Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Lati Geir á lækjarbakka, lá þar til hann dó.

 

Nei nei, ég er ekkert að fara að blogga um lata Geir.... nenni því ekki.  Joyful

.

Hvernig væri nú að hrista hausinn....dusta rykið af heilasellunum... og finna orð sem inniheldur 3 L í röð ?   Það er alveg harðbannað að nota tralllalalallla.  Smile

.

Komaso !!

lll

.

 


Fallegasti staður á jarðríki erlendis ?

 

Hver er fallegasti / athyglisverðasti / skemmtilegasti staður, sem þú hefur komið á erlendis ?

.

Mig langar að finna út hvert ég þarf að fara.  Wink

.

Minn er Chamonix í Suður Frakklandi.... lítill ferðamannabær með stórkostlegu útsýni við rætur Mont Blanc...... hann er sko fallegur og ekkert SMÁ.

.

3%20Jorge%20G%F3mez%20Sirvent%20-Mont%20Blanc%20desde%20Chamonix-%20%202%20PREMIO


Hvaða dýr er þetta ?

.

Þið sem vitið svarið, ekki svara.    

.

Albúm 2150 

.

VÍSBENDING:  Það er hægt að taka dýrið í sundur.  Nú kemur þetta hjá ykkur.  Wink

.

Albúm 2151


Bloggflokkurinn.

 

Bloggritari hefur fengið áskorun um að stofna stjórnmálaflokk bloggara.

.

Bloggflokkurinn heitir hið nýja afl.... sem mun hafa gígantísk áhrif á íslenskt samfélag á komandi mánuðum....  Cool

.

Nú þurfum við að kjósa frambjóðendur og mín tillaga er þessi:

  1. Gillí frænka  (Hún myndi rústa hvorteðer handónýtu heilbrigðis og tryggingakerfi og byggja upp nýtt og flott kerfi.... og svo á ákveðin frænka greiðari aðgang að málum... Blush ) 
  2. Halldór tuðari  (sá kann að tuða svo mikið að allir gefast upp og samþykkja allt sem hann segir) 
  3. Jón Steinar prakkari  (hann getur strítt þingmönnunum og samið þingsályktunartillögur)
  4. Jóna Svanlaug  (hún kemur í veg fyrir spillingu á Alþingi)
  5. Einhver Sjálfstæðismaður....  (þá er einum Sjálfstæðismanninum færra á Íslandi).

.

SAMÞYKKT ?  

Breytingatillaga..... Ingibjörg verður í 5 sæti og Sjálfstæðismanninum verður bolað niður.... hún á að sjá um að frambjóðendur Bloggflokksins skemmti sér konunglega. 

.

Svo þarf að setja upp stefnuna !!

.

Ég verð að heiman í kvöld en geng út frá því að heildstæð stefna liggi fyrir þegar ég kem aftur.  Whistling 

 

 

 


Konan með skærin.

 

Eitthundrað manns gripu í tómt, þegar þeir komu á síðuna mína í dag.  LoL

Kræst hvað mér finnst gaman að stríða.  Joyful

Núna er t.d. komin ný mynd af mér.... og ég sé fyrir mér svipinn á bloggvinum mínum þegar alókunnug svart-hvít stelpa fer að kommenta hjá þeim.  LoL

Ó. Ó. Ó..... mér er illt í maganum af hlátri.  LoL

Blush ....... sorrý..... ætlaði ekki að blogga upphátt um þetta.

.

.

Þið sem söknuðuð mín síðan á fimmtudag.... það er ástæða fyrir því að ég hef ekki bloggað í þessa daga.

Kveikir enginn ?  Síðan á FIMMTUDAG.  Wink 

Jú.... ég er nefnilega konan á bak við borgarstjórnarslitin.... sú sem klippti á samstarfið. 

Hef verið ansi upptekin síðan, við að láta alla segja réttu hlutina og spinna þetta svolítið skemmtilega áfram.

Þvílíkt drama..... og enginn fattar að ég er konan á bakvið atburðarrásina.  Joyful

.

Þarf að semja framhaldið.......... 

 


Ég kann svo marga málshætti.

.

Hver er sinnar gæfu smiður.

Hver er sinnar heppni arkitekt.

Hver er sinnar lukku pípulagningamaður.

Hver er sinnar hamingju skrifstofustjóri.

........................

Enginn er verri þótt hann vökni.

Enginn er verri þótt hann þorni aftur.

........................

Þar skall hurð nærri hælum.

Þar skall hurð á tána.  Pinch

.........................

Að vera með grátstafinn í kverkunum.

Að vera með stafinn A í kverkunum.

Að vera með stafinn B í kverkunum.

.........................

Nú er fokið í flest skjól.

Nú er logn í flestum skjólum.

.......................

Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi.

Oft bullar lítil Anna tóma steypu.  Blush

 

 

 

 


Ýsa skvísa.

 

.

Mér er ekki alls varnað.  Cool

Í síðustu viku hannaði ég fiskrétt .... sem reyndist vera einn sá besti í heimi og þó víðar væri leitað.  Cool

Hér fáið þið uppskriftina, sem er svo auðveld að það er bara sprenghlægilegt..  LoL

.

Frosnir ýsubitar lagðir í eldfast mót

Ora lauk og kryddsósa smurð yfir 

Osti skutlað yfir það

smá salt.

.

recipe67

.

Þegar fjölskyldan mín borðaði þennan rétt, var fátt rætt við matarborðið.  Það heyrðist bara nammi namm, slurp, smjatt, ummmm.  Wink   

 


Já fínt, Já sæll.........

 

Í tónlistarspilaranum er eitt langbesta lag allra tíma; Já fínt, Já sællWhistling

.

Textinn er gargandi snilld ! 

happy


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband