Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
24.4.2007 | 09:01
Skammast´ín Fríða !
Nú varstu óþekk Fríða. Auglýsir mig í heimabyggð ! Hvernig var nú máltækið ? "Enginn verður frægur í garðinum heima hjá sér" Neeee hugs hugs "Það þarf ókunnuga til að sjá hvað þú ert flottur" Neee, ekki heldur. Æi, hjálp ? ... í athugasemdir plís. Ég hef mér afsökun fyrir að muna ekki, var andvaka í nótt - sem er frekar óvanalegt. Ástæða ? Hmmm, nú fer ég endanlega með´ða. Ástæðan voru pólitískar hugsanir. Hefði verið fín afsökun ef ég hefði verið að hugsa um stráka - en pólitík, ég á bágt !
Eitt af því sem ég var að hugsa um var tæknin sem margir sjálfstæðismenn nota í þessari kosningabaráttu. "Tæknin" er skítkast. Orðbragðið sem sjálfstæðismenn viðhafa um Ingibjörgu Sólrúnu, þessa greindu, myndarlegu konu með fallegu skoðanirnar, er með ólíkindum og bannað börnum. Allir 18 ára og yngri hætti að lesa HÉR.
"Hún á að vera svo leiðinleg og kann ekki að reikna þessi kerlingarbeygla".
Þá spyr ég sjálfstæðismenn:
1. Þið unnuð með Halldóri Ásgrímssyni í langan tíma. Það kom víst ekki fyrir mig að heyra hann segja eitthvað skemmtilegt, allan þennan tíma. Hann hlýtur samt að hafa verið mjög skemmtilegur því það er skv. ykkar áróðri nauðsynlegt til að geta stjórnað Íslandi. Endilega kommentið skemmtilegar og hnyttnar sögur frá honum.
2. Það þarf að vera góður í reikningi til að eiga erindi á þing, eðlilega. Er Áddni Jónss mjög sleipur í þeim fræðum ? Var hann kannski búinn að reikna það út að ef hann stæli X upphæð og ynni svo við grjóthögg í dálítinn tíma, gæti hann eftir það, með ykkar hjálp, smellt sér aftur á þing ?
3. Kerlingarbeygla. Ég svara nú bara í sömu mynt; KARLSKARFAR.
Ahhhhhhh..... nú líður mér betur og get væntanlega sofið eins og ungabarn í nótt.
Spil og leikir | Breytt 25.4.2007 kl. 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.4.2007 | 11:20
Kaup kaups.
*****************************************************************
Á árunum áður stundaði ég um tíma hestakaup af miklum móð. Það kom auðvitað ekki til af góðu. Í eigu minni var ein bykkja sem ég vildi ekki eiga svo ég skipti við hvern sem áhuga hafði og fékk í staðinn oftast aðra bykkju, ennþá verri. Í viðleitni minni til að eignast gæðing, var einskis látið ófreistað. Ég var til að mynda stödd á landsmótinu á Melgerðismelum fyrir hálfum öðrum áratug og þegar kvöldvakan var búin, tölti ég upp á hól og sigtaði út væntanlegt fórnarlamb. Valið var frekar auðvelt; maður með hatt með fjöður út í loftið. Ég stökk á kauða og sönglaði "heeeestakaup" ? Hann horfði á mig lengi - og sagði mér síðar að hann hefði verið að íhuga hvort ég væri klikkuð eða ekki - og síðan handsalaði hann brosandi kaupin. Þá gátum við sest saman á hólinn, ég og maðurinn með hattinn með fjöðrina í hattinum, og útlistað hvernig hest hitt hefði rétt í þessu verið að græða. Síðan enduðu herlegheitin á hestakaupadansi - en það var fyrirbæri sem kall fann upp á staðnum og ég tel að sé ekki tíðkaður almennt á Íslandi. Nú bar svo við um þessar mundir að ég fékk ekki bykkju, og hann reyndar ekki heldur. Ég fékk ótamda meri sem síðar varð tamin ágætis meri.
Ég og þessi maður með hattinn með fjöðrina, höfum síðan þetta gerðist átt mikil og merk viðskipti. Af honum hef ég keypt folald sem drapst í skurði - eftir að ég eignaðist það. Ég tamdi fyrir hann einn vitleysing, hestinn Víglund. Líkir sækja líkan heim og okkur Víglundi samdi bara vel. Við vitleysingarnir smölum Kolbeinsdal á hverju ári fyrir Laufskálarétt en ég hef lífstíðarafnot af honum Víglundi mínum í þeirri smölun. Nú síðast en ekki síst, lét ég hann fá móðursystur mína uppí gistingu í hitteðfyrra. Hef heyrt að sumir láti hænur sem skiptimynt í hestakaupum en ég er nú dannaðri en svo. Í fyrra hafði ég gott samningsforskot á manninn með hattinn með fjöðrina út í loftið, vegna móðursystur minnar sem ég færði honum árið áður.
Núna á ég mertryppi í Skagafirðinum sem heitir Hrafnhildur, í höfuðið á móðursystur minni.
Í gær uppgötvaði ég alveg nýja íþrótt; buxnakaup ! Við fórum í Reykjavíkina, dætur mínar og ég. Það fór svo að eldri dóttir mín keypti sér gallabuxur og það gerði ég líka. Þegar heim var komið, mátaði hún buxurnar mínar og fannst þær ferlega góðar. Bauð hún mér þá buxnakaup á staðnum; hún myndi eiga mínar nýju gallabuxur en ég fengi í staðinn buxurnar sem ég stal úr skápnum hennar um daginn. "Ónó dóttir góð..... þær eru gamlar en samþykkt ef ég fæ líka þessar" sagði ég og benti á gallabuxurnar sem ég stóð í og voru einmitt í hennar eigu. "Díll" sagði hún og brosti breitt. Klukkutíma seinna tilkynnti hún mér glottandi að það væri stærðarinnar gat í klofinu á öðrum buxunum sem hún var nýbúin að láta mig fá.
Hún er móðurbetrungur stelpan.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.4.2007 | 10:46
Pabbi minn.
Faðir minn heitinn var mjög sérstakur maður. Hann var bifvélavirki á landsbyggðinni. Hann var líka hljómsveitargæi, alkahólisti, húmoristi og um tíma geðsjúkur, hann var uppfinningamaður og hann var duglegur. Ekki var hann gráðugur á fé og það sýndi hann í verki. Pabbi minn rukkaði menn aldrei óhóflega og ef hann vissi af fátækt, þá gaf hann vinnuna sína. Ég gleymi ekki þegar hann einu sinni fyllti poka af karamellum til að gefa barnmargri fjölskyldu á næsta bæ en ég, dóttir hans, fékk ekki eina. Bara þetta litla atvik kenndi mér samt að stundum á maður að fórna einhverju til að gleðja aðra. Það uppeldi sem ég fékk er svo fjarri íslenskum raunveruleika í dag - þar sem alltof margir keppast við að maka krókinn, græða sem mest....... og skipta sér ekkert af gamla manninum í næsta húsi sem á í basli með að láta enda ná saman. Og gamli maðurinn er líka bráðum að fara að búa með öðrum manni sem hann þekkir ekki neitt.... þ.e. þegar röðin kemur að honum. Hann er númer 352 á biðlista. Þessi gamli maður á mikinn þátt í hagsæld okkar í dag en hvaaa....... eins og okkur sé ekki sama.
Okkur á ekki að vera sama. Nú eru þeir ríku orðnir ríkir á Íslandi og það er bara fínt. Núna skulum við búa til Ísland sem er gott fyrir alla. Líka þennan gamla vin minn.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.4.2007 | 00:42
Prísinn ??
Ég er dáldið að spekúlera í einu máli sem Sjálfstæðisflokkurinn þrusaði í gegn á dögunum; lögleiðingu vændis.
Er maður ekki dáldið cheap að gera´ða frítt núna ? Og ef maður vill nú vera grand áðí, hvað skyldi þá vera gangverð á fjörutíuogþriggja ára pæju ? Ég hef ekki fyrir mitt litla líf þorað að spyrja því þá yrði ég ákærð fyrir ólöglegt samráð. Er eðlilegt að miða verðlag við bíla..... og þá er ég gjörsamlega verðlaus og mætti teljast heppin að fá fimmtánþúsundkallinn fyrir úreldingu eða ætti maður að verðleggja sig eins og 43 ára gamalt whisky en þá hafa satt að segja ekki margir efni á mér. Ég fæ hausverk af því að hugsa um þetta. Og þar sem ég er með hausverk, er ég með bestu afsökun í heimi til að fara bara að sofa
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 01:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.4.2007 | 14:37
Njótið sumarsins.
Í gær heyrði ég um ljóskuna sem fór til læknisins;
Hún; Læknir, hvar er hjartað í mér ?
Hann; Það er svona tveimur sentimetrum fyrir neðan brjóstið á þér.
Ljóskan fór heim og skaut sig í hnéð.
17.4.2007 | 22:52
Ekki gott.
Ég held að það sé vond lykt af mér.
Fyrir mörgum árum fannst mér allar konur vera í saumaklúbb nema ég og engin bauð mér að vera með. Þá tók ég mig til - skrýtið orðalag því ég var ekkert í rusli - og stofnaði minn eigin saumaklúbb. Við byrjuðum sex saman. Ekki leið á löngu þar til ein flutti og þá var önnur tekin inn í staðinn. Þá flutti önnur og svo enn ein. Ég hafði ekki undan að taka inn nýjar fyrir þessar sem fluttu. Á endanum vorum við orðnar tvær eftir, bara vesæll saumadúett. Þá hættum við.
Stundum hefur vinkona mín beðið mig að taka frá fyrir sig sæti á körfuboltaleik. Það reynist mér afar auðvelt. Yfirleitt sest ekki nokkur maður á allan bekkinn sem ég hef tyllt mér á.
Á fundum er algjör hending ef einhver situr við hliðina á mér.
Nú er kominn almennur flótti í bloggvinkonur mínar. Ein er hætt, önnur í pásu og sú þriðja tók sér hlé.
Og ekki er allt talið upp enn. Hesturinn minn fælist í hvert skipti sem ég sest á bak.
Ég held að það sé forvond lykt af mér.
17.4.2007 | 13:59
Fyrst með fréttirnar
Nú um hádegisbil kviknaði í splunkunýrri flotbryggju í Borgarnesi. Eldurinn barst í bryggjuna þegar verið var að logsjóða nálægt henni. Slökkvilið, tækjabíll og lögregla komu á staðinn, ásamt fulltrúa tryggingafélagsins. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins en bryggjan mun vera gjörónýt.
Nánar verður fjallað um þetta í kvöldfréttum. (ég fréttaþulan (á ekki annars að brosa svona ?)).
16.4.2007 | 17:19
efnileg daman.
nú er það aftur bara vinstri og litlir stafir. doktorinn sagði að ég væri óþekk að hvíla ekki hendina og setti mig í gips. hef ekki verið svona óþekk síðan ég var tekin með tyggjó á strákaganginum í den, tvöfalt agabrot og mikil skömm sem ég er ennþá að reyna að vinna úr.
við eldri dóttir mín vorum að spjalla áðan og hún sagðist vera farin að borða róstabív samloku og að hún fengi stundum tillöngun í eitthvað nýtt. þetta fannst mér dáldið skemmtilegt. eða eins og sigga beinteins myndi segja: hún tekur orðin og gerir þau að sínum. Það er sjálfgefið að hún er efniviður til setu í nýyrðanefnd stelpan.
16.4.2007 | 12:33
Draumur og veruleiki.
Það eru tvö mál á dagskrá í dag.
Í fyrsta lagi: Mig dreymdi í nótt að ég var stödd í USA og hitti þar fyrir tilviljun heilan hóp af Staðsveitungum -sem nýlega voru þar á ferð í alvörunni - þótt ég hafi ekki hitt þau fyrr en núna - eftir að þau eru komin heim. Ég varð voða glöð og sagði "Nei góðan daginn" Ekki einn einasti svaraði kveðju minni. Fararstjórinn, útlendingur muldraði þó kveðju. Ekki veit ég hvort þessi draumur táknar eitthvað merkilegt, nema kannski að ég sé sérlega leiðinleg, en kalla eftir ráðningum. En mér finnst að þeir Staðsveitungar sem hugsanlega kynnu að lesa þetta, megi sjá sóma sinn í því að biðja mig opinberlega afsökunar á dónaskapnum.
Í annan stað: Það fór auðvitað svo að stelpan gerði sér glaðan dag í Reykjavíkurhreppi, fyrst hún á annað borð var komin á staðinn. Kíkti á Grand hotel - aþþí maður er svo grand áðí. Nú vill svo óheppilega til að uppáhalds-skemmtistaða-drykkurinn minn, fyrir utan einn ískaldan, heitir Fullnæging. Þetta er snafs gerður úr Bailys og Mintulíkjör,, obboslega gott. Þegar ég kom á barinn og ætlaði að fá mér einn slíkan vildi nú ekki betur til en svo að maðurinn sem afgreiddi mig talaði ensku. Alltaf lendi ég í einhverju svona. Ég hikaði og vissi ekki alveg hvað til bragðs skyldi taka en lét svo vaða....... "can i have an orgaism, please" ? *þögn* Ég roðna dálítið. Annaðhvort skildi maðurinn mig ekki eða vildi ekki skilja mig. Ég þori ekki að endurtaka pöntunina en gefst ekki svo auðveldlega upp. Lét hann því sækja Bailysflöskuna og mintulíkjörinn og snafsglas. Svo blandaði ég bara sjálf. Hvað mynduð þið kalla þann drykk ? Hmmmmmm.... ég ætla ekki að segja ykkur hvað mér datt í hug af því þessi síða er opin almenningi.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.4.2007 | 20:31
X-S
Frábær landsfundur Samfylkingarinnar að baki og við ÆTLUM að skipta um ríkisstjórn.
Ég tók inn síðustu bláu og hvítu töfluna mína í dag. Þessar sem áttu að leiðbeina sininni í hendinni minni aftur á sinn stað eftir ólöglega parkeringu en sinin er þrjósk og vill sig hvergi hreyfa enda alltaf gaman að kanna nýjar slóðir. Hún neitar því að fara aftur í gamla slíðrið sitt. Um það leyti sem ég kyngi, verður mér litið á pakkann og sé þá að á honum stendur: "Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá". Ó ó ó.... ég var búin að sýna systurdóttur minni pakkann, hvað hafði ég eiginlega gert ? Sennilega öruggast að bruna með stelpuna á bráðamóttökuna og segja þeim að hún hefði séð lyfjapakkann minn. Lyfjapakkinn er hálfur gulur og hálfur grænn, ógurlega ljótur. Örugglega mjög hættulegt fyrir ung augu. Núna skammast ég mín bara helling. Hvað annað get ég gert ?
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði