Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
15.9.2008 | 23:10
Fyrst þýski hundurinn getur þetta........
......... þá hlýtur hún Femína mín að geta það líka.
Hér er hún á fyrstu æfingu.
.
.
Hundur hringdi í neyðarlínuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.9.2008 | 22:04
Er hægt að fá fleiri broskalla ?
Þegar ég skrifa blogg myndast allskonar svipbrigði á andliti mínu, fer eftir því um hvað ég skrifa. Hingað til hef ég reynt að koma grettum og brosum, undrunarsvip og monti, kæruleysi og örsjaldan smá stríðnissvip, skilmerkilega til skila til ykkar jafnóðum og þau birtast, á til þess að gera snoppufríðu fési mínu.
.
.
Græna kallinn nota ég afskaplega sjaldan því ég hef ekki fengið ælupest lengi.
Ekki sé ég heldur nytsemi þessarar hauskúpu;
Erindi pistilsins er þetta; Ég vil fá fleiri tegundir af brosköllum á bloggið.
.
Plíííís !
.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
14.9.2008 | 12:03
Þegar kötturinn sefur fara mýsnar á stjá.
.
Aumingja kisi minn. Ég hef haldið fyrir honum vöku í langan tíma til að fyrirbyggja að allt fyllist af músum. Hvað á maður að gera ? Auðvitað get ég samt ekki endalaust látið köttinn vaka. Líklega er skynsamlegast að setja upp vaktaplan fyrir kisurnar mínar tvær. Önnur vakir meðan hin sefur. Og svo er bara að vona að þær fari ekki fram á jólafrí og sumarfrí og svoleiðis vitleysu.
Ef það gerist fer ég að vatna músum.
.
.
13.9.2008 | 08:44
Neytendahornið - "Betra bak" tekið í bakaríið.
Fyrir 6 árum síðan þurfti ég að fjárfesta í nýju rúmi. Verslunin Betra bak hafði auglýst og auglýst og sakleysinginn ég beit á agnið hjá þeim. Eftir að hafa skoðað allnokkur rúm í versluninni festi ég kaup á hjónarúmi fyrir 165 þúsund krónur. Það átti að hafa þann stóra kost að hafa harða brík á öllum köntum þannig að maður gat sest á það án þess að síga mikið niður.
Nýja rúmið var sent heim. Fljótlega tók ég eftir því að það var miklu betra að sofa öðru megin í rúminu. Hinu megin var einhvers konar hola. Ástæðan var sú að á einni hlið rúmsins hélt bríkin ekki. Það var m.ö.o. hörð brík á öllum köntum nema einum.
Ég hringdi mörgum sinnum í verslunina til að segja farir mínar ósléttar. Fékk ég þau svör að bráðlega væri von á dönskum sérfræðingi í heimsókn þannig að best væri að ég sendi þeim rúmið og þá myndi sá danski yfirfara það og ég fengi það síðan bætt. Og þetta gerði ég.
Fór í kjölfarið til Reykjavíkur og heimsótti "Betra" bak. Sölumaður tók á móti mér, fullyrti að ég fengi rúmið bætt um leið og danski sérfræðingurinn kæmi og bauð mér annað rúm. Ekki hafði ég áhuga á samskonar rúmi. Endaði þessi ferð mín á því að ég keypti annað rúm og greiddi fyrir það 185 þúsund en fékk 80% af verði fyrra rúms til frádráttar. Þeir lofuðu mér því að ég fengi 20% greidd um leið og sá danski kæmi.
.
.
Leið svo og beið. Ég gerði mér aðra ferð í höfuðborgina og heimsótti verslunina að nýju. Rúmið mitt var þá komið í sýningarsalinn og einhver stráklabbi tók á móti mér. Danski sérfræðingurinn sást hvergi. Stráklabbinn lagðist í 5 sekúndur í rúmið og sagði; "Það er bara allt í góðu lagi með þetta rúm". Þarna var komið allt annað hljóð í strokk Betra-baks-manna. Stráksi sagði með yfirlæti þess sem allt veit; "Sko ef eitthvað er að þessu rúmi, þá eru hinar þrjár hliðarnar OF HARÐAR"
Dísuss !
Ég fullyrti að rúmið væri gallað þar sem ein bríkin væri of mjúk.
Þeir neituðu að rúmið væri gallað af því að ef eitthvað væri, þá væru hinar 3 hliðarnar of harðar.
Strák-skunkurinn hagaði sér dónalega við mig og lét eins og ég væri kjelling sem gengi um veröldina og kvartaði yfir öllu sem nálægt mér kæmi. Með hörku hélt ég reiðinni í skefjum og fékk þá til að samþykkja að hlutlaus aðili tæki rúmið út. Maður frá Neytendasamtökunum.
Í næstu ferð minni til Reykjavíkur, skömmu síðar, fer ég inn í Betra bak og ætla að sýna vinkonu minni gallaða rúmið. Þá er það horfið. Ég spyr sölumann hvar rúmið sé að finna ?
Svarið sem ég fékk var að þeir seldu rúmið mitt - sem átti að skoðast af hlutlausum aðila - til einhvers sumarbústaðaeiganda á 80% verði.
Niðurstaða málsins var sú að ég keypti rúm á 185 þúsund og greiddi auk þess 20% af öðru rúmi. Þeir tóku af mér réttinn til að fá hlutlausan aðila til að meta rúmið. Þeir lugu að mér. Þeir komu fram við mig eins og ég væri kvörtunarskjóða dauðans. Þeir töpuðu ekki einni krónu á gallaða rúminu.
LÚÐAR !
.
11.9.2008 | 22:46
Hollráð húsmóður.
Öll föllum við stundum í freistingar.
.
.
Hér kemur uppskrift af uppáhalds snakkinu mínu:
1 stór bolli Cheerios
skreyttur með 3 bitum af suðusúkkulaði.
.....................
Góðir hálsar og þið hin sem eruð með svæsna hálsbólgu. Þetta er ekki grín.
Cheerios með suðusúkkulaði smakkast ljúflega og langvarandi át á þessum sérstaka rétti, veldur ekki leiða.
Gott er að sötra appelsín með.
Verði ykkur að góðu.
10.9.2008 | 19:53
Draumaráðning óskast.
Mig dreymdi í nótt að ég var stödd í verslun hér í heimabæ mínum. Þá kemur að mér kona og heilsar mér með nafni. Strax finnst mér ég eitthvað kannast við hana en kem henni þó ekki fyrir mig. Hún spyr hvort ég þekki sig ekki og ég hugsa málið. "Ertu kennari" ? "Já" segir hún og kímir. Stuttu síðar kviknar á perunni hjá mér; "Pálína" ! (Hún var kennari minn í barnaskóla og ég hef ekki hugsað um hana í áratug eða meira)
Síðan segir hún við mig í draumnum; Mig dreymdi þig einmitt í nótt Anna. Þú varst stödd á 5th Avenue.
Þá vakna ég.
.
.
-------
Jæja folks. Hvað þýðir svona furðulegur draumur ?
9.9.2008 | 21:55
Er þetta okur eða er þetta rán ?
Einu sinni á minni lífsleið, hef ég þurft að ráða mér lögfræðing. Ekki ætla ég að útlista hér hvers vegna, heldur aðeins að deila með ykkur reikningnum sem ég fékk frá honum.
Reikningurinn var sundurliðaður og eitt atriði vakti sérstaka athygli mína;
Reynt að hringja í Önnu kr. 5000,- (og síðan kom vaskur ofan á það)
Aldrei, hvorki fyrr né síðar, hef ég séð jafn mikið eftir því að hafa ekki verið með símann á mér.
Það kom nefnilega önnur lína á reikningnum...... hringt í Önnu kr. 5000,-
.
.
Nú.... skoðum málið aðeins betur. Ég tók tímann á - að reyna að hringja í einhvern sem ekki svarar - og fékk þá útkomu að ef maður hringir sex hringingar, tekur það hálfa mínútu.
Og haldið ykkur nú ! Miðað við ofangreint dæmi er lögfræðingurinn, eða lögfræðiskrifstofan, með sexhundruðþúsund krónur á tímann. Plús vask.
.
Æhhhh, ég vona að strákarnir á lögfræðiskrifstofunni muni eftir að greiða símareikninginn.
7.9.2008 | 09:58
Hissa !
Ef þér yrði sagt að þú hefðir unnið bíl í happadrætti, hver yrðu þín viðbrögð ?
.
.
Hér er smá úttekt á fjórum kynslóðum í minni ætt..... en þar er greinilegur kynslóðamunur á undrunarviðbrögðum;
Ég er nú svo aldeilis hissa sagði amma ævinlega þegar hún varð hissa, og sló sér á lær(i).
Það er ómögulegt sagði pabbi minn alltaf þegar hann varð hissa.
Í alvöru eru mín viðbrögð.
Er þa segir yngsta dóttir mín.
Samkvæmt þessu er hægt að reikna nokkurn veginn út aldur fólks, eftir lengd "hissa" viðbragða.
Anna Einarsdóttir..... Cand Mag.
Spil og leikir | Breytt 8.9.2008 kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
5.9.2008 | 22:09
Ég hef verið klukkuð.
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
Bensíntittur, skrifstofustjóri, barþjónn, prófarkalesari.
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:
Guðirnir hljóta að vera geggjaðir, Silent movie og svo man ég ekki meira. Þessvegna er ég aldrei send á videóleigu.... ég veit ekkert hvað ég hef séð og hvað ekki.
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Ég hef búið á sunnanverðu Snæfellsnesi, í Borgarnesi, Danmörku og Reykjavík.
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Út og suður, Sjálfstætt fólk, Bachelor (það er svo gaman að fylgjast með mannlegri hegðun) og örugglega Næturvaktin, þegar ég verð búin að horfa á hana. Ég á sko diskana.
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Egyptaland, Suður Frakkland, San Marino og Selvallavatn.
Fjórar síður sem ég heimsæki daglega(fyrir utan bloggsíður)
Mbl.is, Leit.is, Visir.is og Msn.com
Fjórir staðir sem ég mundi helst vilja vera á núna:
Heima hjá mér, (þar sem ég er), í Perú, í Egyptalandi eða í útreiðatúr í íslenskri náttúru á gæðingi.
Fjórir bloggarar sem ég klukka:
Hrönn, Ásgeir, Brattur og Jón Steinar.
Spil og leikir | Breytt 6.9.2008 kl. 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.9.2008 | 20:22
Ég spyr......
Hvers vegna er fíllinn stór, grár og krumpaður?
.
.
Svar;
Af því að ef hann væri lítill, glær og glansandi þá væri hann lýsispilla.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði