Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
23.10.2008 | 21:11
Við erum Víkingar.
.
.
Þótt náunginn sé ekki eins og þú, áttu samt að koma vel fram við hann.
Hugsaðu hlýtt til auðmanna og stjórnmálamanna.
Ok, ég er nú ekki að meina alveg svona hlýtt.
Bara ekki ala á óvild eða hatri...... svona..... Það er svo vont.
.
.
Og ég trúi því að íslenskir auðmenn snúi til Íslands og axli ábyrgð með okkur.
Og ég trúi því að stjórnmálamenn axli sína ábyrgð.
Og ég trúi því að Davíð ....... nei annars, ég trúi því eiginlega ekki.
En allavega;
Ég er viss um að við Íslendingar eigum eftir að spjara okkur fínt.
Það tekur kannski bara smá tíma þangað til við sjáum það.
22.10.2008 | 17:29
Gáta.
Hvað er það
sem allir vilja eiga
en enginn vill samt fá
í jólagjöf ?
.
.
20.10.2008 | 21:31
Það er dýrt að vera vitlaus.
Við landsbyggðarfólkið erum heppin.
Góðærið náði ekki til okkar sem þýddi þá að við höfðum enga peninga til að kaupa hlutabréf fyrir sem aftur leiddi svo til þess að við töpuðum litlu. Maður stórgræðir á að græða ekki. Hverjum hefði dottið það í hug ?
Og það var fleira sem mér datt ekki í hug. Til dæmis að ég væri ábyrgðarmaður fyrir einhverja Lukkuláka sem ég þekki ekki græna baun.
Vúúúú, ef ég hefði bara vitað. Þá hefði ég sent bréf til þeirra og sagt;
"Kæru félagar.
Nú vil ég ekki skrifa upp á fleiri íslenska banka í útlöndum nema ég fái eins og eina góða veislu í staðinn. Einn Elton John eða Mike Oldfield upp á svið". Jamm, eða eina skútusiglingu.
.
.
En nei. Þar sem ég var vitlaus og vissi ekki neitt í minn haus, fékk ég nákvæmlega ekkert fyrir minn snúð. Ekki einu sinni svið. Því verð ég sjálf að baka mína snúða í framtíðinni og lofa sjálfri mér því að hætta að skrifa upp á víxla fyrir bláókunnuga menn.
.
Skammast´ín Anna að gera svona.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
19.10.2008 | 11:05
Gefið okkur afnám verðtryggingar í jólagjöf.
Góðir Íslendingar !
Oft höfum við, alþýðan í þessu landi, leyst öll möguleg vandamál við eldhúsborðið heima.
Ég hef hlustað á hagfræðinga sem segja að vextir verði áfram að vera háir svo við eyðum ekki öllum gjaldeyri jafnóðum og við fáum erlent lán. Ég er ósammála.
Við eldhúsborðið heima hjá mér var ákveðið að verðtryggingu þarf að afnema strax.
Vextir þurfa að vera lágir. Aðeins þannig komum við í veg fyrir fjöldagjaldþrot sem er engum til hagsbóta.
Þeir sem voru svo heppnir að eiga sitt sparifé á bók, ættu ásamt öðrum að geta tekið þátt í björgunaraðgerðum með því að fá minni vexti á sína inneign.
Varðandi gjaldeyrinn, þá er lausnin sú að Davíð Oddsson má núna fara á sinn eðal-lífeyri. Í stað þeirra Seðlabankastjóra sem við höfum, þurfum við að ráða menn eins og Jón Sigurðsson og Þorvald Gylfason og konu eða tvær eins og mig. Eitt af þeirra hlutverkum á að vera að skammta gjaldeyri áfram. Hafa smá vit fyrir okkur á meðan við erum að brotlenda.
Við þolum alveg að geta ekki keypt allt mögulegt og ómögulegt í einhvern tíma en þjóðin myndi ekki höndla að verða húsnæðislaus ef allir færu beint á hausinn. Þangað stefnum við að óbreyttu í þeirri óðaverðbólgu sem spáð er.
Því biðla ég til stjórnvalda; Afnemið verðtrygginguna strax og lækkið vexti. Tryggið að fólkið í landinu fari ekki allt á götuna því það græðir ENGINN á því.
.
.
Ef þið farið ekki eftir mínum ráðum og við missum öll húsnæðið, þá standið þið frammi fyrir ennþá erfiðara verkefni;
Þá þurfið þið að laga veðrið á Íslandi.
Með ljúfum sunnudagskveðjum,
Anna plat-sparisjóðsstjóri.
15.10.2008 | 23:29
Ég er komin í stríð !
Bretar skulu ekki halda að þeir geti kallað mig hryðjuverkamann án þess að þeir þurfi þá að taka afleiðingunum.
Það er borðleggjandi að þeir hafa ekki heyrt hetjulega frásögn mína af því þegar ég bjargaði oggolítilli mýflugu frá drukknun í síðasta mánuði. Anna hryðjuverkamaður hvað ?
.
Þeir vita bara ekkert í sinn haus !
Nú skulu þeir iðrast sáran.
Ég á mótleik.
Frá og með gærdeginum er ég hætt að halda með Manchester United.
.
.
Framvegis held ég með Lillehammer.
Heja Norge.
15.10.2008 | 20:57
Kreppuhornið.
Hefur einhver heyrt minnst á kreppu nýlega ?
Kreppa er ástand sem er nýtilkomið.
Í kreppu þykir gott að fara vel með og spara. Sparisj.grín. (það er gott að byrja á því að spara orðin og skammstafa) mun setja upp nýjan dálk; Kreppuhornið.
Í kreppuhorninu gefst fólki kostur á að koma með hagnýt húsráð og ódýrar lausnir.
Mér skilst að sú teljist hagsýn húsmóðir sem getur gert mikið úr litlu.
Að gera mikið úr litlu.
Það er auðvitað enginn vandi.
.
.
Gerið til dæmis úlfalda úr mýflugu.
12.10.2008 | 21:57
Ég sá alls ekki neitt.
Dagurinn í dag hefur farið í algjöra slökun. Ég settist fyrir framan sjónvarpið og nú verð ég að viðurkenna dálítið sem mig langar ekkert til að viðurkenna opinberlega.
Ég setti upp gleraugun.
Gleraugu og ég passa einhvern veginn ekki saman finnst mér. Bara eins og kleina og hrásalat passar ekki saman. Eða það finnst mér.
En nú er svo komið að ég sé ekki almennilega á sjónvarpið nema að setja upp brillurnar.
.
.
Ég setti því gleraugun á nefið en reif þau strax af mér aftur;
"Það hefur eitthvað komið fyrir þau, mikið svakalega eru þau skítug. Ég sé ekki neitt" !
Gleraugun voru pússuð vel og vandlega og sett aftur á nefið.
Ennþá allt í þoku. En þá fattaði ég.
Á nefinu hafði ég gleraugu húsbóndans sem er nærsýnn ......... en ég er fjarsýn.
Þvílíkur snillingur.
12.10.2008 | 10:07
Spaugstofan frábær.
Spaugstofumenn fóru á kostum í gær.
Fyrir þá sem misstu af þættinum, er hér linkur á hann.
Ekki missa af góðu gríni.
http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4431773
.
.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.10.2008 | 11:46
Upp með húmorinn.
Undanfarið hefur verið lítið um blogg frá mér. Það er ekki vegna þess að ég sé í krísu vegna ástandsins á Íslandi og í hinum vestræna heimi, heldur hef ég unnið eins og vitleysingur þessa vikuna. Nálægt 60 vinnustundir hjá mér síðan á sunnudag. Vörutalning í versluninni sem ég vinn í ásamt því að ég starfa í banka, er ástæða þessa tímabundna vinnuálags.
Merkileg vika og lærdómsrík og nú sem aldrei fyrr ríður á að við Íslendingar höldum í spéfuglinn í okkur. Höfum húmor.
.
.
Höfum í huga þessa dagana að.........
"Sá er auðugastur sem er ánægður með lítið". (Laotse)
.
Brandarahornið;
Fíll og mús fóru í bíó.
Fíllinn sat beint fyrir framan músina.
Í hléinu spurði músin fílinn: Gætirðu nokkuð fært þig um eitt sæti svo ég sjái myndina líka?
En fíllinn svaraði neitandi. Þá settist músin fyrir framan fílinn og sagði:
Nú sérðu hvað þetta er pirrandi.
.
8.10.2008 | 21:36
Davíð er búinn að kaupa ölið.
Nú er orðið ljóst að Davíð keypti ölið.
.
.
Ég bara verð að linka á bekkjarsystur mína, Kristjönu til að þið skiljið hvað gerðist síðan.
.
.
En hvað varð um Hannes Hólmstein ?
Er hann sestur í helgan stein ?
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði