Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
13.2.2008 | 20:50
Húsráð.
Hver kannast ekki við það að vera á æsispennandi stað í draumi einmitt þegar vekjaraklukkan hringir ?
Mig dreymir kannski að ég sé að fara að hitta Elton John og Phil Collins. Alla nóttina er undirbúningur í gangi... ég greiði mér og fer í mitt fínasta púss. Stóra stundin nálgast. Ég keyri heim að húsinu þar sem þeir dvelja. Spennan magnast og tilhlökkunin ólgar í mér. Ég geng óstyrkum skrefum að útidyrahurðinni.... dyrnar opnast.... og þá.............
hringir helv. vekjaraklukkan.
Nú er ég búin að finna lausn á þessu vandamáli.
Ég er vön að vakna klukkan 7.00 en núna stilli ég vekjaraklukkuna mína einfaldlega á 7.05 .... og ég næ að klára drauminn minn.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
11.2.2008 | 18:14
Ég veit af hverju Mbl.is auglýsir NOVA síma á hverri einustu bloggsíðu.
Þetta er augljóst.
Morgunblaðið þarf að segja fréttir.
Aðalfréttin núna er klúður á klúður ofan hjá sjálfstæðismönnum.
En Morgunblaðið nær ekki í einn einasta sjálfstæðismann.
ÞEIR EIGA ENGAN SÍMA !!!
Sjálfstæðismenn...... nú er lag.... kaupið NOVA
10.2.2008 | 22:44
Mundu að....
Brosið er eins og pósturinn,
dreifir glaðningi til fólks
stundum kemur hann ekki með glaðning.
Ef þú brosir alltaf....
....færðu alltaf skemmtilegan póst.
J.J.
Júlíus Júlíusson.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
9.2.2008 | 21:41
Þetta rímar ! :-)
Af mæni fór að taka mál,
með tók lítið drykkjarmál.
Varð þá snöggvast svaka mál.
Skrýtið er nú íslenskt mál.
.
9.2.2008 | 11:46
Er ekki algjört jafnrétti draumur okkar allra ?
8.2.2008 | 21:03
Lögmálin.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
8.2.2008 | 19:20
Veðrið.
Er hægt að blogga um eitthvað annað en veður núna ? Held varla. Undir Hafnarfjalli mældust hviður 61 m.sek. um hálfsjöleytið. Og veðrið á ekkert að vera sérstaklega vont fyrr en um níuleytið en á landið stefnir lægð sem er 934 millibör. Mér verður hugsað til grísanna sem byggðu húsin sín ýmist úr stráum, spýtum eða múrsteini. Skyldi spýtukofinn minn halda í kvöld þegar úlfurinn blæs ?
Ef ekki, má búast við að ég fjúki út á hafsauga.... en ég held reyndar að hafsauga sé ekki til.
Rafmagnið hefur verið að blikka í kvöld og þar sem ég hef nú þegar upplýst alþjóð um hræðslu mína við að vera svöng... get ég svosem alveg eins sagt ykkur að ég eldaði ógurlega hratt klukkan 6 í kvöld. Ætlaði sko að vera södd ef rafmagnið færi. Og ég er södd og sæl.
Héðan verða fluttar nánari fréttir um leið og þær berast.
Sérstaklega ef það verður rafmagnslaust og ég hef ekkert annað að gera.
7.2.2008 | 20:46
Hvaða Nova bull er þetta á bloggsíðunni ?
Innbrot hefur verið framið í Sparisjóð grínista og nágrennis.
Einhver NOVA óð inn í sjóðinn og kom sér fyrir, án vitundar og vilja Sparisjóðsstjóra.
NOVA er að trufla mig og ég óska hér með eftir að Moggablogga-stjórarnir hirði þennan óboðna gest og stingi honum í næsta snjóskafl.
TAKK.
7.2.2008 | 20:29
Verð að eiga mat.
Alveg er ég sannfærð um að í einhverju fyrra lífi varð ég svöng. Hef hugsanlega orðið glorhungruð eða jafnvel soltið til bana.
Þessi sannfæring mín er tilkomin vegna þess að mig dreymdi svo oft, þegar ég var unglingur, að það væri að koma stríð og ég var á fullu að hamstra mat. Aftur og aftur var ég með fangið fullt af grjónum og haframjöli í draumum mínum.
Svo þegar kemur vont veður eins og er þessa dagana... og þá er ég að tala um að ég er vakandi... líður mér ekki vel fyrr en ég hef farið í búð og hamstrað mat. Núna er ísskápurinn fullur af mat. Og mér líður ljómandi vel.
.
.
Hugsanlega er þetta bara skynsemi af því að ég yrði fyrst til að hríðfalla úr hor í hungursneið.
6.2.2008 | 21:51
Áróðursmaskína Sjálfstæðisflokksins malar.
Langt er síðan mér datt í hug að í Valhöll sæti maður eða jafnvel menn og brugguðu áróðursorð til að níða niður andstæðinga Sjálfstæðisflokksins í pólitík.
Ég rakst á þetta fyrir tæra tilviljun og það verður gaman að sjá hversu margir Ósjálfstæðismenn fara eftir fyrirmælum og blogga ........ "SAUMAKLÚBBUR SVANDÍSAR SKILAR AF SÉR".
Hér með birti ég sönnunargagn númer eitt í málinu;
Saumaklúbbur Svandísar skilar af sér.
Og sönnunargagn númer tvö;
Saumaklúbbur Svandísar skilar af sér.
Hí á ykkur... getið ekki hugsað sjálfir.
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði