Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Æjæjæ.

Umræðuefni dagsins er EKKI Ásta Möller því ég velti mér ekki upp úr óförum annarra.  Ætla meira að segja að taka upp hanskann fyrir hana og segja að ÞAÐ ER KVENLEGT AÐ GERA MISTÖK..... þótt þetta hafi nú líklega verið með því allra kvenlegasta sem ég hef séð.  Tounge

En hún er altså ekki umræðuefnið mitt.  

Umræðuefnið er sannsöguleg frásögn af óförum hestamanns. Wink  Þannig var að nokkrir kallar fóru saman í reiðtúr og höfðu pela með í för.  Þetta var fyrir mörgum árum.  Þegar þeir týndust svo heim um nóttina, voru þeir í afar mismunandi ástandi.  Það væri ekki fært í stílinn þótt ég leyfði mér að segja að einhverjir voru á skallanum.  Einn af þeim sem svo var ástatt um, var með tvo hesta.  Sá þurfti að pissa - eins og gengur - og gekk afsíðis með hestana sína.  Svo þurfti kall auðvitað að halda í litla manninn svo hann krækti taumunum upp sitthvora hendina og notaði svo báðar hendur til að stýra.  Sumir eru óheppnir og það var hann í þetta skiptið.  Eitthvað fældi hestana svo þeir stukku í burtu, kipptu um leið kalli á bakið og þá varð til þessi líka myndarlegi gosbrunnur - þegar kall pissaði beint upp í loft og Grin þið vitið væntanlega að allt sem fer upp kemur niður aftur...................tja nema blaðran hans Palla litla.

Ég kann ekki við að láta mynd fylgja þessari frásögn.

 


Til sölu hreinræktuð hundahár.

Hundurinn minn er verksmiðja.  Hann framleiðir hár og losar sig við þau -inni hjá mér - svo dugir í heilu púðana.  Fuglaáhugamönnum er bent á að nú er tækifærið til að gefa fuglunum hundadúnsæng í hreiðrið sitt.  Þótt kílóið af súpukjöti hafi hækkað í dag er verðið á hundahárunum hið hagstæðasta.  Getið jafnvel fengið dúsk gegn loforði um að kjósa S.  Já og fengjuð koss í kaupbæti.  Kyssi orðið jafnt konur og karla þessa dagana og er farin að hafa áhyggjur af þessari þróun.  Neeei, djók Grin  Smjúts á línuna.

Hugsanlega verður sköllóttur hundur til sölu síðar Tounge


Númer 115

 

 

Eigi mér líst á þróun þessa       GetLost

 

 

Það er komin á mig pressa       Errm   

Í vinsældum rís á moggabloggi  Gasp

Er hærr’en Toggi                     Cool

Ei með pornó að ég trekki       Whistling 

Ég einfaldlega skil´ðett ekki      Shocking

Hærr´en Jónína Ben                 LoL

býð aðeins upp´á alþýðugen      Pouty

og endalausa hrekki.                 Tounge

 


Pælingar

Ég er bara aðeins að hugsa Woundering og ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ég er stundum fyrsti hver, já eða annar hver og nokkrum sinnum þriðji hver en aldrei fjórði hver. LoL 

 - þessi sem vinnur í happadrætti.

Hver er fjórði hver ?  Maður spyr sig Shocking


« Fyrri síða

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband