Bloggfærslur mánaðarins, október 2009
31.10.2009 | 17:14
Frábær dagur !
.
.
Ef ég væri ekki ég, myndi ég stóröfunda mig !
Á næstu klukkustundum mun ég snæða gómsæta fiskisúpu eiginmannsins, horfa á Man. United gjörsigra Blackburn, fá góða vini í heimsókn, súpa á tveimur bjórum og spila nokkur spil.
Það gerist ekki betra.
.
25.10.2009 | 09:48
Æfingar næturinnar.
Minn nýbakaði vaknaði í nótt og leit á mig:
Hendur mínar vísuðu beint upp í loftið.
Þannig lá ég í dágóða stund.
Þá sigu þær uns handarbökin námu við höku....
Hendurnar færðust síðan rólega niður að bringu.....
og með mjúkum hreyfingum (býst ég við) færðust þær síðan aftur fyrir hnakka.
.
.
Ég nota dauða tímann, á meðan ég sef og fer í leikfimi !
.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.10.2009 | 12:12
Opið bréf til Vinnumálastofnunar.
Vinnumálastofnun,
Stéttarfélag Vesturlands,
Félagsmálaráðherra.
Alla mína starfsævi hef ég lagt metnað í að standa mig vel í vinnu, vera dugleg og mæta vel. Hef jafnvel mætt þótt ég sé lasin eða með hönd í fatla, ef illa stendur á fyrir vinnuveitandann að missa mig. Enda hef ég góð meðmæli frá öllum mínum vinnuveitendum.
Jafnframt hef ég haft þá persónulegu reglu að ef ég get ekki hlakkað til að mæta í vinnuna, þá segi ég upp og finn mér eitthvað annað að gera. Það gerði ég í vor og hætti störfum 1. september s.l.
Strax þá, tjáði ég Vinnumálastofnun að ég hyggðist vera í sumarfríi í september, enda var ég að fara að gifta mig með tilheyrandi undirbúningi og brúðkaupsferð en það hafði verið ákveðið fyrir kreppu.
Þar sem ég segi sjálf upp störfum á ég ekki rétt á atvinnuleysisbótum í næstum tvo mánuði og það vissi ég. Taldi að ég hefði þá tíma til októberloka til að reyna að finna mér vinnu eða huga að stofnun eigin fyrirtækis.
En nei !
Ég kom heim þann 4. október og þá biðu mín nokkur bréf frá Vinnumálastofnun.
- Boðun á bókhaldsnámskeið (ég hef Samvinnuskólapróf og hef unnið sem bókari, ritari, gjaldkeri og skrifstofustjóri, alls í 25 ár, þannig að ég hef litla þörf fyrir slíkt námskeið.)
- Boðun í starfsviðtal, heimaaðhlynning. (með dagssetningu sem var liðin þegar ég kom heim)
- Ákvörðun um frestun greiðslu atvinnuleysisbóta (ég taldi ekki að ég hefði óskað eftir atvinnuleysisbótum fyrr en að loknum biðtíma, hvort eð er) og ástæða fyrrum vinnuveitanda fyrir uppsögn minni. (og tilgreind röng ástæða, byggð á kjaftasögum)
- Boðun á Excel námskeið fyrir byrjendur !
En þetta var bara fyrsta vers.
9. október fæ ég bréf sem inniheldur setninguna Þar sem upplýsingar frá þér um ástæður starfslokanna bárust ekki..... Rangt ! Ég var búin að senda þeim skriflegt svar þann 5. okt. í tölvupósti.
13. október kemur bréf... Það er mat Vinnumálastofnunar að skýringar þínar á ástæðum starfslokanna teljast ekki gildar (bíddu, bíddu, eru þeir að segja að ég sé að segja ósatt? Nei, eftirgrennslan leiddi í ljós að þetta þýddi engar bætur á lögbundnum biðtíma - sem ég vissi nú alveg sjálf.)
15. október..... tvö bréf..... Boðun í starfsviðtal, vinnutími aðra hvora viku til 18.30 og aðra hvora helgi. (Hef ég ekkert um það að segja lengur hvað ég vil starfa og hvort ég vil vinna kvöld og helgarvinnu?) og bréf þar sem ég er beðin um að skýra 7.300 króna tekjur sem fram komu við samkeyrslu tölvugagna Vinnumálastofnunar og Ríkisskattstjóra en ég hafði ekki tekið fram, þegar ég skilaði inn áætlun um tekjur. (Þessar tekjur voru vegna þátttöku í nefnd á vegum bæjarins, nefnd sem búið er að leggja niður þannig að þaðan var ekki frekari greiðslna að vænta).
.
Nú hef ég verið atvinnuleitandi í tæpar 3 vikur og á þeim tíma hef ég fengið 8 bréf frá Vinnumálastofnun..... og ég er ekki einu sinni byrjuð á atvinnuleysisbótum !.
.
Ekkert tillit er tekið til menntunar eða fyrri starfa minna, við boðanir á námskeið.
Aldrei hef ég verið spurð hvort einhver tiltekinn vinnutími eða starf henti mér ekki.
Er ég orðin eign Vinnumálastofnunar og getur stofnunin ráðstafað mér að vild ?
Mér líður eins og fanga á skilorði.
.
Mig langaði bara að benda ykkur hjá Vinnumálastofnun á, að þessi vinnubrögð gagnvart skjólstæðingum ykkar, gera hvern meðalmann þunglyndan á mettíma..
Og til að forðast það að ég lendi í þeim farvegi, afþakka ég hér með öll afskipti ykkar af mínu lífi og bið um afskráningu hjá Vinnumálastofnun.
Ég er stolt og hef lagt allt kapp á að sjá fyrir mér sjálf, frá því ég var 16 ára.
Það mun ég gera núna líka, einhvern veginn.
Jafnframt bið ég ykkur að íhuga að atvinnuleysið á Íslandi er ekki fólkinu á atvinnuleysisbótum að kenna.
Sýnið fólki lágmarks virðingu.
Borgarnesi, 22. október 2009
Anna Einarsdóttir
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
20.10.2009 | 20:38
Icesave á mannamáli.
Ég er ekki að fatta fyrirbrigðin í Sjálfstæðisflokknum.
Icesave málið er nokkurn veginn svona skv. mínum skilningi í einföldu máli;
Sjálfstæðisflokkurinn er við stjórn landsins í 18 ár og notar þann tíma m.a. til að rýmka um reglur er lúta að ábyrgð á eigin atvinnustarfsemi, sbr. innleiðing eignarhaldsfélaga.
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn selja einkavinum sínum bankana.
Bankarnir þenjast út og talsmaður Sjálfstæðisflokksins, Hannes Hólmsteinn heldur sérstök námskeið þar sem hann mærir útrásina.
Vinur hans, Davíð, hrópar jafnframt HÚRRA fyrir bankamönnunum.
Bankarnir hrynja.
Í nóvember, um það leyti sem skrifað er undir lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til Íslands, undirrita Davíð Oddsson og Árni Matthiesen viljayfirlýsingu þar sem fram kemur m.a. Ísland hefur heitið því að virða skuldbindingar á grundvelli innstæðutryggingakerfisins gagnvart öllum tryggðum innlánshöfum."
Samningur þeirra Sjálfstæðismanna hljóðaði upp á 1300 milljarða að frádregnum eigum Landsbankans gamla og rúmlega 6% vexti, auk styttri samningstíma.
Núverandi ríkisstjórn hefur náð samningi sem hljóðar upp á 600 milljarða að frádregnum eigum Landsbankans gamla og rúmlega 5% vexti, auk lengri samningstíma.
.
Ávinningur af þrotlausu starfi núverandi ríkisstjórnar fyrir íslenska þjóð, er því 700 milljarðar auk lækkunar vaxta ! Geri aðrir betur. Þegar eignir gamla Landsbanka hafa verið teknar upp í, ásamt vöxtum, er áætlað að við greiðum 250-300 milljarða af þessu bévítans Icesave.
Mig dreymir um að stór hluti þess náist til baka þegar við handtökum útrásarvíkingana sem hafa ekki einungis stolið frá okkur, heldur eyðilagt orðspor Íslands með taumlausri græðgi sinni.
En þá komum við að því sem ég ekki skil.
Hvernig í ósköpunum geta Sjálfstæðismenn látið út úr sér þá vitleysu að þeir beri enga ábyrgð á óförum íslensku þjóðarinnar ?
Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn eiga Icesave !
Þeir væla þessa dagana um að ekki megi ræða fortíðina... Þeir nota uppnefni og upphrópanir eins og nornaveiðar - Heilög Jóhanna - Steingarmur - kommúnistar - bla bla bla............
Verum á verði.
Sjálfstæðismenn eru að gera tilraun til að endurskrifa söguna og í þeirra útgáfu er Rauðhetta orðin landráðamaður en úlfurinn er bara strípaður hani.
.
.
Icesave ekki á dagskrá í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.10.2009 | 12:16
Skjaldbaka í salatbeði.
Það hefur oftsinnis verið bent á að neysla grænmetis hafi örvandi áhrif á kynhvöt.
Enn og aftur tek ég að mér það hlutverk að koma með bein sönnunargögn...... og botna ekkert í því, af hverju ég var ekki sett í rannsóknarnefnd Alþingis.
Á fyrstu myndinni sést dæmigerð skapstygg skjaldbaka.
.
.
Skjaldbakan smellir sér á grænmetisdiskinn.
.
.
Og viti menn !
.
.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.10.2009 | 16:22
Hver samdi þennan refsiramma ?
http://www.visir.is/article/20091014/FRETTIR01/815711084
Í ofangreindri frétt stendur m.a. þetta;
"Refsing hans þykir því vera hæfilega ákveðin fangelsi í 8 mánuði og fellur hún niður haldi hann almennt skilorð næstu tvö árin. Hann þarf að greiða 9,6 milljónir í sekt, sem er þreföld upphæðin sem hann var dæmdur fyrir að svíkja út. Greiðist hún ekki innan fjögurra vikna kemur 75 daga fangelsi í staðinn".
Maðurinn hefur semsagt val um að greiða 9,6 milljónir annarsvegar eða að sitja í fangelsi í 75 daga.
Kjósi hann að sitja í fangelsi í 75 daga, er hægt að líta svo á að hann sleppi við að greiða vangoldin skatt, u.þ.b. 3,2 milljónir króna. Fangelsisvist í 75 daga jafngildir því að maðurinn er með 1.280.000 krónur í hreinar tekjur á mánuði, þann tíma sem hann situr inni. Ef sektin er talin með, er hann með 3.840.000 krónur á mánuði, auk fæðis og húsnæðis.
.
.
Er ekki kominn tími til að láta fjárglæframenn bara greiða sínar skuldir og sleppa þessum valmöguleika að þeir geti setið af sér skuldina, og verið á himinháu kaupi á meðan ?
Það finnst mér.
Löggæsla | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.10.2009 | 22:06
Ég get sannað að kettir kunna að lesa.
Nú halda menn kannski að ég sé orðin vitlaus.
En ég er ekki eins vitlaus og menn kunna að halda.
.
Í gær fjárfesti ég í einum poka af hundanammi og einum poka af kisunammi.
Heim kom ég með innkaupapokann sem innihélt ekki margar aðrar vörur enda verður maður að kalla fram hagsýnu húsmóðurina í sér, þegar verðlagið er eins hátt og raun ber vitni. (Hefur einhverjum dottið í hug að láta raun bera vitni gegn útrásarvíkingunum?)
Innkaupapokann legg ég frá mér á gólfið meðan ég afklæðist svörtu ullarkápunni sem kostaði ekki nema 12 þúsund krónur í vor. Svartar ullarkápur kosta í dag um 60 þúsund krónur. Ég græddi 48 þúsund krónur í miðri kreppu og legg það fram sem sönnunargagn númer 1 fyrir því hversu hagsýn húsmóðir ég er, þegar ég kalla hana fram.
Meðan ég hengi upp kápuna góðu, gerast óvæntir hlutir á ganginum.....
...... sem ég veit náttúrulega ekkert um, af því að ég er að hengja upp kápuna.
Eftir að ég hef hengt kápuna upp á þartilgert herðatré, geng ég fram í eldhús með innkaupapokann og byrja að týna upp úr honum;
Kattamatur, hundanammi, tannkrem, Ajax með sítrónuilmi og...... og... bíddu, hvar er kisunammið ?
Það ER ekkert kisunammi í pokanum.
.
Og þá kem ég að þeirri uppgötvun sem á eftir að valda straumhvörfum.
Kisunammið var í alveg nákvæmlega eins poka og hundanammið og kisurnar mínar höfðu farið ofan í innkaupapokann, LESIÐ á nammipokana, og hnuplað kisunamminu..... og étið það allt.
Þessu hefði ég aldrei trúað.
13.10.2009 | 19:49
Ferlega fyndin frásögn.
Einn bloggvina minna, Jóhannes á fóðurbílnum (konungur þjóðveganna), birti eftirfarandi sögu á blogginu sínu og gaf mér góðfúslegt leyfi til að birta hana:
(Kærar þakkir Jóhannes, fyrir gott innlegg í Sparisjóð grínista. )
.....................................................................................................
Mamma og pabbi eru búin að berjast við mosa í blettinum hjá sér í mörg, mörg ár. En í sumar fór pabbi hamförum á blettinum með tætara, eitur og öxi (það var þegar hann reyndi að murka líftóruna úr mosanum) en ekkert dugði. Í júlí gafst mamma svo endanlega upp á öllu saman og ákvað að fara að ráðum tengdapabba míns (sem er algjört garðséní) og þekja blettinn algjörlega með sandi.
Tengdó hefur sambönd og sá um að senda sandinn (sem ég hélt að kæmi í stóru fiskikari) og svo þyrfti bara að ferja sandinn í hjólbörum inn í garð og dreifa. Ég bauð mömmu aðstoð mína og mætti tilsettan dag heim til hennar í verkefnið. Það var ansi heitt í veðri og við töluðum um hvað við værum heppnar að geta unnið úti í svona góðu veðri. Mamma var búin að koma fyrir dúkuðu borði úti, með kaffi og brauði á og þar ætluðum við að hvíla okkur, svona á milli þess sem við keyrðum hjólbörurnar inn í garðinn.
Hann var af stærstu gerð tank-bíllinn sem kom með sandinn og það var alls ekkert kar, heldur var sandurinn inni í bílnum og svo drösluðum við langri svartri slöngu bak við hús og inn í garð og úr þessari slöngu átti svo sandurinn að puðrast,...Frábært!....sagði ég við mömmu, þetta verður auðvelt....engar fjandans hjólbörur. Þú byrjar bara?....sagði ég og fékk mér sæti við kaffiborðið.
Mamma hélt í slönguna og kallinn hvarf inn í bíl. Fyrst í stað var þetta bara fínt, það rétt sullaðist sandurinn úr slöngunni og við mamma gátum næstum spjallað saman. Ég ákvað að fara og biðja bílstjórann um að setja meiri kraft á, annars yrðum við í allan dag að þessu. Nú!....sagði hann, ég set þá á meiri kraft....já töluvert meiri sagði ég.
Ég hafði varla sleppt orðinu þegar þessi líka svaka hávaði byrjar og ég sé slönguna, sem áður hafði legið þarna hálf slöpp og aumkunarverð, lyftast pinnstífa meter frá jörðu. Í sömu andrá heyri ég þetta líka neyðaróp úr garðinum..Mamma!!!! Ég hentist af stað og inn í garð.
Guð minn góður, þarna var litla, sextuga móðir mín á fljúgandi siglingu um allan garð eins og norn á óþekktu kústskafti og ríghélt sér í slönguna. Auðvitað hefði ég átt að hlaupa til baka og láta bílstjórann slökkva á sand draslinu en mín fyrsta og eina hugsun var að bjarga mömmu....ég fleygði mér á slönguna af öllu afli og mamma sem áður hafði þeyst um í loftinu, brotlenti rétt fyrir framan mig. Hún leit á mig uppglenntum augum og sagði: hva va a ske????(mamma er sko þýsk og talar mjög skemmtilega ísl.) Hún leit út eins og litli svarti sambó....kolsvört í framan með uppglennt rauð augu og hárið var eins og hún hefði fengið rafstraum. Ég missti mig alveg, ég hló svo mikið að ég var alveg óundirbúin þegar karlfjandinn óumbeðinn jók kraftinn enn meir. Sandurinn kom með svo miklum krafti að við réðum ekki neitt við neitt....algjörlega á valdi slöngunnar þutum við eins og tómir pokar í slagveðri um garðinn. Þetta var ekki lengur spurning um að koma sandinum á grasið heldur að halda lífi og vona að tankurinn færi að klárast.
Ekki veit ég hvað að mér var, sjálfsagt einhver bölvuð taugaveiklun....en ég bara gat ekki hætt að hlægja og til að kóróna allt pissaði ég í mig. Mamma er sjálfsagt hálfbiluð líka því að hún hló ekkert minna en ég og nú vorum við mæðgur eins og útúrdópaðir geðsjúklingar á fljúgandi siglingu um allan garð á svartri sandslöngu. Ekki veit ég hvað þetta tók langan tíma en allt í einu var þetta búið og karlfjandinn, sem hafði ekki nennt að hreyfa sig úr bílnum, stóð yfir okkur eins og fáviti (sem hann sjálfsagt er) og spurði:hvar er allur sandurinn?.....Ég var skítug, sveitt og búin að pissa í mig og mamma lá við hliðina á mér algjörlega óþekkjanleg og veltist um af hlátri. Ég leit í kringum mig....kaffiborðið var horfið og stólarnir líka, fallega Gullregnið hennar mömmu sem staðið hafði í miðjum garðinum var horfið og það sem merkilegast var, var að það var nánast enginn sandur í garðinum.
Það voru 8 tonn af sandi sem við höfðum fengið, minnst af því fór í garðinn hjá pabba og mömmu. Aftur á móti sandblésum við allar rúðurnar á neðri hæðinni á húsinu þeirra svo og gróðurhúsið en mest allur sandurinn hafði farið upp á þak, á svalirnar og í nærliggjandi garða. Borðið stólarnir og kaffið endaði úti í móa en Gullregnið fundum við aldrei. Það var 4 mtr.á hæð og 3 mtr. í þvermál.
.
.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 20:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.10.2009 | 13:45
Ég stal.
Ég skreyti jafnan færslurnar mínar með myndum.
Fyrir þá sem ekki blogga, vil ég taka fram að myndir er bæði hægt að sækja í sína eigin möppu í tölvunni en einnig beint á netið.
Eigi ég ekki mynd við hæfi, sæki ég stundum mynd á netið og nota þá "gúgglið".
Þegar ég bloggaði um saltkjötið og baunirnar fyrr í vikunni, var batteríið í myndavélinni minni í hleðslu þannig að ég stytti mér leið og fann baunasúpumynd á netinu. Mér fannst mín eigin baunasúpa samt líta betur út sko !
Leið svo og beið og ég blogga um Hannes Hólmstein, besta vin og er ekkert að spá meira í fyrri færslu.
Skyndilega fer teljarinn að telja mun hraðar en venjulega. Yfir 200 manns komu á síðuna í gær. Hvað er í gangi ? Ég fer að hugsa.
Er ég orðinn forsíðuhaus ? Nei, það getur ekki verið. Til þess eru færslurnar mínar of bullkenndar.
Er ég í Mogganum ? Nei, Davíð myndi aldrei leyfa það.
Ég hugsa og hugsa....... renni svo augunum yfir bloggið mitt og sé..... nýja landslagsmynd.
Abbababb. Hvernig gerðist þetta ? Ég skoða betur en þá er landslagsmyndin horfin og í staðinn er kominn þessi mynd !
.
.
WHAT !!!
Það er kominn hakkari í tölvuna mína..... er mín fyrsta hugsun.
Ég er í vondum málum..... trallalalalaaaaa.
Ég anda inn, út, inn inn út og hugsa hraðar en minniskubbur í hágæðatölvu.
####%%%%&&&&&&#$///////!!!=niðurstaða
Aaaaaaaa ....... nú fatta ég !
Myndina sótti ég á slóðina hans og hann einfaldlega vistar nýja mynd á sömu slóðina.
Hjúkket og dæs og Herre Gud og allur pakkinn.
Þetta hefði getað verið verra. Bloggvinir hans hvöttu hann allavega til að setja ljótari myndir.
.
Og hvað lærði ég ?
Að það er ljótt að stela myndum af tölvuforritara.
.
10.10.2009 | 11:58
Fær Hannes Hólmsteinn undanþágu ?
Á mánudaginn fékk ég póst frá umsjónarmönnum blog.is.
Í honum stendur m.a.
"Umsjónarmönnum hafa borist ábendingar um að einhverjir notendur blog.is hafa virkjað tónlistarspilara og sett þar inn tónlist án tilskilinna leyfa. Samkvæmt lögum er óheimilt að setja þar inn tónlist sem er höfundarréttarvarin nema með leyfi rétthafa."
Gott og vel. Ég var með tvö lög sem ég, að öllum líkindum, hafði ekki leyfi fyrir. Lög sem ég keypti á tónlist.is. Því fjarlægði ég tónlistarspilarann enda sjálfsagt mál að fylgja lögum og reglum.
Gefinn er frestur til 1. desember til að fjarlægja efni sem brýtur í bága við höfundarrétt.
.
Í morgun datt ég inn á síðu Hannesar Hólmsteins, besta vinar Davíðs ritstjóra. Hún leit svona út:
.
.
Takið eftir tónlistarspilaranum. Þar má sjá lög með Edith Piaf, Frank Sinatra, Marlene Dietrich ofl.
Vá ! Það er eins og heimstyrjöldin sé enn í gangi þegar maður skoðar lagavalið.
Nú verður fróðlegt að fylgjast með. Mun Hannes þurfa að hlýta sömu reglum og hinir eða gefur Davíð honum undanþágu af því að þeir eru svo miklir "pallar" ?
Ég sé fyrir mér partý.
Hannes og Davíð og Kjartan og Björn. Þeir spila Marlene Dietrich í botni og grilla allt kvöldið. Ég læt lesendum mínum eftir að geta sér til um umræðuefnið.
Mikið stuð !
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði