Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Þetta er lögreglumál.

 

Ég ætlaði að einhenda mér í einhver léttari skrif en þá sá ég þetta;

http://icelandgonewild.com/

 

Svona framkoma af engu tilefni, gerir mig dapra.  Frown

Er þetta allt í lagi ???


Undrast viðbrögð nokkurra bloggara.

 

Ég fagna þeirri ákvörðun Björgvins að segja af sér og að taka fjármálaeftirlitið með sér.

Auðvitað átti hann að segja af sér strax í kjölfar bankahrunsins sem og forsætisráðherra, fjármálaráðherra og bara allur þingheimur eins og hann leggur sig, ásamt fjármálaeftirliti og seðlabanka - skrifað með litlum staf.

Ef hrun efnahagsmála á Íslandi dugir ekki sem ástæða afsagnar, hvað er þá nægilega slæmt til að réttlæta afsögn ? 

Ég undrast viðbrögð nokkurra bloggara við þessum tíðindum.

Á bloggsíðum hef ég lesið orð eins og "lágkúruleg afsögn", "aumingjaleg" "lágt lagst" og fleira í þeim dúr.

Því spyr ég;  Vilduð þið að einhver axlaði ábyrgð - eða vilduð þið það ekki ?

 


mbl.is Björgvin segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Liggur nokkurntíma eitthvað fyrir ?

 

Er einhver ákvarðanafælni í gangi hjá forsætisráðherra ?  Pouty

Það liggur ekki fyrir hvort frekari breytingar verði á ríkisstjórninni.

Það liggur ekki fyrir hvort breytingar verði á yfirstjórn seðlabanka.

Líklega liggur ekki fyrir hvað verður í kvöldmatinn heldur !

.

Við Íslendingar þurfum skipstjóra sem þorir að taka ákvarðanir og sem veit hvert hann stefnir.

Ég vil nýtt lýðveldi - nýtt Ísland.

.

.

Það var mögnuð stemming á Austurvelli í gær;

VANHÆF RÍKISSTJÓRN, búmmbarúmm búmm - búmm búmm búmm.  Whistling

Þar hitti ég Hrönnsluna mína með pottlokið af kartöflupotti sínum og götótta sleif.

Pottlokið var farið að láta verulega á sjá.   Pouty

Hrönn hafði mælt sér mót við mig, vestan við Jón. 

Ég taldi að hún ætti við Jón Sigurðsson styttu en eftir langa leit fann ég hana þar sem hún stóð  vestan við Jón Kristjánsson fisksala sem ég hef aldrei séð áður.  Hrönn er ekkert venjuleg.  Joyful 

.

 


mbl.is Geir: Má ekki missa dampinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

nyttlydveldi.is

 

Mig langar að benda á síðuna  www.nyttlydveldi.is

Þar stendur m.a.

"Fólkið í landinu þráir nýtt upphaf og nýjar leikreglur ásamt endurreisn þeirra gilda sem þjóðin hefur um aldir lagt rækt við, gilda á borð við heiðarleika, samvinnu, ábyrgð og jöfnuð".

"Íslensk stjórnvöld brugðust þeirri skyldu að gæta hagsmuna þjóðarinnar. Endanlega ábyrgð á hruninu bera ríkisstjórn og Alþingi. Þess vegna er íslenska lýðveldið í raun dautt.  Og öllum má vera ljóst, að stjórnvöld sem hafa brugðist svo hrapallega, geta hvorki rannsakað eða hreinsað til í fortíðinni né varðað veg til framtíðar, enda hafa þau hvorki til þess traust né fylgi – og enga framtíðarsýn".

Nýtt lýðveldi leggur fram áskorun til ráðamanna þessa lands um að stofna neyðarstjórn sem á að standa fyrir rannsókn og uppgjöri í kjölfar efnahagshrunsins – og nauðsynlegri hreinsun í ákveðnum stofnunum, svo sem Seðlabanka og Fjármálaeftirlitinu sem og að semja algerlega nýja stjórnarskrá.

Neyðarstjórnin mun sitja til bráðabirgða.  Þetta er í raun áskorun til Íslendinga um endurheimt lýðræðis með algerlega nýjum og breyttum leikreglum.

Stjórnvöld keyrðu okkur ofan í forarpytt.  Ef við viljum komast upp úr honum þurfum við nýjan bílstjóra.  Ella hjökkum við í sama farinu.

.

Ég hef þegar skrifað undir þessa áskorun.

.

 

.


Sparisjóður grínista og nágrennis mótmælir á Austurvelli n.k. laugardag kl. 15.00

 

Nú fegurðar oss fáum blund
en förum svo á þennan fund
á laugardag með létta lund
þó land sé farið í kött og hund.

.

Orange%20Face2 

.


Við viljum ekki að þið takið afdrifaríkar ákvarðanir....

 

Þorgerður Katrín segir í þessari grein;  "Við verðum að reyna koma okkur enn betur af stað. Við verðum að taka afdrifaríkar ákvarðanir, bæði í utanríkis-, peninga- og efnahagsmálum þjóðarinnar.“  

.

Þá segi ég;  Ykkar ákvarðanir hingað til hafa ekki reynst þjóðinni svo farsælar.   Og þótt þið hafið mært ykkur af tímabundnu góðæri, reyndist það allt vera út á kredit.  Heldur hefði ég kosið að þjóðin hefði smátt og smátt unnið sig upp í hagsæld - eða bara venjulegheit - frekar en að fá þennan bakreikning sem þið bjugguð okkur með einkavæðingu bankanna.

Því afþakka ég hér með allar afdrifaríkar ákvarðanir af ykkar hálfu.

.

bigstockphoto_you_are_fired_475827 

.


mbl.is Mótmæli mega ekki snúast upp í andhverfu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gáta - Hvernig er hryssan á litinn ?

 

Hér sjáið þið hryssu í minni eigu. 

Spurt er;  hvað kallast litur hennar ?

.

Birta 

.

 

BirtaII 

.


Játning Halldórs.

 

Á netinu er að finna afskaplega merkilega ræðu Halldórs Ásgrímssonar á Viðskiptaþingi Verslunarráðs Íslands í febrúar 2005.

Hér má líta valda kafla úr ræðunni; 

.

"Þeir eru örugglega til sem vildu fá aftur ríkisrekna banka og fjárfestingarsjóði, svarthvítt sjónvarp og frí frá því á fimmtudagskvöldum, en gætum við hin ekki fengið að spegla okkur í sólargeislum framtíðarinnar og þeim feykilegu tækifærum sem felast í henni?

Er íslenskt viðskiptalíf nógu duglegt við að koma þessum boðskap á framfæri? Að hér hafi verið sköpuð tækifæri til vaxtar og útrásar? Nei, það held ég ekki. Gleymum því ekki að til er önnur hugmyndafræði sem gengur út á að hið opinbera eigi að auka afskipti sín af atvinnulífinu og vill setja á boð og bönn um alla skapaða hluti. Vilja Íslendingar hverfa aftur til þess tíma þegar gengisfellingar, verkföll, verðbólga og atvinnuleysi tóku lungann úr fréttatímum sjónvarpsstöðvanna? Nei, það held ég alls ekki".

framsokn2 

.

og síðar í ræðunni kemur þetta;

 

 

"Ég leyfi mér að fullyrða að einkavæðingarferlið, ef svo má að orði komast, hafi gengið vel undanfarin ár og til þess fallið að auka samkeppni og skilvirkni í þjóðfélaginu, neytendum til hagsbóta. Íslensku viðskiptabankarnir eru gott dæmi um slíkt. Heldur einhver að afl þeirra, sem sýnir sig ekki bara í lækkandi vöxtum og þjónustugjöldum heldur einnig í magnaðri útrás og starfsemi á erlendri grundu, hefði stóraukist eins og raun ber vitni undir væng ríkisvaldsins? Ég held ekki og hef ég þó prýðilega trú á sjálfum mér og öðrum stjórnmálamönnum! Það hefur sannast á undanförnum misserum að þessum rekstri er einfaldlega betur fyrir komið í höndum einkaaðila". 

.

og loks;

"Mig langar til að enda tölu mína á því að vísa í upphaf og endi þess sem hér hefur verið umfjöllunar, nefnilega þann glæsilega árangur sem náðst hefur fyrir tilstuðlan dugmikillar þjóðar sem lætur smæð sína ekki slá sig út af laginu heldur siglir ótrauð áfram, jafnvel þótt stundum blási hraustlega á móti. Á sama hátt og ég leyfi mér að telja okkur stjórnmálamennina að nokkru leyti ábyrga fyrir þeim góða árangri sem náðst hefur, fyrst og fremst með því að skapa ákjósanleg og hvetjandi skilyrði, þá er það og okkar hlutverk að móta framtíð sem býður upp á enn frekari tækifæri.

Ég á mér þann draum að í framtíðinni verði Ísland þekkt um víða veröld sem alþjóðleg fjármálamiðstöð. Að hér á þessari litlu og hjartfólgnu eyju starfi kraftmikil alþjóðleg fyrirtæki, sem hafa kosið að eiga hér höfuðstöðvar vegna ákjósanlegra skilyrða af hálfu stjórnvalda, vegna þess mannauðs sem í landinu býr og vegna mikils og góðs stöðugleika, hvort sem er í efnahaglegu eða stjórnmálalegu tilliti".

.

37c

.

Undirstrikunin er gerð af bloggsíðuhöfundi. 

Loksins er hér einn maður sem lýsir sig ábyrgan !! 


Ort af tilefni.

 

Þetta fann ég á netinu en veit ekki hver höfundur er;

.

Ort af tilefni.

.

Var það þess virði
þú víkingur útrásarinnar
að láta land þitt að veði
svo legið þú gætir á allsnægtabeði
og kjamsað á ávöxtum ágirndar þinnar?
Var það þess virði
að veðsetja allt sem er dýrast
hneppa þjóð þína í helsi
hrifsa burt stolt hennar, manndóm og frelsi
svo aleinn þú fengir í höllum að hírast?
Var það þess virði
að veita þér allt sem þú þráðir
ánetjast gleði og glaumi
gjálífið þreyja í óminnisdraumi
– uppskeru njóta, þó engu þú sáðir?
Var það þess virði
að verða svo sjúklega ríkur
– að eignast allt þetta glingur?
Er ekkí hjarta þér dulítill stingur?
Því sá á jú ekkert, sem yndið sitt svíkur.

.

alfheidur-akranesi-fani-einn-480 

.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband