Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
31.1.2009 | 22:48
Bara ef allir væru svona kátir....
.
.
31.1.2009 | 14:30
Amen á eftir efninu.
Myndir þú einhvern tíma stofna fyrirtæki, ráða 63 starfsmenn, skipta þeim í nokkra hópa og segja sem svo..... "sá hópur sem stendur sig best fær að vinna áfram eftir 4 ár" ?
Er það ekki beinlínis ávísun á að hver hópurinn vinni gegn öðrum ?
Og að fái einn hópur góða hugmynd, verði hún rifin niður af hinum hópunum vegna þess að velgengi einhvers hóps ógnar tilveru þess næsta ?
Af hverju erum við með svona furðulegt kerfi á Alþingi ?
Ég segi fyrir mig að stofnaði ég fyrirtæki, vildi ég að starfsmenn ynnu að hag fyrirtækisins sem ein heild. Og þannig er það í öllum fyrirtækjum.
.
.
Því er það staðföst skoðun mín að flokkakerfið sé úrelt... hafi það einhvern tíma verið gott.
Endurvekjum lýðræði á Íslandi og kjósum fólk.
Leggjum niður gömlu flokkana í næstu kosningum.
Amen.
.
31.1.2009 | 11:49
Spegill, spegill, herm þú mér.......
.
.
Mig langar svo að sýna ykkur þennan spegill sem ég fékk í jólagjöf.
Hann er búinn til úr keramik og listamaðurinn er dóttir mín, 12 ára gömul.
.
30.1.2009 | 19:30
Lét Geir þá stjórnast af ÁST ?
Geir segir að Samfylkingarmenn, ásamt einhverjum öðrum, hafi látið stjórnast af hatri á Davíð Oddssyni þegar þeir vildu segja honum upp starfi.
Þetta er í meira lagið fyndið.
Hvað með alla sem fengið hafa uppsagnarbréf undanfarna mánuði ? Eru þeir þá hataðir af sínum vinnuveitendum ? Maður spyr sig !
Stundum þarf einfaldlega að segja fólki upp, ýmist vegna hagræðingar, minni verkefnastöðu eða í einstaka tilfellum vegna þess að starfsmaðurinn vinnur ekki nógu vel.
Það var einmitt málið með Davíð og Seðlabankann. Og Fjármálaeftirlitið. Og Sjálfstæðisflokkinn. Þeir unnu þjóð sinni ekki nógu vel og því hefur þeim verið sagt upp störfum.
.
Það skyldi þó aldrei vera að Geir elski Davíð ?
.
.
Geir: Stjórnuðust af hatri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.1.2009 | 20:11
Brilljant nafn !
Þeir eru sniðugir Rússarnir þegar þeir skíra börnin sín.
Mér finnst til dæmis alveg stórkostlegt nafn á rússnesku tenniskonunni;
Dinara Safina.
.
Svona lítur það svo út með eðalgóðum framburði;
Dína Rassafína.
Williams og Safina í úrslit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.1.2009 | 18:33
Íslendingar svelta.
Mér rann til rifja að lesa Þessa frétt í DV. þar sem fjallað er um eldri mann sem sveltur.
.
.
Þessi sami maður lagði Fjölskylduhjálpinni til aðstoð meðan hann hafði vinnu. Nú þarf hann sjálfur að leita þangað eftir aðstoð, eftir að hann og konan hans misstu bæði vinnuna. Það er illa komið fyrir mörgum fjölskyldum þessa dagana en sárast finnst mér þegar eldra fólk, sem skilað hefur ærnu ævistarfi, þarf að kyngja stoltinu og biðja um hjálp.
Það er skylda okkar sem eigum eitthvað smávegis afgangs að hjálpa þeim Íslendingum sem standa í þessum hræðilegu sporum.
Í dag lagði ég pening inn á Fjölskylduhjálp Íslands og ég skora á ykkur, sem getið, að leggja eitthvað smávegis af mörkum.
0101-26-66090, kennitala 660903-2590.
Það á enginn að þurfa að svelta á Íslandi, sama hversu bágborið annars efnahagsástandið er.
Þetta er bara spurning um að reyna að skipta jafnar á milli.
.
Knús á línuna.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.1.2009 | 21:29
Ung, vitlaus og klaufaleg... ég segi ykkur það í trúnaði.
Á undanförnum árum hefur mér blöskrað hvernig það hefur komist í tísku að ráða algerlega óreynda "stuttbuxnadrengi" í ábyrgðarmikil störf jafnframt því að eldra fólk hefur oft á tíðum verið "afskrifað" mjög ótímabært.
Þrátt fyrir bráðungan aldur minn hef ég öðlast þann þroska að gera mér grein fyrir að mér eldra fólk er með meiri reynslu en ég.
Reynsla lífsins er stórlega vanmetin. Sumt er bara ekki hægt að læra af bóklestri.
En það er líka hægt að reyna að læra af þeim sem eldri eru ef maður vill verða skynsamur sem fyrst. Sem ég er að reyna. Ég sagði REYNA.
Nú kem ég að vandasömum kafla. Ætlunin var að vísa í blogg sem mér finnast góð hjá tveimur bloggvinum mínum sem ég HELD að séu eldri en ég. En nú er ég búin að hljóma eins og þeir séu eldgamlir !
Þeir fyrirgefa mér vonandi hvað ég er ung og vitlaus og kem klaufalega fyrir mig orði.... á þessu lyklaborði.
.
Má ég kynna;
og
.
27.1.2009 | 21:13
Pólitískt grín.
Maður er gjörsamlega búin að missa sig í pólitíkinni undanfarna daga.
Hefur svosem verið af meira en nógu að taka. Þvílíkt og annað eins !
En ég er persónulega kát. Sjálfstæðismenn farnir í frí. Hyllir í frí hjá Seðlabankamönnum. Fjármálaeftirlitið fer í frí eftir mánuð. Björgvin fer bráðum í frí.
Er annars ekkert jafnrétti í þessu landi ? Ég meina.... fæ ég ekkert frí ?
--------
Fann fyrir ykkur sárasaklausan - auðvitað pólitískan - brandara;
Sagt með röddu Guðna Ágústssonar:
.
Þar sem að tveir Framsóknarmenn koma saman.......
.
.
.......... þar er spegill.
.
.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.1.2009 | 12:26
Hannes Hólmsteinn - Hrollvekja.
Situr þessi maður enn í bankaráði Seðlabankans ?
Sagði sig úr bankaráði Seðlabanka Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.1.2009 | 18:02
Ólafur hefur hlustað á þjóðina.
Á óvenjulegum tímum gera menn óvenjulega hluti.
Ég er mjög sátt við að forseti Íslands styðji við þjóð sína með þessum hætti. Hann hefur greinilega hlustað vel á kröfur okkar á Austurvelli ásamt því að hann hefur fylgst með umræðum á netinu.
Þau fjögur atriði sem hann tiltekur eru að mínu mati nákvæmlega það haldreipi sem við Íslendingar þurfum í stöðunni.
- Við þurfum frið í þjóðfélaginu.
- Leggja þarf áherslu á að kollsteypa ekki fjölskyldum og atvinnulífi landsins.
- Við þurfum kosningar í vor.
- Skoða þarf hvort ekki sé breytinga þörf til að endurskapa lýðræði á Íslandi.
.
Ég fyllist bjartsýni.
Skapa þarf samfélagslegan frið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði