Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Fóstureyðingar.

 

Nú ætla ég að hætta mér út á hála braut......

.

Það hefur verið töluverð umræða á blogginu um fóstureyðingar og mér sýnist að ansi margir séu hlynntir þeim.  Þó hefur það ekki farið framhjá mörgum að einn aðili er mótfallinn fóstureyðingum,  aðili sem hefur heldur öfgafullar skoðanir á málum, sem veldur því - að mínu mati - að betra er heima setið en af stað farið.

.

Þegar ég gekk með frumburðinn, var mér í tvígang boðið upp á fóstureyðingu þegar ég fór í mæðraskoðun !  Já.... tilboð frá ljósmæðrum til mín sem átti ekki mann á þeim tíma - en var fullfær, frísk kona á besta aldri og hafði alla burði til að sjá um barn.  Ég hafnaði því að sjálfsögðu og á í dag fallegan tvítugan son fyrir vikið.

.

Mín skoðun er í grundvallaratriðum þessi:

Fóstureyðingu á aðeins að leyfa

... ef lífi móður eða heilsu er stefnt í hættu vegna meðgöngunnar.

... ef barn er barnshafandi.

... ef kona er barnshafandi eftir nauðgun.

... varðandi fæðingargalla á börnum, tel ég að meta eigi hvert tilvik...  Þetta finnst mér kannski erfiðast að hafa skoðun á...... og viðurkenni bara vanmátt minn þar. 

.

Ég veit dæmi þess að fóstureyðing hafi verið framkvæmd, vegna þess að hjón töldu sig ekki eiga næga peninga í banka !  Þau bjuggu samt saman og voru í góðri vinnu...  Angry

.

Mér finnst, að ef kona verður óvart barnshafandi og telur sig ekki tilbúna til að ala barnið upp, af einhverjum ástæðum...... þá beri henni samt að ganga með barnið... þetta eru jú ekki nema 9 mánuðir af ævinni..... og síðan getur hún þá gefið barnið fólki, sem langar í barn en getur ekki eignast það.  Það eru því miður margir í þeim sporum.

.

Hvað eru 9 mánuðir af ævinni á móti því að gefa einstaklingi líf ?

.


Ég keypti mér fé.

.

Lamb

.

.

Þetta er annað af tveimur málverkum sem ég hef keypt mér um ævina.

Ég horfi á myndina og........

 

  1. mig skortir aldrei fé.
  2. mér finnst eðlilegt að ég sé stundum kindarleg.
  3. ég er ekki eini sauðurinn á heimilinu.
  4. það er einhver annar en ég hrútleiðinlegur

 

Wink

 


Endurtekið efni.

Þessi færsla var áður birt í mars en þar sem ég á marga nýja bloggvini, ætla ég að endurbirta mesta skandal sem ég hef framið.... vonandi ykkur til ánægju.

.

Nú er komið að því.  Að segja frá því þegar ég varð mér mest til skammar ever !

.

Þannig var að ég var í útskriftarferð á Mallorca með skólanum mínum fyrir örfáum árum síðan.  Nánar tiltekið þegar ég var átján ára gömul.  Við krakkarnir fórum fljótlega að venja komur okkar á ákveðinn matsölustað sem skaraði framúr öðrum að okkar mati hvað matseld snerti.  Nú, þegar við höfðum komið þar,  nokkur kvöld í röð, fengið dýrindis kvöldverð og nokkur eðalvínglös, fannst mér tími til kominn að þakka fyrir mig.  Það vita jú allir, sem mig þekkja að ég er óskaplega vel upp alin.

Ég er mjög fín að bjarga mér á enskri tungu, ekki af því ég sé svo flink, heldur af því ég er svo dugleg að búa til orðin sem ég ekki kann. 

.

Nema þarna kalla ég á þjóninn og segi "Can i see the cock" ? 

Hann horfir á mig stórum augum og spyr "THE COCK" ?!! 

YES !!   Smile  ..... segi ég, afar ánægð með enskukunnáttu þjónsins. 

.

Á þessum tímapunkti hins vegar, gat ég ekki skilið hvers vegna krakkarnir við borðið ekki bara hlógu, þau veinuðu og einn henti sér í gólfið og emjaði úr hlátri.  Ég hef sennilega verið farin að brosa að háttsemi þeirra en vissi þó ekki hvað olli. 

Þjónninn fór þó inn í eldhús og sótti kokkinn og ég þakkaði vel og vandlega fyrir góðan mat. 

Þegar krakkarnir gátu stunið upp orði og orði, 10 mínútum seinna, fékk ég að vita hvað ég var raunverulega að biðja þjóninn að sýna mér. 

Það er of dónalegt til að segja frá því hérna. Wink

.

Og þetta er ekki bull, þetta er dagsatt.  Blush


Hún vill ekki verða fræg fyrir hor og slummur.

 

Nú hef ég aðeins verið að velta vöngum og snýta mér......

.

Ef mig langaði nú að verða vinsæl og fræg fyrir eitthvað annað en hrákagjörninga.... hvað kann ég þá svosem ?  FootinMouth

Kann að hnoða saman vísu jú.... en verð tæplega fræg fyrir það.  GetLost

Hugs hugs........Ellý er fræg fyrir erótískar sögur ! 

.

Kannski gæti ég gefið út phornó-ljóðabók ?  Pouty

.

 


Ég er svo mikil dama.

 

Í gær vaknaði ég lasin. 

Kannski ekki svo mikið að mér annað en hósti, sem engan endi virtist ætla að taka þegar hann á annað borð var byrjaður, og mjög sár.

.

Í einu hóstakastinu fann ég að eitthvað ylvolgt og slímugt kom í munninn á mér.

Ég stökk að bakdyrunum og spýtti slummunni í fögrum boga út á mölina.  Whistling

.

Síðan þetta gerðist er búið að rigna nánast viðstöðulaust... en enn er slumman þarna, hvít og þykk og bara nokkuð fín...... og komin til að vera.

.

Skyldi hún hafa áhrif á fasteignaverð - og þá til hækkunar eða lækkunar ?  FootinMouth


Steinunn !

Í kvöld gerðist þetta....

.

Síminn hringdi.  Ég svara "halló".  Einhver maður spyr um Steinunni.  "Engin Steinunn hér" segi ég og legg á.

Eftir smástund hringir síminn.  Maðurinn aftur:  "Er Steinunn við" ?  "Það býr engin Steinunn hér" segi ég aftur og legg á.

Síminn hringir í þriðja sinn.   "Steinunn" !   Ég er að verða alveg gáttuð á manninum....og segi "Það býr engin Steinunn hérna og þú ert að hringja í þriðja skiptið í vitlaust númer".

Nú líða 5 mínútur.

Síminn hringir.  Maðurinn:  "Steinunn" !  Mér gefst ekki ráðrúm til að svara áður en hann heldur áfram...  "Jæja, loksins hringi ég í rétt númer.  Er ekki í lagi að ég sendi peningana bara á morgun, eftir hádegi" ?

Ég gefst upp og segi  "Jújú, það er bara fínt"  og kveð svo.  Wink

.

Svo vona ég bara að Steinunn fái peningana sína.  LoL

.

.

Viðbót..... síminn hringdi í fimmta skiptið og maðurinn sagði "Steinunn" ?  Frown

Þetta er ekki fyndið lengur.

 

 


Speki.

 

Góður pípulagningamaður er sá sem hugsar eins og ....... kúkur.

 


Sögur úr Ljósheimunum.

 

Það er nú svo, að þegar ég byrja að segja frá einhverju, man ég alltaf meira frá þessum sama tíma.  Eins og þessar upplýsingar séu allar í sama hólfinu í heilanum.  FootinMouth  Hér koma nokkur atvik sem gerðust á þessum unglingsárum, þegar við bjuggum í blokk í Ljósheimunum.

.

Við bjuggum á sjöundu hæð.   Eitt kvöldið vorum við að fara á ball og vorum átta saman.  Okkur datt það "snjallræði" í hug í lyftunni, að fara að hoppa.  Hoppuðum öll saman í takt.  Hlógum auðvitað eins og asnar að eigin hugdettum.  Þegar lyftan opnaðist, var hún komin vel á annan metra niðurfyrir neðstu hæð.   Við þurftum að hjálpast að við að komast uppúr henni.  Grin  Þetta var allavega svakalega fyndið eins og það gerist á þeim tíma.  LoL............ Blush

.

Þegar uppúr lyftunni var komið... fórum við í strætó.  Við vorum í svo miklu stuði að hver einasti farþegi, sem og strætóbílstjórinn, góluðu úr hlátri með okkur, áður en yfir lauk.  Þetta var líka alveg óborganlega fyndið eins og það gerðist á þeim tíma. LoL ..........uhummm Blush

.

Eftir skemmtanir á þessum árum, fengum við okkur alltaf að borða áður en farið var í háttinn.  Það var ósköp misjafnt hvað var til í ísskápnum.  Eina nóttina var hann heldur fátæklegur að sjá.  Þá tók Halldór frændi næstum fullt lýsistöfluglas úr ísskápnum..... og skálaði í botn.  Það var geðveikt fyndið að sjá hann, með munninn fullan af lýsistöflum og ánægjusvip, bryðjandi lýsistöflurnar.... allavega eins og það leit út þá.  LoL ........  ræsk Blush 

.

Einn morguninn fór ég í vinnuna, fremur syfjuð.  Ég ferðaðist með strætó.  Ekki var ég búin að vera lengi í vinnunni, þegar samstarfskona mín fer að flissa.  Hún bendir á fæturna á mér og segir:  "Ertu viss um að þú eigir báða þessa skó" ?  Ég lít niður og bregður heldur.  Ekkert smá vandræðalegt ástand.   Annar skórinn var minn, númer 38  en hinn var af Halldóri frænda, númer 41.  Blush 

Hversu utan við sig getur maður verið ?

.

 


Karlmenn gera ekki þrennt í einu.

.

Á unglingsárunum, leigðum við saman í blokk í Reykjavík;  Halldór frændi, Þorgeir bróðir og ég.

.

Það voru góðir tímar og þeir báðir, frábærir sambýlismenn.  Svo góðir að síðari tíma sambýlismenn hafa bliknað í samanburðinum.

.

Það er vitað mál að karlmenn eiga bara að gera eitt í einu.... og þeir alklárustu geta hugsanlega gert tvennt í einu.... en aldrei þrennt !

.

.

Halldór var að láta renna í bað.  Hann var mjög myndarlegur unglingur og þennan dag var hann að sjóða fisk, kartöflur og hamsatólg.  Meðan hann beið, spilaði hann á gítarinn og söng.......Stairway to heaven". 

.

Að nokkrum tíma liðnum, mundi hann að hann var að láta renna í bað.  Hann stökk á fætur og inn á baðherbergi... en aðeins of seinn.  Vatn flæddi um allt gólfið.  Halldór tók handklæði og fór að vinda upp af gólfinu.  Þetta dundaði hann sér við og var langt kominn.... þegar hann fann lykt.... brunalykt. 

.

Hann stökk fram í eldhús.... en aðeins of seint.  Eldhúsið var að brenna. 

.

Halldór hljóp aftur inn á bað og náði í blauta handklæðið.... hljóp svo aftur inn í eldhús og henti því yfir hamsatólgina.... og slökkti eldinn.

.

.

Það er hægt að gleyma sér yfir  "Stairway to heaven".  Wink


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 342860

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband