Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Anna litla létt á fæti.

 

Bjarni, æskuvinur minn var að senda mér myndir sem gleðja verulega mitt litla hjarta.

Takk fyrir kærlega, Bjarni.  Kissing

Á fyrri myndinni erum við í fótbolta, Bjarni, Benni bróðir hans og ég.   Þarf ég að útskýra það ? FootinMouth

.

Eins og glögglega sést, er ég að fara að skora þarna, þrátt fyrir að Bjarni sé að reyna að sparka í rassinn á mér.  Benni er um það bil að flækja sig í sjálfum sér á þessu augnabliki.  1-0 fyrir mig.  Grin 

.

017 

.

Á næstu mynd eru Bjarni Þór (með köttinn) og Benni að róla sér.  Við Bjarni sitjum þarna með fótboltann á milli okkar.  Ég greinilega nýbúin að sigra... sést á svipnum.  Við hliðina á Bjarna er Pési hundur, þar næst Helga systir og svo Júlíana.  Takið eftir skyrtunni, bleiku sem ég er í..... það voru örugglega 36 tölur á henni,, tók mig fram undir hádegi að klæða mig í.  Þarna erum við hjá rólunum sem ég vitnaði í, í síðustu færslu....... og þessi mynd er tekin eftir vegasaltstilraunina. 

.

018


Allir út að leika.

 

Á árunum 1975-1978 var blómlegt félagslíf í sveitinni heima.  Sæmundur útibússtjóri sá um að halda skákmót reglulega.  Hann var líka duglegur að fara í leiki og fótbolta við okkur krakkana.  Pabbi og Sæmundur settu upp rólur og vegasölt fyrir okkur.  Við vorum orðin býsna sleip í rólustökki, bæði afturábak og áfram og vegasaltið var reynt til hins ýtrasta.  Það loddi við okkur krakkana að við vorum alltaf tilbúin í tilraunastarfsemi ýmiskonar.  Ein tilraunin okkar fólst í athugun á því hversu margir gætu vegað salt í einu.  Niðurstaðan var 7 í einu.  Vegasaltið brotnaði nefnilega þegar við vorum orðin 8. Blush

.

Þorgeir bróðir gerði líka hávísindalega tilraun með leikföng.  Þannig var að við fengum dýr í jólagjöf eitt árið.... hann fékk hund og ég fékk kött, hvorutveggja úr hörðu gúmmíefni.  Þorgeir vildi ólmur athuga hvort þetta væri eldfimt efni.  Hann setti því köttinn minn á ruslabrennu föður okkar og þar brann kötturinn MINN til ösku. GetLost  Þorgeir passaði vel að hundurinn HANS kæmi ekki nálægt eldi eftir þetta.

Annars höfum við ekki rifist, bróðir minn og ég, í 32 ár.  Wink  Toppiði það !

.

 Á Breiðabliki var spilað blak einu sinni  í viku.  Þar voru bæði rígfullorðnir menn og krakkar allt niður í 10 ára…. allir saman... og það var svo gaman.  Smile   Milli jóla og nýárs var spiluð félagsvist og þar mættu nær allir úr sveitinni.  Þar voru vinningslíkur Halldórs frænda og mín um 75%, sem er umtalsvert betra en í happadrættum nútímans.   Okkur fannst verst þegar við unnum sængurverasett í stíl...... að við skyldum ekki geta notað þau saman.  Erum of skyld sko.  Wink

.

Heima voru um tíma stundaðar söngæfingar.  Þar spilaði pabbi á nikkuna og þrenn hjón úr hreppnum komu og sungu.  Þetta var hin besta skemmtun fyrir okkur krakkana sem lágum í dyragættinni,  því Kjartan söng af svo mikilli innlifun… með öllu andlitinu.. að okkur fannst hrein unun á að horfa.  Ég er ekkert að segja frá því hér, að við hlupum svo reglulega inn á klósett og hlógum okkur máttlaus.  Guð, hvað þetta gat verið fyndið.   (nú braut ég regluna um að særa ekki nokkurn mann með bullinu ... en hver er svosem fullkominn ?). Frown

.

Síðan verð ég bara að minnast á “Stundina okkar” á sunnudögum, fyrst ég er að rifja upp.  Mínar uppáhaldspersónur þar voru Rannveig og Krummi.  Ohhh…. Þau voru svooo skemmtileg !  InLove

.

Mínar bestu æskuminningar tengjast semsagt leik við fólk á öllum aldri.  Í nútímanum eru vissulega nokkrar fjölskyldur sem fara í leiki með börnunum sínum……. en ansi er ég hrædd um að það sé fátítt, og þá bara úti í garði eða á ættarmótum. 

.

Mottó dagsins..... LEIKUM OKKUR MEIRA.  Smile


Snæfellsnesið.

 

Árið er 1981.  Unglingarnir í sveitinni fara á öll sveitaböll.  Það er sniðugt kerfi í gangi.... ball á Lýsuhóli þessa helgi, í Ólafsvík þá næstu, því næst á Breiðabliki og svo koll af kolli.  Alltaf dansleikur einhvers staðar.  Hljómsveitin Tíbrá frá Akranesi vinsælust.

Ég klæði mig upp og fer á ball á Breiðabliki.  Er ekki byrjuð að mála mig á þessum tíma.  Það gerist löngu síðar.  Á Breiðabliki er fatahengið staðsett beint á móti innganginum.  Þegar ég geng inn á ballið hitti ég stráka í anddyrinu.  Þeir ákveða að hrekkja mig.  Þeir lyfta mér upp, troða herðatré innanundir jakkann minn og hengja mig upp í fatahenginu.  Ég blasi við öllum sem koma inn. 

Þarna hangi ég og get ekki annað... í hálftíma....með hendurnar út í loftið....eins og ASNI.  

Prófið að hengja ykkur svona upp.  Maður verður gjörsneiddur öllum virðuleika.

.

blog-tour-overload

.


Myndasyrpa.

.

 

Albúm 2125  

.

Albúm 2123

.

.

P9020006

 

.

Albúm 2128

 

 


Tveir dagar í fyrsta mót sinnar tegundar sem haldið hefur verið í öllum heiminum... Skákmót bloggara með tattoo.

 

Skákmótið okkar bloggara er eftir tvo daga.  Grin   Það viðurkennist hér með að ég hef talið niður dagana, líkt og jólin séu að koma. 

Hugsanir mínar hafa snúist dálítið um undirbúning.  Ég hef ákveðið að undirbúa mig þannig, að æfa mig ekkert.... treysta á byrjendaheppni... sem reynst hefur mörgum hin mesta búbót.

Síðan er planið að tefla villt og galið.......  

.   

 

                  indianfighter_chess

.

 

Í fyrsta leik í öllum skákum, ætla ég að leika riddara Gunnar 1 til Finnur 3,  ef ég er með hvítt.... en með svart er það riddari Bjarni 8 til Ceres 6.    SKÁK !  LoL  Nei, smá spaug til að hræða andstæðingana.

Já,  riddarasóknin er ákveðin.... bara til að sýna mótherjunum að hestarnir mínir eru ótamdir og að það er við öllu að búast af þeim.   Það heitir að tefla villt.   Þau fá síðan að kynnast því hvernig ég tefli galið, þegar þar að kemur...... um nánari útfærslu á því,  þegi ég eins og herforingi.

.

Brattur er búinn að setja upp töfluna, sem segir til um hver á að tefla við hvern.  Í fyrstu umferð á ég að mæta tilvonandi sigurvegaranum, sjálfri Kristjönu.  Blush  Þetta er slóttugt kænskubragð hjá Bratti, sem mér finnst fyllsta ástæða fyrir Halldór eftirlitsdómara að skoða betur.  Kristjana nýtur Dragdrottningarinnar..... þ.e. að ég þarf að taka mína drottningu út af borðinu og setja hana í áhorfendastúku,  meðan sú skák er tefld.  Ég held að ég eigi eftir að sakna drottningarinnar.  Frown

.

 image?id=16167&rendTypeId=4

.

Í skákmótum, skiptir mun meira máli hvernig maður slær á klukkuna, heldur en fólk almennt gerir sér grein fyrir.   Það er hægt að slá fast og ákveðið, jafnvel frekjulega, eins og mig grunar að karlkeppendur eigi eftir að gera...... nú eða mjúkt og lipurt..... þið vitið....

Við klukkusláttinn,  mun ég nýta mér það út í hörgul, að vera skyld Bjarna töframanni. 

Hókus pókus, fílarókus...........Wizard  Ging gang gúllí gúllí.... ging gang gúúú......

.

.

Greyin þegar þau uppgötva að þau eru fallin...... með minna en þrjá.  LoL

 

 

 


Rómantískasta brauð sem ég hef séð.

 

Undanfarnir dagar hafa verið alveg lausir við bull og er nú svo komið að ég er með fráhvörf.  Úr því verður nú bætt….. Rómantík hefur ekki verið stór þáttur í mínu lífi undanfarið.  Tja, nema þegar (róman)-tíkin nuddar sér upp við mig og horfir á mig ástaraugum.  InLoveÞegar þannig er ástatt… þ.e. rómantíkurlítið líf….. þá er rétti tíminn til að rifja upp gamlar minningar.   Rómantík þarf ekki endilega að tengjast ástarsambandi…. hún getur líka tengst vináttu.  Því er a.m.k. þannig farið í tilfellinu sem ég ætla að rifja upp núna.

Vinur minn einn, útlendingur, bauð mér í kaffi í ársbyrjun 2006.  Þessi strákur er lífvörðurinn minn…. eða svo segir hann.   Mér líkar vel við nokkra útlendinga.... en viðurkenni alveg að ég er skeptísk á allan þennan straum erlends vinnuafls, á svo stuttum tíma.  Held að þetta endi með því að við töpum sérkennum okkar, Íslendingar.   Þá ætla ég að flytja til Vestfjarða. Wink    Jæja.... aftur að efninu; 

Ekki er nú ákaflega fréttnæmt að vera boðið í kaffi…. en ég er viss um að ekki hafa margir fengið meðlæti, sambærilegt við það sem hann gaf mér þarna.

.

 Ætla að sýna ykkur……….   .

.

Mynd(25)

Maður er það sem maður borðar....

.

Lífvörðurinn minn á kærustu og ég vona að hún fái svona kræsingar á hverjum degi.  Krúttilegt ! 


Þakkir.

 

Gillí frænka mín bað mig að skila innilegu þakklæti til ykkar allra, sem voruð svo dugleg að leggja ykkar lóð á vogarskálarnar, til að átakið hlyti umfjöllun í fjölmiðlum.... og vonandi innan ríkisstjórnarinnar líka.

.

Það er styrkur okkar sem fámennrar þjóðar, að okkur er svo eiginlegt og eðlilegt að standa saman þegar á þarf að halda. 

Nú hætti ég..... er farin að hljóma eins og forsetinn !

.

Við ætlum svo að horfa á fréttirnar í kvöld.....

.

.

Albúm 255

.

.

Ég hef komist að því undanfarna daga, að Ísland er stútfullt af kvenhetjum.

Gillí og Þórdís Tinna eru þvílíkar hetjur.  Það er einnig bloggvinkona mín, hún Ragnheiður.

Ragnheiður missti son sinn nýlega.  Hún á samúð mína alla.  

Það er ótrúleg kona, sem tekur þátt í að  vekja athygli á kjörum annarra, daginn fyrir útför sonar síns, eins og hún gerði í gær.  Innilegar þakkir Ragnheiður.  Heart  Þú ert engri lík.

.

Ég bið ykkur að fara inn á síðuna hennar og kveikja á kertum, fyrir son hennar, Hilmar.

.

Albúm 21

 

 


Vinsamlega sendið eftirfarandi texta á póstföngin hér fyrir neðan kl. 10-12 þann 4. september 2007.

 

....Ég skora hér með á íslensk stjórnvöld að leiðrétta þegar í stað kjör öryrkja og aldraðra til samræmis við íslenskan veruleika.... 

Meðfylgjandi eru slóðir á tvær, alvarlega veikar, ungar konur........... sem þurfa í ofanálag að kljást við verulega tekjuskerðingu.  

 

http://www.blog.central.is/gislina 

http://thordistinna.blog.is/blog/thordistinna/

 

.

------------------------------------------------------

síðan er bara að senda þetta á:

.

postur@fel.stjr.is

postur@htr.stjr.is

gudlaugurthor@althingi.is

 

ÞÚSUND OG EITT TAKK FYRIR AÐ VERA MEÐ.  WinkInLove  Kissing


Áskorun.....

Hún Þórdís Tinna okkar sem berst við krabbamein er hér með afar sterka færslu sem minnir á hversu gott við höfum það og hversu auðveldlega það góða gengi gæti allt verið horfið á morgun.

Sjúkdómar og slys gera ekki boð á undan sér og okkur hættir öllum til að taka heilsuna og öðrum góðum atriðum í lífi okkar sem gefnum.

Í framhaldi af færslunni hennar Þórdísar Tinnu er  Gíslína Erlendsdóttir  með færslu á blog.central þar sem hún hvetur til þrýstings á stjórnvöld á eftirfarandi hátt:

Ég vil því koma á framfæri hugmynd um þrýsting á stjórnvöld sem er í anda þeirra aðferða sem Amnesty International notar til að þrýsta á stjórnvöld víða um heim í mannréttindamálum.

Hugmyndin er þessi. Á þriðjudaginn fyrir hádegi  milli 10 og 12 sendi allir öryrkjar, aldraðir og aðrir þeir sem vilja taka þátt  tölvupóst á netföng heilbrigðisráðuneytisins og félagsmálaráðuneytisins með meðfylgjandi  texta: ....Ég skora hér með á íslensk stjórnvöld að leiðrétta þegar í stað kjör öryrkja og aldraðra til samræmis við íslenskan veruleika.... (hugmynd að texta).....undirskrifað af viðkomandi með kennitölu.

Ég tek undir afar góða hugmynd Gíslínu og hvet ykkur öll hér á blogginu til að setja inn færslu um málið og/eða senda tölvupóst. Einnig held ég að það væri góð hugmynd að þeir bloggarar sem senda tölvupóst á þriðjudagsmorguninn setji í hann link inn á sína bloggfærslu um málið sem og link inn á færslur Þórdísar Tinnu og Gíslínu.

 Póstfang félagsmálaráðuneytis er  postur@fel.stjr.is og hjá heilbrigðis- og tryggingarráðuneyti er það postur@htr.stjr.is og Guðlaugur Þór heilbrigðisráðherra gudlaugurthor@althingi.is

Kommmmma sooooo krakkar. Verum skynsöm og sýnum samstöðu í verki. Setjum strax inn bloggfærslur og stillum gsm símana og látum þá minna okkur á kl. 10 á þriðjudagsmorgunn. Það er svo auðvelt að gleyma í amstri dagsins og ekki viljum við missa af mómentinu.



Raja Yoga hugleiðsla.

 

Í dag kynntist ég nýjum fræðum..... Raja Yoga.... á þriggja tíma námskeiði í Reykholtsdalnum.  Ég hefði ekki viljað missa af þessu fyrir nokkurn mun...... og þessvegna er ég að deila því með ykkur hér.   Afar hollt fyrir sálina.....

.

Brahma%20Kumaris%20Sunset 

.

 

Hugleiðsla hefur í gegnum aldirnar verið ein einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin til að öðlast jákvæðara og kyrrara hugarástand.

Raja yoga hugleiðsla sem kennd er af Brahma Kumaris byggir á upplifun einstaklings á sínu innra sjálfi og eiginleikum þess í gegnum þögn. Hugleiðslan gerir okkur kleift að öðlast sanna sjálfsvirðingu og virkja þá góðu eiginleika sem innra með okkur búa.

Þið getið haft samband við Lótushús eða skoðað heimasíðu þeirra.... 

 http://www.lotushus.is/index.htm

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband