Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
11.1.2010 | 15:35
Hvernig er hægt að taka sér bessaleyfi ?
Svar Vísindavefsins er svohljóðandi;
Elsta dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans um orðasambandið að taka sér bessaleyfi gera eitthvað án þess að biðja um leyfi er frá fyrri hluta 18. aldar. Heldur eldra er sambandið að eitthvað sé bessaleyfi. Orðið bersi, en einnig bessi, merkir bjarndýr. Ásgeir Blöndal Magnússon telur upprunann óvissan í Íslenskri orðsifjabók (1989:52). Annaðhvort liggi til grundvallar mannsnafnið Bessi/Bersi eða bjarndýrsheitið.
.
.
Helgi Hálfdanarson skáld og þýðandi getur þess til í grein í Tímariti Máls og menningar (1975:92104) að að baki liggi týnd saga um einhvern Bessa og sama gerði Jón Ólafsson úr Grunnavík á 18. öld sem nefnir samböndin að hafa bessaleyfi, gera nokkuð í bessaleyfi og taka í bessaleyfi í orðabókarhandriti sínu (AM 433 fol.). Ef hins vegar bjarndýrsheitið liggur að baki gæti það vísað til styrks bjarnarins sem hikar ekki ef hann vill ná einhverju fram.
.
En kannast einhver við nýyrðið að taka sér Bessastaðaleyfi ?
.
9.1.2010 | 13:03
Sölvi Tryggvason hittir naglann á höfuðið í þessum pistli.
EKKI MEIRA!
.
.
1) Að ákvörðunin valdi ekki enn frekari skotgrafahernaði í samfélagi sem nú þegar er komið niður í botn jarðvegsins af mokstri skotgrafanna. Það verður ólíft hérna ef umræðan verður ennþá árásargjarnari og óvægnari. Þessi liðsskipting í umræðunni er farin að minna á svæsnustu fótboltabullur. Meira að segja stuðningsmenn Milwall gætu verið stoltir. Það er þyngra en tárum taki að horfa á sjálfhverfa og öfgafulla kverúlanta stýra umræðu sem minnir á lélega morfís keppni. Í guðanna bænum reynum að læra af síðustu 15 mánuðum, sem hafa brunnið upp til einskis á báli skítkasts, reiði, siðleysi og eigingirni. Temjum okkur kurteisi og virðingu fyrir öðrum og lærum að hlusta. Þá meina ég ekki hlustun sem felst í því að ranghvolfa augunum og bíða eftir að geta sagt eitthvað miklu gáfulegra en andstæðingurinn
.
8.1.2010 | 12:28
Skylduhlustun.
Í dag er ég dálítið komin niður á jörðina aftur og tel að hattaátið mitt í gær hafi stafað af óeðlilega miklu bjartsýniskasti þess sem vonar að allt verði aftur með eðlilegum hætti á Íslandi, eins og var fyrir u.þ.b. 20 árum.
Í miðju stormsins er ekki auðvelt að vita hvaðan á sig stendur veðrið.
Fárviðrið í íslenskri pólitík er þvílíkt að maður skilur oft ekkert hvað snýr upp og hvað snýr niður.
En mér finnst ég mikils vísari eftir hlustun á Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur í Speglinum. (neðst á síðunni hjá Láru Hönnu)
Skylduhlustun fyrir þá sem vilja gera sér grein fyrir hvaða meðölum valdaklíkurnar beita.
.
.
Ef við kjósum að loka bæði augum og eyrum gæti farið svona fyrir okkur:
(tekið úr kommentum við norska blaðagrein)
.
Vi skaper ett land med 6 landsdeler: Oslofjord-området, Innlandet, Sørlandet, Vestlandet, Midt-Norge, Nord-Norge og Island. Island er fulle av ressurser både til lands og til havs og det passer godt med våre kunnskaper og næringer. Og vi har masse penger som nettopp kunne brukes til denne fantastiske investeringen til spottpris nå. Så lar vi islandingene stemme over det, og vi kommer til å få et rungende JA! Jeg gjentar: den beste investeringen Norge noensinne får sjansen til å gjøre.
.
Vennlig hilsen,
Anna Einarsdóttir
Islandsk Afdölum nummer 89,
Norge.
.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.1.2010 | 11:33
Ég er Ragnar Reykás í þessu máli.
Eru heilladísirnar að snúast á sveif með okkur Íslendingum ?
Það skyldi þó aldrei vera að ég þyrfti að éta hattinn minn og viðurkenna mistök mín þegar að ég hélt forseta vera að klúðra feitt með synjun undirskriftar á lögin um Icesave.
En mögulega verður þessi óvenjulega aðgerð forsetans til þess að vekja svo mikla athygli umheimsins á okkur og okkar málstað að af hljótist eitthvað gott.
Síðan má náttúrulega nudda Bretum upp úr þeirri staðreynd að sjónarmið Breta hafi verið önnur í deilu við yfirvöld á Ermasundseyjunum Mön og Guernsey þar sem breska ríkisstjórnin neitaði að ábyrgjast innistæður breskra útibúa, meðal annars vegna þess að þeir hefðu ekki notið fjármagnstekna af þeim en Breska ríkisstjórnin hirti einmitt 40% fjármagnstekjuskatt af Icesave reikningunum í Bretlandi.
.
Nú verð ég að hætta........ þarf að éta hattinn minn.
.
.
![]() |
Ekki setja Ísland í skuldafangelsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
6.1.2010 | 16:13
Fólk eldist á örskotshraða.
13 ára gömul dóttir mín kann að líta á björtu hliðar tilverunnar.
.
Hún er að lesa spádóma Vöngu í Vikunni;
2088: Nýr sjúkdómur. Fólk eldist á örskotshraða.
Hahahahaha
Þá verð ég eldgömul, segir hún.
Síðan reiknar hún aldur sinn.
Ég verð 92ja ára.
Og allir hinir verða eldgamlir líka.
Hahahaha.
.
Svo les hún áfram
2097: Lækning finnst við nýja sjúkdómnum.
Þá spyr hún; hvernig er hægt að lækna fullt af eldgömlu fólki ?
hahahahaha
.
.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.1.2010 | 16:38
Ég er miður mín yfir atburðum dagsins.
Og ég spyr sjálfa mig;
Er þetta vonlaus barátta hins heiðarlega íslendings fyrir mannsæmandi lífi við gríðarlega spillta valdaklíku sem hefur sankað að sér auðlindum og fé samborgaranna ?
Ég var alltaf á móti pólitískum forseta en hef sýnt honum virðingu fram að þessu.
Hvað er hann búinn að gera þjóð sinni ?
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/01/05/hollenskir_stjornmalamenn_hardordir/
http://www.visir.is/article/20100105/VIDSKIPTI06/986037520/-1
.
.
4.1.2010 | 12:08
Hverjar verða hugsanlega afleiðingarnar ef Icesave verður hafnað ?
Ég hef verið að vafra um netið og lesa skoðanir fólks um Icesave.
Þjóðin er klofin, það er ljóst.
Mér finnst athyglisvert ef rétt reynist að fulltrúar Indefence, þeir átta karlmenn sem hittu forsetann, eru fjórir flokksbundnir Framsóknarmenn og fjórir flokksbundnir Sjálfstæðismenn.
En kæmi svosem ekki á óvart. Það er bullandi valdabarátta í gangi.
.
Mbl.is/Ómar.
.
Eina athugasemd las ég, sem mér þótti verulega þess virði að ígrunda;
.
"Það liggur algjörlega ljóst fyrir og það er hreint ótrúlegt hvað fólk er heimskt að skilja það ekki að ef að samning um Icesave er hafnað jafngildir það greiðslufalli. Það þýðir junk bond status á alla fjármálagerninga með ábyrgð íslenska ríkisins. Það þýðir hrun Landsvirkjunar, Orkuveitunnar, lokun á gjaldeyrisviðskipti við útlönd og í kjölfar spark út úr EES sem þýðir að við getum ekki einu sinni selt fiskinn sem við veiðum á sómasamlegum verðum.
Það er hreint ótrúlegt að ábyrgðaleysi hjá Sigmundi Davíð og pakkinu í kringum hann að ætla að taka áhættu á að koma þessari atburðarrás af stað".
.
Erum við að sigla inn í allrosalega kreppu ?
Vonandi ekki.
.
![]() |
Ekkert við frestinum að gera |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
1.1.2010 | 15:35
Ég fékk að vita allar réttu lottótölurnar.
Á þessum bæ voru áramótin skemmtileg. Við keyptum fjölskyldupakka af flugeldum, af björgunarsveitinni að sjálfsögðu. Árið 2007 vorum við bara smápeð í flugeldauppskotum hér í götunni. Nú skyldi bætt úr því. Áramótin 2009-2010 ætluðum við okkur að vinna götukeppnina í flugeldasýningu.
Til þess að það mætti heppnast þurftum við að beita pínulitlum saklausum brögðum. Við sátum inni við sjónvarpið þar til gamla árið hvarf og það nýja birtist á skjánum. Þá tókum við okkur góðan tíma í að kyssa hvort annað gleðilegt nýtt ár. Létum allan tímann sem við sæjum ekki flugelda nágranna okkar.
Þegar nokkuð var liðið á árið 2010 röltum við okkur út. Ég og sonur minn settum 6 litlar rakettur upp í einu. Tendruðum á þremur........ hviss...... paff, paff, paff.
Þvílík sýning !
Síðan, til að agndofa áhorfendur héldu ekki að þetta hefði verið einskær heppni hjá okkur, endurtókum við atriðið. Tendruðum á þremur........ hviss........ paff, paff, paff.
Að okkar mati erum við óumdeilanlega sigurvegarar áramótanna.
.
Eftir flugelda"sýninguna" fór unga fólkið á heimilinu á dansleik. Heima voru tvær ófermdar dömur og eitt miðaldra sett. Settið vakti til kl. 03.30 og hlýtur það að teljast góður árangur hjá fólki á þessum aldri.
.
Ég vaknaði síðan í morgun við það að ég hristi höfuðið. Mig dreymdi að einhver var að segja mér allar réttu lottótölurnar en ég vildi ekki sjá þær og sagði nei. Annaðhvort vinnur maður eða maður vinnur ekki. Það má ekki segja svona frá........ sagði ég við þau hinumegin.
.
.
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 343353
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Brattur
-
Ragnheiður
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Hugarfluga
-
Halldór Egill Guðnason
-
Sæmundur Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Gulli litli
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Marinó G. Njálsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
Þorsteinn Sverrisson
-
Árni Gunnarsson
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Finnur Bárðarson
-
Bjarni Harðarson
-
Ingibjörg Hinriksdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Guðni Már Henningsson
-
Íris Guðmundsdóttir
-
Edda Agnarsdóttir
-
Rannveig Guðmundsdóttir
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Erna Bjarnadóttir
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
-
Haraldur Sigurðsson
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Daði Ingólfsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Egill Bjarnason
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Kát Svínleifs
-
Einar Indriðason
-
arnar valgeirsson
-
Kama Sutra
-
hilmar jónsson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
AK-72
-
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
-
Dísa Dóra
-
Sigurður Einarsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Jóhannes Guðnason
-
Brynjar Jóhannsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Magga tagga
-
Fanney Björg Karlsdóttir
-
Tófulöpp
-
Valgeir Skagfjörð
-
kop
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Björgvin R. Leifsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Svanhildur Karlsdóttir
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Aprílrós
-
Guðrún Björk
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Katan
-
Páll Rúnar Elíson
-
Þórir Aðalsteinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristín Snorradóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Gunnar Níelsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Þórdís tinna
-
Eva Hrönn Jóhannsdóttir
-
Jóhannes Freyr Stefánsson
-
kloi
-
Bjarndís Helena Mitchell
-
Ragnar Gunnarsson
-
Brynja skordal
-
Vefritid
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
-
Garún
-
Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði