Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Nýtt logo.

 

Loksins, loksins er þessi síða komin með sitt eigið LOGO.

Það er að vísu frekar illa fengið.  Ég stal því frá einhverjum Fullum sem stal því frá öðrum bloggara og ég hef satt að segja ekki hugmynd um hvort hann stal því líka.

En hingað er það komið. 

Þetta er dálítið í stíl við merki sparisjóðanna eins og þið sjáið.... alveg eins svona fjögur eitthvað: 

 

Sparisjóður Mýrasýslu:  

logo18

Sparisjóður grínista: 

 

    d778a6b98c0541c4f9183c14c52e5ef7

 

 


Hver er þetta ?

 

Ef að þetta er ég  Shocking

og þetta er Ragnheiður  Kissing

og þetta er Brattur  InLove

og þetta er Þorsteinn Valur  Cool

og þetta er Halldór  W00t

og þetta er Jón Steinar  Smile

og þetta er Helena  Joyful

og þetta er Gunnar Helgi  Sideways

og þetta er Lára Hanna  Wink

Hver er þá þetta ?  Ninja   ????????

.

.

.

image021

 


Farið að bauka við að búa til bauka.

Áminning til bloggvina með tattoo.

.

Eftir þrjár vikur, þann 15. mars næstkomandi, ætlum við að hittast og etja kappi í norsku Rommýi.  Smile   Jabbedíbabbedídú.

Verðlaun verða að sjálfsögðu veitt fyrir alla frammistöðu, jafnvel þá alslökustu.  Brattur dómari og Halldór yfirdómari munu sjá til þess að keppnin verði drengileg og stúlkuleg.  Whistling

Farið er fram á að keppendur mæti með heimatilbúinn sparibauk og má hann vera í hvaða formi sem hugmyndaflug framleiðenda leyfir. 

Hér koma einhverjar hugmyndir:

 4pigs
        clown-fish-stuffed-beanbag-f1617      

 

 

 

 

                             

                              1164718693752

Doll

                             

 

 

c_documents_and_settings_anna_desktop_myndir_ofl_my_documents_myndir_barcelona2_20058


Þessi er spennandi.

 

...Af hverju var skjaldbakan fljótari en Brattur vinur minn,  út í bakaríið í morgun ???  Gasp

.

BTSide

.


Það er púki í púkanum mínum.

Þessi texti hefur verið að bögglast í mér undanfarið:

Er ég kem heim í Búðardal
bíður mín brúðarval
Ó ég veit það verður svaka partý.
Býð ég öllum úr sveitinni
langömmu heillinni  Pinch 
það mun verða veislunni margt í.

.

Þetta rímar ekki en það er líka erfitt að bjóða langömmu heitinni.. nánast ómögulegt.
Því gúgglaði ég textann og fékk hann allt öðruvísi:

.

Er ég kem heim í Búðardal
bíður mín brúðarval
og ég veit það verður svaka partý
Býð ég öllum úr sveitinni,
langömmu heitinni
myndi þykja veislunni margt í.

.

Langamma var semsagt aldrei boðin í partýið.  Pouty

-----------------------------------------------------------------------------------------

Ps.  Púkinn vildi ekki orðið "gúgglaði" og kom með breytingatillögurnar:

gígglaði
gúlglaði
gúmglaði
gúuglaði
kúgglaði
múgglaði
rúgglaði
súgglaði

Getur einhver útskýrt hvað þessi orð þýða ?  Shocking

 


Kattarómyndin.

 

Á mínu æskuheimili voru alltaf kettir.  Oftast tvær læður en fjöldinn fór einu sinni upp í fimmtán kisur, þegar báðar læðurnar gutu á sama tíma, eftir að þær höfðu hitt sjarmör sveitarinnar á laun.

Í því goti kom einn kettlingurinn í heiminn, án rófu.  Hann var með sentimeters stubb aftan á sér og ég veit ekki hvað á helst að kalla svoleiðis.  Köttur með bút ?  Woundering

Ævi þessa kattar varð þó hin ævintýralegasta.  Hann var gefinn að hótel Búðum, eftir að ég hafði "presenterað" fyrir þeim hversu hagkvæmt væri að eiga rófulausan kött.  Á veturna, í vondum byljum, þegar hleypa þurfti kisa út að pissa, þá var hægt að loka hurðinni um leið og rassinn var kominn út..... þurfti ekkert að bíða eftir að skottið færi líka.  Whistling 

Á hótel Búðum var því í mörg ár rófulaus kisa, sem undi sér við leik og leik og lifði eins og drottning.

.

queenCrown


Ég hugsaði bara ekki svo langt.

 

Það er verið að byggja nýtt hús í götunni.... á bakvið mitt á ská.  Um verkið sér eitthvert lítt þekkt fyrirtæki, ekki héðan.  Eftir að þeir voru búnir að fylla upp lóðina og byggja grunn, fór að myndast hin myndarlegasta tjörn á milli okkar.  Í fyrradag tók sonur minn eftir því að karlinn, sem er í forsvari fyrir þetta verk, var að handmoka skurð.... úr tjörninni myndarlegu og niður í bakgarðinn hjá okkur.  Hann vildi losna við vatnið af því að gluggarnir hans voru komnir á kaf og fannst hann ógnarsniðugur ef hann sendi tjörnina einfaldlega beint yfir í næsta garð...

Hér koma myndir sem teknar voru eftir að búið var að stífla rennuna - en þá hafði lækur tifað létt um máða steina, niður í garðinn minn og þar var allt á floti.

020

.

Ef vel er að gáð, sést dökk rönd neðst í fyllingunni sem sýnir hvaða vatnsmagni karlskunkurinn náði að fleyta yfir til mín.  Ég fór að sjálfsögðu út og ræddi við kauða.  Ég spurði hann hvað honum gengi eiginlega til.... hvort hann héldi að hann gæti sökkt timburhúsinu mínu í vatn, eins og ekkert væri ?

Hann var ekki gáfulegur á svipinn þegar hann sagði þessa gullvægu setningu:

"Ég hugsaði bara ekki svo langt".

Akkúrat.... menn grafa rennu til að losa sig við vatn en hugsa ekki um það hvert vatnið fer.

Ætli hann setji þakið á, áður en veggirnir rísa ?  GetLost


Tryggingasjóður banka og sparisjóða.

.

Heyrst hefur að bankar og sparisjóðir gætu hugsanlega orðið gjaldþrota á næstu misserum.

Sparisjóður grínista og nágrennis hyggst bregðast við þessum tíðindum.

Grunnurinn að góðum rekstri, er að vera ávallt á undan sinni samtíð... vera frumkvöðull.... vera skapandi og sýna gott fordæmi.

Það kemur því ekki til nokkurra greina að Sparisjóður grínista og nágrennis rúlli á hausinn, sísvona, á eftir hinum bankastofnununum.  Ó nei !

Sparisjóður grínista og nágrennis er alltaf feti, ef ekki mörgum metrum, framar.

.

ceramic_pig

.

Sparisjóður grínista og nágrennis lýsir sig hér með gjaldþrota.  LoL


Breyttu til.

 

Viltu vera eins og allir hinir.... eða viltu reyna eitthvað nýtt og skemmtilegt ?

Ok, leiðbeiningar fyrir þá sem þora;

Valhoppaðu inn í eldhús og skrúfaðu þar frá kalda vatninu.

Dansaðu svo til baka og láttu sem þú takir ekki eftir furðusvipnum á öðru heimilisfólki.

Ef þú mætir kettinum, hvæstu þá á hann.  Almennilega. W00t 

Dancing-Kittens-807

Sittu í smástund við skjáinn og brostu. Smile

Nú er kalda vatnið orðið vel kalt svo þú þarft að fara aftur inn í eldhús.

Valhoppaðu aftur.

Fáðu þér fullt vatnsglas og drekktu það í botn.

Dansaðu svo til baka og ef þú mætir einhverjum, rífur þú viðkomandi í smá sveiflu.

Er ekki lífið skemmtilegra svona ?  Wink


Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband