela Sjálfstæðismenn og Framsókn. Málið er að þeir hafa ALLIR eitthvað að fela fjórflokkurinn eins og hann leggur sig, rúin trausti þjóðarinnar. Hér þarf meira til að moka út. Burt með alla stjórnsýsluna og byrjum frá grunni. Þetta er allt jafn spillt og rotið því miður.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.12.2009 kl. 13:31
Það velkist varla fyrir nokkrum manni, eða konu, hverjir eru sekir um afglöp, spillingu, einkavinavæðingu eða annan ósóma sem þjóðin þarf nú að súpa seyðið af. Við vitum ÖLL hverjir hrundu skriðunni af stað og það er með engu móti hægt að afsaka þá hegðun! Ég, sjálfstæðismaðurinn, geri mér fullkomlega grein fyrir því. Þessir andskotar, sem tilheyra flokknum sem ég aðhyllist, skitu upp á bak, ældu gullfroðu yfir landslýð, gáfu, stálu og hagræddu sér í hag og ætla nú að höfða til einhverskonar þjóðrækni, til að koma höggi á núverandi stjórn fyrir afglöp sín. Stjórn sem tók við skelfilegu búi, en hefur tekist á einhvern óskiljanlegan hátt að glopra niður meðbyr sínum, með flokksalræði, ógegnsæi og að því er virðist, algerri stólpípu á hugsjónir og loforð, sem þau jú komust á þing fyrir. Má ekki segja að það sé um það bil 1:1 í skömminni, svo við vippum okkur nú í boltann? Makalaus andskoti að fylgjast með beinni útsendingu af þinginu í kvöld. Lúbarðir, heilaþvegnir, óbreyttir þingmenn stjórnarinnar geltu eins og fyrir þá var lagt af forustunni og gerðu sjálfa sig varla meira virði en skít undir skó. Annars allt gott að frétta úr Mosó og bestu kveðjur í Borgarnes.
Halldór Egill Guðnason, 31.12.2009 kl. 00:32
Ég er algjörlega sammála þér Halldór....... að setningunni "Stjórn sem tók við skelfilegu búi"
Staðan í leiknum er 5 : 0 fyrir stjórnarliða rétt eins og fyrir Man. United fyrr í kvöld.
En skemmum ekki góðan vinskap Halldór með pólitísku hjali sem skilar engu öðru en ergelsi sem síðan skilar bara pirringi og leiðindum.
Góðar kveðjur úr Borgarnesinu og kærar þakkir fyrir frumlegt og skemmtilegt jólakort.
Anna Einarsdóttir, 31.12.2009 kl. 00:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.