Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
9.11.2008 | 14:32
Gillí - minning.
Gíslína Erlendsdóttir.
Fædd 12. janúar 1961
Dáin 8. nóvember 2007
.
.
Yndisleg persóna.
.
Í tónlistarspilaranum er lag sem Björgvin Halldórsson syngur, Tvær stjörnur eftir Megas.
Þetta fallega lag mun alltaf minna mig á Gillí.
Mér þætti vænt um ef þið spiluðuð lagið og tileinkuðuð það Gillí um alla framtíð.
.
9.11.2008 | 11:00
Vinir í raun.
6.11.2008 | 22:24
Léttara hjal.
.... hér kemur smá upprifjun frá gamalli tíð.
Munið þið eftir hámarksbröndurunum ?
.
Hámark hraðans ................. er að hlaupa svo hratt í kringum ljósastaur að maður geti bitið í eyrað á sjálfum sér.
Hámark keppnisskapsins ............. maður sem stendur við foss og mígur eins og hann getur.
Og munið þið eftir Finnska hlauparanum; Nartí hælana ?
.
6.11.2008 | 18:28
Burt með spillingarliðið !
Fyrir ekki svo mörgum árum var Ísland land friðarins. Maður sá fyrir sér að við gætum um alla framtíð verið sáttasemjarar heimsins og allra þjóða vinir. Við Íslendingar erum í eðli okkar friðsöm þjóð.
En hvað hefur svo gerst ? Davíð og Halldór gerðu okkur að stríðsaðilum í Írak ! Davíð skaut síðan seðlabankastjórastólnum undir sig og á ögurstundu kom hann af stað milliríkjadeilu við Breta. Og nú ætlar Björn að bæta um betur og segja Íslendingum stríði á hendur.
Brynvarðir bílar, rafbyssur og táragas er það sem hann vill leika sér með.
Það er langur í mér þráðurinn en nú fyrst er farið að fjúka í mig.
Ég get alveg sætt mig við að vera blönk en ég get EKKI sætt mig við að búa við ofbeldi yfirvalda. Ef Björn og hans undirmenn beita almenning ofbeldi fyrir það eitt að hafa skoðanir, þá mun ég ekki unna mér hvíldar fyrr en ég er búin að gefa honum ærlegt spark í rassinn.
Og þetta er ekki líkingarmál..... heldur meint nákvæmlega eins og það er skrifað.
.
Af DV í dag;
"Björn Bjarnason dómsmálaráðherra undirbýr nú sérsveit Ríkislögreglustjóra og lögregluembætti landsins undir óeirðir. Björn hefur þegar breytt reglugerð sem heimilar ráðningu á allt að 250 lögreglumönnum. Þá er búið að breyta sex bifreiðum sem nota á í óeirðastjórnun og eru sumar þeirra hlaðnar aukabúnaði upp á margar milljónir króna. Til viðbótar er verið að breyta strætisvagni sem á að nota við fjöldamótmæli eða óeirðir en hann mun gegna hlutverki fjarskiptamiðstöðvar. Mikil leynd hvílir yfir breytingunum en einn þeirra sem vann við breytingarnar segir þær trúnaðarmál.
Reiði almennings gagnvart ríkistjórninni og bankamönnum er slík að nú þykir mikilvægt að undirbúa lögreglu fyrir óeirðir og fjöldamótmæli. Hingað til hefur ekki verið talin ástæða til að vígbúast en nú er öldin önnur. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV vinna menn nú dag og nótt við að breyta bifreiðum sem nota á við óeirðastjórnun en þeirri vinnu hefur nú verið flýtt til muna vegna ástandsins á Íslandi".
4.11.2008 | 19:43
Náttúran á sér ýmsar myndir.....
3.11.2008 | 17:01
Ég ætla sko ekki að blogga um kreppu.
2.11.2008 | 11:27
Ef ég væri forsætisráðherra í einn dag....
Þeir sem mig lesa, hafa um langan tíma vitað að ég er anti-sjálfstæðiskona.
Mér finnst Sjálfstæðisflokkurinn vera flokkur eiginhagsmuna, græðgi og valdsýki.
Sjálfstæðisflokkurinn má þó eiga það að kosningamaskína flokksins virkar afar vel.
Þeir tyggja á því rétt fyrir kosningar að;
"merkir þú ekki við Dé-ið, fer allt til andskotans" ! og að "Vinstri menn setji allt á hausinn"
Nú fer vel á því að draga upp gamlan málshátt;
Margur heldur mig sig.
Þeir fáu sem enn styðja Sjálfstæðisflokkinn, eru að mínu mati fólk sem hefur fengið væna bitlinga frá flokknum..... góð störf eða annað slíkt. Fólk sem hefur eiginhagsmuna að gæta.
Vitið þið annars að flokkurinn gefur unglingum bjór fyrir kosningar.... þótt þau séu bara 17 ára !
Það hefur öllum brögðum verið beitt.
EN...... það verður fróðlegt að sjá kosningabaráttu þeirra fyrir næstu kosningar.
Menn sem hafa státað sig feitt af góðærinu.... að það sé tilkomið vegna þeirra stefnu....þeir hljóta líka að eiga "vondærið". Flokkurinn undirbjó jarðveginn og plantaði í eftirlitsstörfin og þetta er uppskeran. Verra en kartöfluuppskeran mín !
Ég trúi því að "Fátt sé svo með öllu illt að ei boði gott" og að næsta ríkisstjórn verði mynduð af Samfylkingu og Vinstri grænum.
Jafnaðarstefna þeirra er mun mannúðlegri, að ég tali nú ekki um grasvænni.
.
Ef ég væri forsætisráðherra í einn dag myndi ég afnema eftirlaunafrumvarpið fyrir hádegi og segja síðan Davíð upp eftir hádegi. Og fyrst hann vill ekki standa upp úr stólnum þá má hann eiga stólinn og taka hann með sér.
![]() |
Samfylking afneitar Davíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
1.11.2008 | 10:13
Fyrir pabba.
Faðir minn dó fyrir rúmlega 10 árum.
Hann var bifvélavirki.
Ef maður kom með bíl í viðgerð til pabba þá kom þrennt til greina;
Maður vel efnaður = þurfti að borga venjulegt verð fyrir viðgerð.
Maður í millistétt = fékk ódýra viðgerð.
Maður átti mjög litla peninga = viðgerð ókeypis.
Því sýnist mér að pabbi hafi verið Jafnaðarmaður í hjarta sínu. Hann jafnaði kjör fólks.
.
.
Í sveitum hefur það gjarnan tíðkast að nágrannar hlaupi undir bagga, hvor með öðrum. Lendi einn í tjóni eins og bruna koma hinir gjarnan til hjálpar og styðja við hann, ýmist með peningaframlögum eða hjálp við uppbyggingu. Þessi náungakærleikur er ómetanlegur.
Á erfiðum tímum ættum við að huga að náunganum.
Pabbi kenndi mér að við komumst best í gegnum erfiðleika með því að hjálpast að.
Með þetta í huga, ætla ég að styðja við einn bloggvin minn.
Allir að kíkja í pósthólfið sitt !
.
Ég hvet ykkur til að huga hvort að öðru.
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Brattur
-
Ragnheiður
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Hugarfluga
-
Halldór Egill Guðnason
-
Sæmundur Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Gulli litli
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Marinó G. Njálsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
Þorsteinn Sverrisson
-
Árni Gunnarsson
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Finnur Bárðarson
-
Bjarni Harðarson
-
Ingibjörg Hinriksdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Guðni Már Henningsson
-
Íris Guðmundsdóttir
-
Edda Agnarsdóttir
-
Rannveig Guðmundsdóttir
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Erna Bjarnadóttir
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
-
Haraldur Sigurðsson
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Daði Ingólfsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Egill Bjarnason
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Kát Svínleifs
-
Einar Indriðason
-
arnar valgeirsson
-
Kama Sutra
-
hilmar jónsson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
AK-72
-
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
-
Dísa Dóra
-
Sigurður Einarsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Jóhannes Guðnason
-
Brynjar Jóhannsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Magga tagga
-
Fanney Björg Karlsdóttir
-
Tófulöpp
-
Valgeir Skagfjörð
-
kop
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Björgvin R. Leifsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Svanhildur Karlsdóttir
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Aprílrós
-
Guðrún Björk
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Katan
-
Páll Rúnar Elíson
-
Þórir Aðalsteinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristín Snorradóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Gunnar Níelsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Þórdís tinna
-
Eva Hrönn Jóhannsdóttir
-
Jóhannes Freyr Stefánsson
-
kloi
-
Bjarndís Helena Mitchell
-
Ragnar Gunnarsson
-
Brynja skordal
-
Vefritid
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
-
Garún
-
Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði