Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
6.2.2008 | 21:16
Fjósakonan.
Ég vaknaði í morgun, sem eru stórtíðindi út af fyrir sig, og klæddi mig í öskudagsbúning.
Þetta árið ákvað ég að vera Fjósakonan. Mér fannst það virðulegt.... minnti á Fjallkonuna.
.
Þegar í búninginn var komin, fór ég í vinnuna. Ég var rekin heim.
.
Ekki fór ég þó heim, heldur gekk í búðir og söng fyrir alla sem heyra vildu. Það vildi enginn heyra. Eftir fyrsta tóninn var skutlað í mig sælgæti og ég rekin út.
Þegar ég hafði fyllt sælgætispoka á örskömmum tíma, fór ég heim.
.
Ég var rekin í bað.
Mér var sagt að það væri vond lykt af mér.
Og ég sem keypti hana sérstaklega í tilefni dagsins !!!!
.
5.2.2008 | 20:15
Bridge.
Þessi færsla er fyrir briddsara.
Eitt eftirminnilegasta spil sem ég hef spilað, var á móti tveimur stelpum, 12-13 ára.
Eftir nokkra sagnhringi, enduðum ég og makker minn í 6 spöðum á mína hendi í austur.
SUÐUR doblar. Spilið byrjar og ég sé strax að ég á öll spilin, nema hvað mig vantar laufaás og spaðadrottningu. Við makker minn erum með 9 spaða.
Jahá.... svona ung stelpa doblar ekki nema hún eigi allt sem mig vantar. Þetta spil liggur svo augljóst fyrir að ég er að springa úr hlátri.
Ég spila laufi og NORÐUR drepur á laufaás. Ó ! Aha... .... ég hlæ enn meira inni í mér. Nú er algerlega borðleggjandi að doblarinn á spaðadrottningu, annaðhvort þriðju eða fjórðu.
Þá er að vinda sér í verkefnið...... spila spaðagosa og síðan tíu... og svína. Skítlétt !
Þá gerðist hið óvænta......... NORÐUR drap á spaðadrottningu. Norður átti báða slagina.
Þær léku laglega á mig. Suður doblaði með nákvæmlega ekkert....... sem varð til þess að ég spilaði spilinu niður. Hefði engin doblað, þá tek ég tvo hæstu í trompi og drottningin dettur í.
Maður skyldi aldrei vanmeta unga fólkið.
4.2.2008 | 18:34
Yfir mig.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 18:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
3.2.2008 | 17:36
Vatnsdeigslangloka.
Loksins, loksins slæ ég í gegn.
Í dag fann ég upp dálítið mjög sérstakt, óvenjulegt og merkilegt.
VATNSDEIGSLANGLOKAN hefur litið dagsins ljós í alfyrsta skipti í allri veröldinni;
.
.
Ég mun verða virt og dáð um alla framtíð...allavega svona einn dag á ári...... eftir hádegi.
Er þetta ekki frábært ?!
Næsta skref er að frá einkaleyfi á gripinn.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
3.2.2008 | 12:09
Uppskrift óskast.
Nú er bolludagurinn á morgun og ég ætla að gera nokkrar tebollur.
Kann einhver uppskrift að tebollum, hvað á að nota mikið te ?
2.2.2008 | 17:44
Hestarnir.
.
.
.
Má ég kynna: Ívar, móálóttur litföróttur og Koníak, jarpskjóttur... úr minni eigin hrossarækt.
Hestarnir voru teknir á hús í dag. Ég komst að því í leiðinni að mig vantar kúlu. Þegar ég ætlaði að hengja hestakerruna aftan í bílinn, greip ég í tómt. Engin kúla !! Svik og prettir að selja manni kúlulausan bíl. Jæja, skítt með það...
Mig langaði bara að sýna ykkur myndir af mínum gullfallegu gæðingum.
.
1.2.2008 | 17:12
Þýðir voff alltaf voff ?
Allir hundar segja Voff. En ætli þeir skilji hver annan ? Ef íslenskur fjárhundur hittir kínverskan smáhund og sá kínverski geltir,.... skyldi sá íslenski skilja geltið eða er þetta kínverskt Voff ?
Ég gerði einu sinni smá tilraun í Danmörku. Var inni á dönsku heimili og þar var labradorhundur. Hann hlýddi skipun eiganda síns um að setjast. Hann hlýddi mér líka þegar ég sagði honum að setjast á dönsku. Ef ég hins vegar notaði sama látbragð en sagði "sestu" á mínu ylhýra máli, þá horfði hann bara á mig með heimskulegum hundasvip og gerði ekki neitt. Hann skildi ekki íslenskuna.
En er Voff alþjóðlegt ?
.
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði