Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
31.5.2007 | 20:41
Gengin út.
Hestarnir mínir eru langflottustu hestar á Íslandi. Annar jarpkoníaks skjóttur á lit, stór og myndarlegur en hinn móálóttur litföróttur, faxprúður. Þeir eru báðir dálítið kenjóttir. Ekki hrekkjóttir heldur óþekkir. Ég hef áður deilt því með ykkur þegar þeir fóru í skítakeppni á fóðurganginum. Laumuðust út í skjóli nætur og rústuðu hesthúsinu bara sisona.
Hestarnir eiga að vera í haganum núna en það er ekki eins auðvelt og það hljómar - ekki þegar um mína hesta er að ræða. Annar hefur víst ítrekað komist í kast við lögin undanfarna daga með þjóðvegarápi. Það var þó búið að hemja hann og undi hann hag sínum ágætlega í haganum í dag. Hinn slapp undan réttvísinni en hefur sennilega fengið slæma samvisku einhvers staðar á flóttanum því hann var á leið í kirkju þegar til hans spurðist. Góður maður stoppaði hann af við kirkjusóknina, stakk honum í girðingu og hringdi í mig. Ég fór eftir vinnu, mýldi klárinn og gekk af stað. Þurfti að teyma hann tæplega 5 kílómetra. Svo sleppti ég honum í hagann, skipaði honum að haga sér almennilega og lagði af stað heim á leið.
Ekki hvarflaði að mér annað en að fyrsti bíll myndi stoppa og bjóða mér far, svona sætri stelpu eins og mér. Fyrst þurfti ég að vísu að koma mér niður á þjóðveg, drjúgan spöl. Það hafðist og svo kom bíll.....og fór framhjá. Og annar..... sem ekki stoppaði.
HALLÓ ! Hvað varð um ungmennafélagsandann ? Ég gekk ALLA leiðina til baka. Er þá búin að ganga 9-10 kílómetra í dag.... í hestaskóm á malbiki. Súpervúman.
Spil og leikir | Breytt 1.6.2007 kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.5.2007 | 10:27
Gömul sannindi og ný.....
Þið hafið öll heyrt máltækið......
Af bullinu braggast bjálfinn best.
Ég skil bara ekki fólk sem bullar út í eitt.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
30.5.2007 | 19:40
Æskuárin.
Þegar ég var lítil stelpa var ég sérstaklega heppin með leikfélaga. Tveir strákar sem fluttu í næsta hús við mig þegar ég var 6-7 ára. Það var eftirminnilegt þegar sá eldri kom í heimsókn í fyrsta skiptið. Hann bankaði og bankaði en án árangurs. Loks gekk hann burt - án efa vonsvikinn yfir því að enginn var heima. Við vorum samt heima. Hann gerði bara smá mistök strákurinn. Hann áttaði sig ekki á því að neðst á hurðinni var gat..... sem hænurnar notuðu iðulega til að fara út um. Hænsnakofahurðin hefur bara litið nokkuð vel út í þá daga.
Hann fann svo innganginn að íbúðinni nokkru seinna.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 19:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.5.2007 | 13:46
Dóttir mín kom með þetta úr skólanum.
- Allir krakkarnir horfðu á kirkjuna brenna nema Hermann - það var verið að ferm'ann.
- Allir strákarnir sváfu vel í tjaldinu fyrir utan Skúla - hann var notaður sem súla.
- Allir strákarnir voru með á körfuboltamyndinni nema Bergur - hann var dvergur.
- Allar stelpurnar voru með brjóst nema Lena - hún var með spena.
- Allir krakkarnir komu með Svala í skólann nema Þór - hann kom með bjór.
- Allir krakkarnir léku saman í handbolta nema Gvendur - hann hafði engar hendur.
- Allir voru viðstaddir fæðinguna nema Víðir - hann var með hríðir.
- Allir krakkarnir komu uppúr sjónum þegar hákarlinn kom nema Linda - hún var ennþá að synda.
- Allir strákarnir áttu kærustur nema Stjáni - hann fékk þær að láni.
- Allir krakkarnir voru hreinir nema Dóra - Nei, þetta er nú of mikið
- Allir krakkarnir voru að leika sé með ostaskerann fyrir utan Eið - hann kom út sneið fyrir sneið.
- Allir krakkarnir voru í lúdó nema Ingó - hann var í bingó.
- Allir strákarnir voru að dansa við stelpurnar nema Ágúst - hann var að dansa við strákúst.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 13:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.5.2007 | 08:36
Kona spyr sig.
Hvað þýðir:
"að fara á Stúfana" ?
29.5.2007 | 07:45
Gera bull dagsins að upphafssíðu.
Það eru endalaust margar ástæður til að gera bull dagsins að upphafssíðu.
Hér verður aðeins stiklað á stóru og teknar skoðanir örfárra;
Kári Stefánsson: "Ja, stelpan er náttúrulega fyrirbrigði".
Jóna Jóns: "Ég bý á Elliheimilinu Grund og mér leiðist alveg óskaplega".
Brattur: "Hún er snillingur í Atómljóðum þessi Anna, það er ekki nokkur vafi".
Lína Langsokkur: "Af því að ég á flottari sokka en hún".
Hrólfur Guðmundsson: "Þessi helv. kjelling hrósaði mér svo mikið, líka þegar ég fór á barinn".
P... vill ekki láta nafns síns getið: "Af því að ég er skotinn í henni".
Ljóskan: "Mér finnst hún vitlausari en við Klapp klapp klapp
".
Rósmundur Sólmundsson. "Tja, sama er mér sko. Ég á enga tölvu".
Þarf frekari vitnanna við ?
Yfir 100 manns komu af ýmsum annarlegum hvötum á síðuna í gær.
Ég vitna í stórsnillinginn og eðaltöffarann Svamp Sveinsson, Kjánar !
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 07:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.5.2007 | 22:43
Fló á skinni.
Sást þú uppfærsluna á "Fló á skinni" hérna um árið ?
Jahá ! Nú komst upp um þig.
Flóin sést nefnilega ekki og hvað stendur þá eftir ?
Ekkert nema bert skinnið.
Svona ertu þá.
28.5.2007 | 20:51
Atómljóð frá hjartanu.
Mig dreymir stundum.
Dreymir að ég fái að heyra hrotur.
Hrotur manns en ekki hunds.
En hundurinn hrýtur endalaust
og þegar ég lít í spegil á morgnana
sé ég................
Bara svo það sé á kristaltæru, þá er ég ekkert klikkaðri í dag en í gær. Var að æfa innsetningu á mynd án þess að hún næði útfyrir skjáinn og tók líka æfingu í "ekki rími" í leiðinni. Alltaf að æfa sig, annars verður maður aldrei góður.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2007 | 17:53
Hefðu nú getað rannsakað Barcelonagæjann fyrst.
Ja, ekki er ég vitlausust í heimi hér. Þetta er u.þ.b. það asnalegasta sem ég hef heyrt.
![]() |
Pólsk yfirvöld rannsaka hvort Stubbarnir séu samkynhneigðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.5.2007 | 12:36
Ævintýri í Barcelona.
Árið 2005 fór ég til Barcelona.
Við systir mín lágum á ströndinni og sóluðum okkur.
Þá sá ég ofsalega fallegan mann.
Ég sötraði bjórinn og naut þess að horfa á hann.
Eftir smástund náði ég augnsambandi.
Hann brosti.
Ég sem kann ekki að reyna við menn nema á dansgólfi, var að stíga ný skref í tilverunni.
Nokkur ótvíræð bros og blik í augum.
Ég stóð upp og gekk til hans, klædd engu nema bikiní.
Heilsaði og við tókum tal.
Þetta gekk of vel.
Langt skemmtilegt spjall,
spennandi daður.
Hann var frá Nýja Sjálandi.
Skiptumst á símanúmerum.
Þetta var nánast fullkomið
þangað til.......
kærastinn hans kom.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Brattur
-
Ragnheiður
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Hugarfluga
-
Halldór Egill Guðnason
-
Sæmundur Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Gulli litli
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Marinó G. Njálsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
Þorsteinn Sverrisson
-
Árni Gunnarsson
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Finnur Bárðarson
-
Bjarni Harðarson
-
Ingibjörg Hinriksdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Guðni Már Henningsson
-
Íris Guðmundsdóttir
-
Edda Agnarsdóttir
-
Rannveig Guðmundsdóttir
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Erna Bjarnadóttir
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
-
Haraldur Sigurðsson
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Daði Ingólfsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Egill Bjarnason
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Kát Svínleifs
-
Einar Indriðason
-
arnar valgeirsson
-
Kama Sutra
-
hilmar jónsson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
AK-72
-
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
-
Dísa Dóra
-
Sigurður Einarsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Jóhannes Guðnason
-
Brynjar Jóhannsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Magga tagga
-
Fanney Björg Karlsdóttir
-
Tófulöpp
-
Valgeir Skagfjörð
-
kop
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Björgvin R. Leifsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Svanhildur Karlsdóttir
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Aprílrós
-
Guðrún Björk
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Katan
-
Páll Rúnar Elíson
-
Þórir Aðalsteinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristín Snorradóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Gunnar Níelsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Þórdís tinna
-
Eva Hrönn Jóhannsdóttir
-
Jóhannes Freyr Stefánsson
-
kloi
-
Bjarndís Helena Mitchell
-
Ragnar Gunnarsson
-
Brynja skordal
-
Vefritid
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
-
Garún
-
Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði