Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
8.5.2007 | 11:25
Gleymdi dálitlu.
Halldór Ásgrímsson sækir eista heim !
Hmmmm..... ætli hann hafi fattað það þegar hann fór að pissa ?
8.5.2007 | 09:41
Sjalli eða Samúel ?
Karlamálin hjá mér eru enn í hnút. Þið munið eftir Sjalla Jóns, kærastanum mínum sem vísaði ömmu og afa frá veislunni ? Hann er undanfarna daga búinn að fara hamförum, búinn að lofa öllu fögru og dæla út gjöfum. Siggi frændi hans fékk stóra lóð og bróður sínum reddaði hann flottu starfi bara ef þeir myndu hjálpa honum að tala mig til. Svo fékk Jónas, æskufélagi hans nýjar nærbuxur og sandala. Og nú keppast þeir allir við að reyna að fá mig til að halda áfram að vera með Sjalla. Ég hallast nú að þeirri skoðun að fyrst hann gat vísað ömmu og afa frá, þá sé hann til alls líklegur og ég bara treysti honum ekki lengur. Menn breytast ekki þótt þeir lofi bót og betrun. Hann var líka búinn að mismuna fólki svo mikið. Það finnst mér ekki fallegt.
Núna er kominn annar gaur. Samúel Fylkir. Hann er að reyna við mig, rosalega sætur strákur. Hann er með mikil framtíðarplön strákurinn og virðist geta leyst hvers kyns vandamál. Já, mér líst vel á Samúel Fylki.
Er ekki ráð að hætta með Sjalla og athuga hvort ég verði ekki hamingjusamari með Samúel Fylki ?
Þið getið hjálpað mér að velja á laugardaginn. Merkið bara við:
Sjalli X-S eða
Samúel X-S
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.5.2007 | 20:01
Viðskiptahættir fortíðarinnar.
Ég var ekki nema krakkaskítur þegar fór að bera á óvenjulega mikilli sjálfsbjargarviðleitni hjá mér. Oft átti ég leið í verslun eina sem staðsett var steinsnar frá mínu æskuheimili. Þar gat ég staðið og horft á sælgætishillurnar og látið mig dreyma. Í einni slíkri ferð, þegar ég var 7-8 ára gömul, spurði ég afgreiðslumanninn hvað eitt girnilegt nammistykki kostaði. Hann svaraði "skít á priki" og glotti til mín. Hugur minn fór á flug, ég skondraðist út, fann mér kindasparð og setti það ofan á prik og hélt svo inn í verslunina aftur. Ég ætla að fá eitt svona sagði ég og brosti og lagði herlegheitin ofan á afgreiðsluborðið. Þá sagði afgreiðslumaðurinn setningu sem líður mér aldrei úr minni:
Þetta er ekki skítur á priki, þetta er kúkur á spýtu !
6.5.2007 | 16:05
Ég var bara aðeins að hugsa....
Hver fann upp orðatiltækið:
"að færa sig upp á skaftið" ?
5.5.2007 | 12:25
Dömpa honum eða ekki ?
Hæ stelpur.
Ég var ekki búin að segja ykkur að ég á kærasta. Hann hefur ýmsa kosti en hann hefur líka dáldið slæma galla og ég veit satt að segja ekki hvort ég á að henda honum út núna eða bara vera með honum áfram ?
Við héldum matarboð um daginn, skötuhjúin, og þar var sko ekkert til sparað, ótrúlega flott. Fjölskyldan hans kom öll og vinir hans með konurnar sínar, - og þið hefðuð átt að sjá átfittið á okkur stelpunum.
(HEI ! Engin mynd af stelpu í ótrúlega flottum kjól í tilfinningatáknunum, drusluvefur)
Við vorum búin að auglýsa veisluna vel, grand áðí, ég og kærastinn, því hann á jú sand af seðlum. Rosalega leit þetta allt vel út. Þegar fólkið er að setjast við veisluborðið, hringir bjallan. Og .... fyrir utan stóðu amma of afi ! Þessu höfðum við satt að segja ekki gert ráð fyrir - en við auglýstum jú "allir velkomnir". Ég kyssti þau bæði og knúsaði og ætlaði að vísa þeim inn - þegar kærastinn minn kemur og segir að það sé ekki til nægur matur fyrir þau líka........ ómægod....... þetta var svo neyðarlegt. Hann sagði að þau gætu bara komið seinna. Þau gengu niðurlút í burtu. Hvernig gat hann verið svona harðbrjósta ! Kærastinn lofar bót og betrun en ég veit ekki hvort ég á að trúa honum.
Á ég að vera með honum áfram eða ekki ?
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
4.5.2007 | 16:29
Maurar.
Díííí...... ég sit úti í sólinni og er að lesa Vikuna í mesta sakleysi og kemst þá að því að ég er ömurlegri en MAUR.
Í Vikunni stendur:
Ef þú gerir strik með krít við hliðina á maur, fer hann ekki yfir það
(ég fer oft yfir strikið og það þykir ekki gott)
Maurar geta lyft 50 faldri þyngd sinni og dregið 30 falda þyngd sína
(kræst..... ég er aumingi)
Maurar falla alltaf á hægri hliðina þegar þeir verða drukknir.
(svakalega eru þeir flinkir)
Nú ætla ég að hella einn maur fullan og kríta svo allan hringinn utan um hann. Sjáum hvað hann gerir þá.
4.5.2007 | 13:27
Af hverju kýstu X - ?
Há-vísindaleg úttekt á kjósendum.
Þú kýst:
Sjálfstæðisflokkinn líklega af því að
- þú hefur enga skoðun og stekkur því á stærsta flokkinn
- pabbi, afi, langafi og langalangafi gerðu það
- aþþíbara, þeir gáfu þér bjór um daginn.
- þú ert ríkur og stefna D er ríkravæn
Framsóknarflokkinn líklega af því að
- þú ert úr sveit
- þú ert jafnaðarmaður en þú villtist
- þú heitir Arnfinnur
Samfylkinguna líklega af því að
- þú elskar náungann eins og sjálfan þig
- þú ert veikur, gamall eða fatlaður
- þú vilt ekki verðbólgu og óstöðugleika og okurvexti
- þú ert búinn að fá yfir þig nóg af spillingu
- ég er búin að kyssa þig
- þú ert skynsamur
- þú átt ömmu
Vinstri græna líklega af því að
- þú ert umhverfissinni og náttúruvæn
- þú hugsar vel um fólkið í kringum þig - ef það er íslenskt
- þú vilt fella ríkisstjórnina
Það er svo gaman að stríða
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.5.2007 | 17:13
Endurreisn velferðar.
Gjör rétt þol ei órétt.
----------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Nú heldur fólk að ég sé orðin ógurlega mælsk.
Ég hef stofnað útibú og þessi grein hér fyrir ofan er Jóns Baldvins.
Ótrúlega snjall maður, Jón Baldvin.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.5.2007 | 08:04
Ekki hringja.
Splunkunýji síminn minn fraus í gærkvöldi. Hann hafði áður orðið heilabilaður í fyrradag sem er í sjálfu sér ekkert skrýtið, eins mikið og ég bulla í hann. Bilunin lýsti sér m.a. í því að ef einhver hringdi í mig þá gerðist allt rétt nema að það heyrðist ekkert hljóð í símanum - minnti mig á gamla köttinn minn sem hætti að mjálma þegar dýralæknirinn tók hana úr sambandi. Held að sumir dýralæknar viti ekki mun á raddböndum og eggjaleiðara. Æji, illa sagt. Auðvitað var það bara mér að kenna því ég gaf dýralækninum Bailys glas meðan hann var að aftengja kisa. (hvísl.....bara að vara ykkur við, ekki fylla dýralækninn ykkar áður en hann á að svæfa fyrir ykkur gömul dýr...... hann gæti ruglast). Hvar var ég ? Já, ég er víst að tala um síma og nema hvað - þegar ég var að fara að sofa þá uppgötvaði ég - engin vekjaraklukka -. Ok, hringdi í 118 og spurði um númerið hjá klukkunni. Hringdi svo í númerið og þá kom mjóróma rödd sem sagði "ellefu-fimmtíuogfimm-tuttugu DÍNG". Asninn ég !! Hringdi aftur í 118 og bað um númerið hjá VEKJARAKLUKKUNNI og hitti á sömu konuna og í fyrra sinnið - og hún flissaði. Hún sá líka sjálf um að virkja vakninguna og þessvegna var þetta ennþá hlægilegra fyrir hana. En hún stóð sig kjellan því ég er jú vöknuð, right ? Já síminn minn..... ekki láta ykkur detta í hug að hringibjallan í honum hafi ekki virkað því hann skilaði samviskusamlega pípi í eina skiptið sem ég fékk sms í gær.
En vildi bara láta vita að það þýðir ekkert að hringja í mig í dag
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.5.2007 | 23:46
Tapa kapphlaupinu - en vinn kosningarnar.
Ó sjitt...... Jónína Ben komin uppfyrir mig aftur í kapphlaupinu á vinsældarlistanum. Verð ég þá ekki að blogga bara til að blogga svo ég eigi sjens ? Keppnisskapið er að fara með mig núna - get ekki látið hana stinga mig af - og ég miklu yngri og vonandi sprækari.
Æi, hættið´i nú alveg, ég er bara að grínast.
------------------------------------------------------------------------
En að öðru:
Undanfarið hef ég verið dugleg að skanna pólitíkina hérna á blogginu. Eitt finnst mér áberandi í þeirri yfirferð: sjálfstæðismenn eru iðnir að nota miður fallegan orðaforða. Æ vonder væ. Er ekki grundvallaratriði í mannlegum samskiptum að virða það að við erum ekki öll alveg eins og höfum því ekki öll sömu skoðanir ? Þótt við séum reyndar öll jafnaðarmenn þessa dagana.
Spil og leikir | Breytt 3.5.2007 kl. 08:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði