Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Vink vink.

Fram fram Samfylking, forðum okkur hættu frá, því Geiri og Grani vilja öllu ná. Whistling

Núna ætlar stelpan á Landsþing Samfylkingarinnar.  Ekkert bull í gangi þessa helgi, enda á þeirri skoðun að stundum sé nóg nóg. 

Eigið yndislegt líf um helgina Wink

 


Boðflenna.

Stundum undra ég mig á því, í lýðræðisþjóðfélagi, hvað fólk fær misjafna meðhöndlun.  Tek sem dæmi að fyrir mörgum árum fletti ég sjálfri mér upp í símaskrá á netinu.  Hef sennilega verið að kanna hvaða titil ég bar. Wink  Upp á skjáinn komu þáverandi eiginmaður minn, einhver kona og ég.  HA !  Vorum við orðin þrjú og ég hafði ekki tekið eftir því ?  Aha, viðhaldið orðið dáldið kræft fannst mér. W00t  Einhverra hluta vegna hafði ég ekki húmor fyrir þessu svo ég hringdi í Símann og tilkynnti þeim að þessi kona byggi ekki með mér.  Maðurinn í símanum sagðist ekkert geta gert að því.  Fólk mætti bara skrá sig þar sem það vildi. 

Ég var sem betur fer fljót að hugsa á þessum árum og sagði við hann.  "Já er það ?  Þá ætla ég að biðja þig að skrá mig til heimilis að Bessastöðum." Grin 

Maðurinn breytti reglum símafyrirtækisins á nóinu og flutti aukakonuna af heimilinu. 

 

 


Smá klúður í viðbót.

Þegar ég var fyrst á gelgjuskeiðinu (er það ennþá) komst ég í málningardót móður minnar.  Þar var margt forvitnilegra hluta.  Þarna ákvað ég að mála mig og prófa að verða "kona". Wink   Gaf mér langan tíma og vandaði mig rosalega.  Nú, svo leit ég í spegil og úps !  Það var ekki allt í andlitinu á mér sem þar átti að vera. Pinch   Ég gekk til mömmu en þegar hún leit á mig fékk hún krampakast.  Held ég hafi ekki séð hana hlægja svona mikið nokkurn tíma nema helst í eina skiptið sem hún var drukkin að mér ásjáandi en þá flissaði hún viðstöðulaust allt kvöldið.  Málið var að ég var varalaus Blush .  Notaði bóluhyljara sem varalit og útkoman var stelpa með augu og nef en ekkert þar fyrir neðan.  Eftir þetta gerðist ég strákastelpa.  Málaði mig næst þegar ég var 24 ára en hef ekki fengist til að nota varalit síðan. 

Leiðbeiningar hvað ?

Vinkona mín var í heimsókn.  Hún spurði hvort ég hefði ekki lesið leiðbeiningarnar á bláu og hvítu töflunum mínum.  Nei !  Til hvers?  Held ég kunni allt sko.  Stundum kann ég samt ekki aaalveg allt.  Þegar ég fór á kosningavöku við síðustu bæjarstjórnarkosningar, langaði mig aðeins að punta mig.  Ég keypti mér brúnkuklút.  Svo var planið að fara í bað, bera á sig brúnkuna og mála sig smá og vera sætust. Wink  Eftir baðið tók ég klútinn úr bréfinu og bar á mig mjög vandlega en merkilegt nokk, ekkert gerðist.  Fór þá aðra umferð, aðeins fastari strokur en allt kom fyrir ekki. Woundering  Hmmmm..... jæja, lét mig þá hafa það að lesa miðann:  Berist á jafnt og þétt.  Virkar eftir 4 tíma. Gasp 

Klukkutíma seinna mætti ég í partýið snjóhvít en yfirgaf samkvæmið brún eins og indíáni. InLove    Vil ekki vita hvað fólkið hugsaði.


Bara spyr.

Er einhver að dáðst að því hvað ég er orðin flink með vinstri ?? Tounge


Hollt fyrir sálina.

Ég hef lært... að besta kennslustofa í heimi er við fótskör eldra fólks.
Ég hef lært... að þegar þú ert ástfanginn, þá sést það.
Ég hef lært... að ef einhver segir við mig: „þú hefur bjargað deginum“, þá bjargar það mínum degi.
Ég hef lært... að barn sem sofnar í faðmi þér er en friðsælasta tilfinning í heimi.
Ég hef lært... að það að vera réttsýnn er mikilvægara en að hafa rétt fyrir sér.
Ég hef lært... að þú skalt aldrei segja nei takk við gjöf frá barni.
Ég hef lært... að ég get alltaf beðið fyrir þeim sem ég hef ekki mátt til að aðstoða á annan hátt.
Ég hef lært... að það er alveg sama hversu alvarlegt líf þitt er, allir þurfa að eiga vin sem þeir geta hagað sér asnalega með.  (ójá!!!)
Ég hef lært... að stundum er hönd til að halda í og hjarta sem skilur allt sem maður þarf. Ég hef lært... að stuttur göngutúr með föður mínum í sveitinni á sumarkveldi þegar ég var barn gerði kraftaverk fyrir mig þegar ég var fullorðinn.
Ég hef lært... að lífið er eins og klósettpappír, þeim mun nær sem dregur að endanum, þeim mun hraðar fer lífið.
Ég hef lært... að við eigum að vera glöð að Guð gaf okkur ekki allt sem við báðum um.
Ég hef lært... að peningar kaupa ekki tíguleika.
Ég hef lært... að það eru þessir litlu daglegu hlutir sem gera lífið sérstakt.
Ég hef lært... að undir hörðum skráp hvers og eins er manneskja sem þráir að vera metin að verðleikum og elskuð.
Ég hef lært... að Guð gerði ekki allt á einum degi. Hvað fær mig til að halda að ég geti það?
Ég hef lært... að það að horfa framhjá staðreyndum, breytir þeim ekki.
Ég hef lært... að þegar þú ætlar að jafna um við einhvern, ertu aðeins að leyfa honum að halda áfram særa þig.
Ég hef lært... að ást, ekki tími, læknar öll sár.
Ég hef lært... að auðveldasta leiðin fyrir mig til að vaxa sem persóna er að umlykja mig með fólki sem er gáfaðra en ég.
Ég hef lært... að allir sem þú hittir verðskulda að vera heilsað með brosi.
Ég hef lært... að ekkert er ljúfara en að sofa hjá barni þínu og finna andardrátt þess við kinnina.
Ég hef lært... að enginn er fullkominn, fyrr en þú verður ástfanginn af honum/henni.
Ég hef lært... að lífið er hart, en ég er harðari.
Ég hef lært... að tækifæri glatast aldrei, einhver mun grípa þau sem þú misstir af.
Ég hef lært... að þegar þú uppskerð biturð, mun hamingjan banka annars staðar.
Ég hef lært... að ég óska þess að ég hefði sagt pabba mínum að ég elskaði hann, áður en hann dó.
Ég hef lært... að maður á að hafa orð sín bæði mjúk og kær því á morgun gæti maður þurft að eta þau ofaní sig.
Ég hef lært... að bros er ódýrasta leiðin til að bæta útlit sitt. 
Ég læri seinna... að þegar nýfætt barnabarn heldur um fingur þinn, þá ert þú fastur á þeim öngli fyrir lífstíð.
Ég hef lært... að allir vilja lifa á toppi fjallsins, en öll hamingja og velferð skapast á meðan þú ert að klífa það.
Ég hef lært... að það er best að gefa góð ráð við aðeins tvær kringumstæður, þegar þeirra er óskað og þegar aðstæður eru lífshættulegar.
Ég hef lært... að ég get ekki valið hvernig mér líður, en ég get valið hvað ég geri í því.


ólögleg parkering.

ég biðst nú bara afsökunar á skriftinni og skorti á stórum stöfum en þetta er skrifað með vinstri hendi eingöngu.  það kemur til vegna þess að sú hægri er í fríi skv. læknisráði.  þegar ég fúavarði 240 metra af þakkanti fyrir nokkrum dögum, komst sinin mín í þvílíkt stuð að hún hoppaði uppúr stæðinu sínu og parkeraði annars staðar.  síðan hefur brakað í hendinni minni eins og í gamalli hlöðu.  það var eiginlega hálfasnalegt að heilsa lækninum í morgun..... íííaaa íííaaa *brak* og hann greindi vandann á ganginum og allir litu upp við hávaðann.  svo kallaði hann á annan lækni og bað þann að heilsa mér og svo næstum því flissuðu þeir yfir marrinu.  ekki halda samt að þetta sé eitthvað hlægilegt því mér er ógurlega illt ef ég svo mikið sem hreyfi litla putta Frown.  en..... mér á víst að batna á svona þremur dögum með inntöku blárra og hvítra taflna.  og ég er þakklát fyrir að vera ekki drottning núna því ég myndi ekki meika allt vinkið og veifið sem fylgir svoleiðis djobbi.       

Pétur kaddlinn.

 

Í árdaga bloggsins míns, fyrir tæpum mánuði, rifjaði ég lauslega upp orð Péturs Blöndal en hann mælti svo í útvarpi á síðasta ári:  "Það er ekki hægt að lækka virðisaukaskatt á matvæli því það myndi auka svo á offituvanda þjóðarinnar".  Nú hinir sjálfstæðis-kaddlarnir hlustuðu ekkert á þessi góðu ráð Péturs og nú er allt að fitna nema peningabuddan mín.  Dúa bloggvinkona t.d., hún er núna bara flott að framan og aftan en ekki allan hringinn.  Ömmuhundurinn minn hefur svo greinilega bætt á sig.

Sjáiði hlussuna Pinch 

 Aa001

En eitt er mjög dularfullt.  Ég er ennþá ekki farin að fitna og það er kominn apríl. GetLost

Mér finnst þetta ekkert sniðugt.  Það er aðeins hægt að lesa eitt út úr þessum niðurstöðum.  Verslanir í Borgarnesi hafa ekki lækkað verðin eins og þeim bar.  Skammisti ykkar bara búðir ! 

Ef ég verð ekki farin að fitna um nokkur kíló í maí, hringi ég í Samkeppnisstofnun. 


Surprice !

Nei góðan daginn.  Nú geng ég út frá því að málshátturinn í gær hafi aðeins gilt í einn dag og því sé mér frjálst að tjá mig á útopnu án þess að vera stimpluð heimsk..... ótrúlegt hvað ég er stundum bjartsýn. Grin

Um daginn sat ég á hárgreiðslustofu og las brandara meðan ég beið.  Mér finnast reyndar þessir blaða-brandarar oftast heldur þunnir en einn var þó svo góður að mínu mati að ég hló eins og hálfviti, alein úti í horni.  Hann var eitthvað á þessa leið:

Kona nokkur var nýbúin að eignast kærasta.  Hún vildi gera allt til að ganga í augun á gæjanum og hætti því alveg að borða bakaðar baunir, sem hún hafði alla tíð verið mjög veik fyrir.  Allt gekk fínt hjá þeim og dag einn er hún gekk niður aðalgötuna fann hún kunnuglega lykt.  Bakaðar baunir.  Hún hugsaði með sér að það hlyti að vera í lagi að gera eina undantekningu, tölti sér inn á veitingastaðinn og borðaði þrjá skammta af baunum.  Síðar þennan sama dag átti hún stefnumót við kærastann.  Hún gekk heim til hans og leysti dálítinn vind á leiðinni.  Áleit svo að hún væri orðin nokkurn veginn í lagi þegar hún hringdi dyrabjöllunni.  Hann kom til dyra, brosti ofurhuggulega og sagði henni að hennar biði dálítið óvænt, batt svo fyrir augun á henni og leiddi inn í borðstofu.  Þá hringdi síminn í næsta herbergi.  Hann bað hana aðeins að hinkra og svo heyrir hún í fjarska þegar hann talar í símann.  Hún ákveður að nota tækifærið og losa aðeins meira.  Lyftir annarri rasskinninni og lætur vaða.  Óskapleg fýla gýs upp en dömunni létti við þetta.  Hún ákveður að klára málið..... rekur við svo mikið að það virðist engan endi ætla að taka og veifar svo klút til að reyna að dreifa ólyktinni áður en hennar heittelskaði kemur til baka.  Þegar hann svo lýkur samtalinu nokkrum mínútum seinna og kemur til hennar, brosir hún sínu blíðasta og hann losar klútinn frá augum hennar.

Það sem við henni blasti voru tólf manns sem setið höfðu alveg þöglir við borðstofuborðið.  Nýja tengdafjölskyldan. Gasp 

 


Silence is golden....

 

Málshátturinn minn:

Þögn er visku tákn

en mælgi heimsku mark. 

Ég þekki einn mann sem segir nánast aldrei orð.  Hann er mjöööög gáfaður.  Hann talar ekki einu sinni af sér þegar hann er fullur..... maður sér það bara vegna þess að þá brosir hann aðeins meira. Smile

Og segi ekki orð meira í dag.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband