Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
31.10.2008 | 21:28
Vísnakeppni.
Hér kemur fyrripartur........
Enginn fæst ábyrgð til að axla
og áfram á himni skín tungl
.
.
Og botna svo !
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
30.10.2008 | 18:04
Misskilningur.
Ég á frænku.
Í dag, þegar ég var að vinna, hitti ég frænku mína og manninn hennar.
Einu sinni bjuggu þau í Vatnsholti.
Foreldrar hennar eiga bústað sem heitir Holtsendi.
------------
Eftir að ég var búin að spjalla við hana, gekk ég inn á lager.
Þar sé ég pakka sem merktur er Vatnsendi.
.
.
Ég skokkaði með pakkann fram í búð og leitaði að frænku minni.
Ekki fann ég hana svo ég hringdi.
Ekki kannaðist hún við neinn pakka.
Smá misskilningur hjá mér.
----------
Ætli ég hafi unnið of lengi við bókhald fyrst ég finn það út að;
Vatnsholt + Holtsendi = Vatnsendi.
.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.10.2008 | 22:38
Það tekur því ekki.
Í kvöldfréttunum var meðal annars rætt um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.
Dóttir mín, 12 ára, horfði á.
Svo gall í henni;
Af hverju er hann að bjóða sig fram ? Hann er 71 árs !
Góð spurning hjá henni.
-------------------
Þegar ég var 19 ára var ég kölluð KERLING af nokkrum unglingum.
Það er því í hæsta máta eðlilegt að McCain sé útrunninn í augum dóttur minnar.
.
.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.10.2008 | 18:07
Íslenskt mál - svo einfalt, svo einfalt.
Hamstur í flíspeysu
fékk flís,
varð hamslaus
og fór þá að hamstra
flísar og hamsa.
26.10.2008 | 23:36
Svona mynd verður maður að deila með öðrum.
26.10.2008 | 11:14
Færsla til kvenna.
Þetta blogg er til þess fallið að vekja öfund.
Í þessum hraðrituðu orðum er bóndi minn að elda humarsúpu eftir uppskrift sem hann fékk hjá lærðum kokki.
Í þessum sömu orðum er hann að baka sesambrauð.
Gott ef hann er ekki að strokka smér í leiðinni.
Nei, ég segi svona.
.
.
Það sem hann er nú myndarlegur þessi maður !
.
25.10.2008 | 10:40
Geymast betur, rétt eins og matvæli.
Það hefur löngum verið vitað að ýmis matvæli geymast mun lengur, séu þau í frysti.
Núna og fyrst núna, kemur á daginn að peningar geymast líka miklu betur í frysti.
En það liggur samt svo í augum uppi ! Þú eyðir ekki peningum sem eru í frystikistunni.
Já og svo ef greiðsluseðlarnir eru að sliga þig og þú átt ekki fyrir næstu afborgun....... þá hendirðu þeim bara í frysti og frystir lánin. Gæti þetta verið auðveldara ?
.
.
Starfsmenn Hæfingarstöðvarinnar á Akureyri eiga auðvitað að fá orðu fyrir þessa nýsköpun.
Á sama tíma hrósa ég happi. Sökum þeirrar staðreyndar að ég er bara með pínulítið frystihólf fyrir ofan ísskápinn, þá mun ég teljast lukkunnar pamfíll að eiga bara lítið af peningum.
Eða eins og ég segi; ég er alltaf að græða.
Innstæður frystar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.10.2008 | 21:19
Saga Gardínubrúns frá Breta-smálandi.
.
Fyrir langalöngu, í eldgamalli fyrndinni fæddist barn eitt lágvaxið í Breta-smálandi. Þetta var krumpaður drengur sem nefndur var Gardínubrúnn.
Gardínubrúnn var seinn til máls og ennþá seinni til klósettferða. Hann hætti reyndar ekki að nota bleyju fyrr en móðir hans setti apa á koppinn og sagði smámælt;
"Sjáðu bara Gaddi litli. Apinn kann að pissa í kopp" !
Gardínubrúnn leit yggldur á aparæfilinn........ og ullaði svo á hann.
Daginn eftir skrönglaðist hann sjálfur á klósettið, enda orðinn sex vetra gamall.
.
.
Leið svo og beið.........
..............
..............
uns kominn var októbermánuður 2008.
Sólin var hulin skýjum þennan morgun.
Gardínubrúnn vaknaði úrillur og fór auk þess öfugu megin framúr.
Hann rann til í vanilluís á gólfinu.
Arfavitlaus öskraði hann; "What the fuck...... is this some Iceland"?
---------------
Restina þekkið þið.
.
Spil og leikir | Breytt 25.10.2008 kl. 00:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
24.10.2008 | 17:16
Þegar vorar.
Halldór, uppáhaldsfrændi minn, sendi mér ljóð í tölvupósti;
Þegar kemur hrímkalt haust
og húmið leggst á dalinn
elskast næstum endalaust
ærnar, kýr og smalinn.
.
Mér finnst vísan mjög góð.
En síðan fór ég að hugsa um afleiðingar þess að "elskast næstum endalaust" og þá datt þetta út um fingurna og á lyklaborðið;
Er vorið aftur birtist hér
og grænkar undan hjarni
kýrin getur af sér smér
en smali á von á barni.
.
.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði