Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Hættu að lesa dóninn þinn, þetta er einkabréf til frænku minnar.

 

Hæ Gillí !

Ég er bara að prófa hvernig nýji flatskjárinn þinn virkar. Whistling

alexanderplatz_litil

Ertu ekki annars búin að ofdekra þig um helgina ?

Hér er allt fínt að frétta.  LoL 

Gaman að geta sagt þér fréttir úr sveitinni þar sem allt er að gerast.

En hafðu ekki hátt um þetta. Wink

Heartkveðjur.

Anna.

 

 


Lost.

 

Djö.... (ljótt að blóta) endemis bull er þessi stjörnuspá.

"Maki þinn, félagi eða elskuhugi er alvara með að uppfylla óskir þínar og elskar þig eins og þú ert".

Það er ALLT vitlaust í þessu.  Málfræðivilla, stafsetningarvilla og makaleysi.

Hvernig á ég nú að vita hvað gerist á morgun og hvernig ég á að haga mér ?

Sennilega læt ég bara eins og asni.  Tounge


Skýrsla.

 

Fullt af fólki að kíkja á síðuna mína.  Kva, forvitin þið. Whistling 

Svaf hún ein ?  Stendur Svampur, Anna og börn á næsta jólakorti ?  Er Svampur ruddi ?  Sameina þau bloggsíðurnar sínar ?  Hvernig var Svampur klæddur ?

Tíst og fliss.  Segi ekki orð. Tounge

Nema að ég svaf ekki ein. Wink  Sofnaði að vísu ein en þegar ég vaknaði var eldgamall köttur í bóli Önnu. 

 

 

030

 

Biðst afsökunar á þessari dónamynd af kisa.  Hann fór í fýlu og neitaði að klæða sig þegar ég sagðist ekki vilja hitta hann aftur. 


Smá játning.

 

Ummmmmm aaaaaaaaaaa gott að sofa svona. Smile

Í nótt fékk ég mér langan bjútíblund.  Ætlunin var að reyna að græða smá fegurð því við Svampur Sveins ætlum að deita í kvöld. InLove   Forlögin voru mér óhliðholl í nótt.  Ég vaknaði ljótari en ég sofnaði. Crying  Og það átti ekki að vera hægt ! 

 

Núna er smá kvíðahnútur í bjórvömbinni á mér því ég gleymdi að segja Svampi krútt að myndirnar af mér eru gamlar og hrukkóttar - eins og ég.

old-woman-madeira

 


Kunna ekki á ritvél þessir bloggarar.

 

Það eru komnir heilir þrír í gestabókina.  Eina metið sem ég slæ er að það hefur aldrei tekið eins langan tíma að slá met.  Það er þó eitthvað !

Takk fyrir þátttökuna í gestabókarkeppninni þið 10 eðalpersónur sem rituðuð + hinir 8 sem voru komnir áður.  18 bestu vinir mínir !

Ég verð seint heimsmethafi í gestakomum. Grin


Gleðja litla sál, plís.

 

Allir er´að gera´ða gott nema ég.

 

Sumir eru mest lesnir, aðrir fá flestar athugasemdirnar, einhverjir fá minnstu heimsóknirnar og enn aðrir dónalegustu kommentin.  Hér er bara lásý meðalmennska !

 

Mig langar að vera með leeeeeeeeeeengstu GESTABÓKINA.  Blush

 

Allir að kvitta og vera með, HA !

winkeywink


Sölumenn.

 

Það er ekki nokkur vafi að bestu sölumennirnir koma vestan af Snæfellsnesi.  Máli mínu til stuðnings nefni ég tvö dæmi:

 

Ég seldi útlendingum Biðukollur þegar ég var lítil - en þó aldrei í roki. Wink

getimage

 

Einhverjum snillingnum tókst að selja sveitabæinn Hausthús - sem sumarhús. LoL


Nú er það ljótt........

 

Ég öfunda beljur. Blush 

  • Þær skvetta sér núna út í vorið með rassaköstum.
  • Þær eru sjaldan mjólkurlausar.
  • Það er káfað á þeim tvisvar á dag.
  • Þær baula flott.
  • þær eru með nuddtæki í fjósinu sínu.

Ég hef fulla ástæðu til að öfunda þær af baulinu.

belja

 

 


Fann einn !

 

Enginn tími til að blogga í dag.  Var að lesa bloggvin minn, Hrólf Guðmundsson.  Hvernig félagsskap er ég eiginlega komin í ?  Ekki veit ég hvaða óeðli það er, en ég hef hrikalega gaman af öðruvísi fólki.  Hrólfur Guðmundsson er maður sem þið ættuð að taka með ykkur í rúmið - og lesa. Tounge

Viðbót:  Fyndið hvað ég get verið seinheppin. LoL  Hrólfur hætti að blogga í gær.


Afkomandi Bólu-Hjálmars

 

Upp í mér er kominn Bólu-Hjálmar

að hemja mig er erfiðar´en fjandinn

úr ranni mínum renna ljóð og sálmar

en renna mest þó út í sandinn.  LoL

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband