Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Þátturinn "Löggæsla".

 

Góðan dag.

Nú hefur göngu sína þátturinn Löggæsla en hann fjallar, eins og nafnið gefur til kynna, um að ég passi hvaða lög keppi fyrir Íslands hönd í Eurovision.

Laglínuleysan sem við hyggjumst senda frá okkur í ár er ótæk í keppnina.

Fuss og foj og oj og nananana bú bú.  Crying

Mín spá fyrir þetta algerlega flata platlag og þrátt fyrir að Hera sé þrusugóð söngkona, er langneðsta sætið.  Og ég tel það vera mikla bjartsýnisspá.  Pouty 

Við verðum því að hætta við að senda það út.

Í staðinn sendum við lagið með Hvanndalsbræðrum.  Það sýnir svart á hvítu að þrátt fyrir fjárhagshrun, gosstróka og aðrar hamfarir, kunnum við íslendingar að láta sem ekkert C. 

Við erum snillingar..... þ.e.  við venjulega fólkið.  Tounge

.

 

 


Samskipti á Facebook.

 

Bróðurdóttir mín sendi inn svohljóðandi kvörtun á Facebook;

"ekkert að gera mér leiðist svaklega mikið ekkert að gera ég er búin að reina og reina að finna mér eithvað að gera en það er bara ekkert að gera og ég er líka að fara í frjálsar á eftir mig langa svo mikið að gera eithvað en það er bara ekkert ææii uhuhuhuhuhuhuuhu leiðinlegt"

.

Þar sem ég er ábyrg föðursystir, fannst mér skylda mín að reyna að hugga hana;

"Þú ert ekki ein.  Allar stelpur á þínum aldri hafa EKKERT AÐ GERA :)   En það lagast.   Þegar þú verður stór færðu að taka til og þvo þvott og skúra gólf"  ;)

.

Liðu síðan 3 vikur en þá kom hún með þetta yndislega svar;

"jú jú stundum hef ég eitthvað gera sko en oftast hef ég ekkert að gera sko en mjög sjaldan sko og ég meina það"

.

Það verður ekki af bróðurdóttur minni tekið að hún kann að koma fyrir sig orði.  Happy

.

kisa í glugga

.

ísbjörninn 

.

samrýmd systkini 

.


Hún gat ekki ákveðið sig - eða hvað ?

 

Þegar konan gekk inn í bankann, runnu á hana tvær grímur.

- ANDLIT

- GRÍMA

- GRÍMA

.

masks%20two 

.

Af hverju er alltaf talað um tvær grímur ?  Woundering

 


Aldur er afstæður.

 

Ég man ekki alltaf hvað ég er gömul.

Veit þó alltaf fyrir víst að ég er annaðhvort 36 eða 37...... nú eða 45 eða 46 ára.

Mér finnst það bara ekki skipta neinu máli.

Það sem skiptir máli er að vera ungur í anda.

Í framhaldi af þessum pælingum fór ég að hugsa um hversu mikil Guðsgjöf það er að sjón versnar hjá gömlu fólki.  FootinMouth  Ungar og fallegar stúlkur eldast með tímanum og verða hrukkóttar og ljótar....... en það gerir ekkert til því karlinn þeirra verður þá farinn að sjá svo illa !  Hann trúir því að stúlkan sé sú fallegasta í heimi, jafnvel þótt hún hafi tvöhundruð hrukkur á enninu.  Hann bara sér það ekki og treystir á minni sitt í þeim efnum... sem hugsanlega er farið að bresta líka og ef stálheppnin er með, man hann konu sína enn fallegri en hún nokkru sinni var.  Happy

.

old_hippie_very_old_hippies_1 

.

Já, það er hægt að hlakka til þegar maki manns verður gamall. 

 


Storkurinn.

 

Mamma hennar svarar með þekktum frasa: "Nú, storkurinn kom með þig elskan." "Og kom hann með þig líka mamma?" heldur hún áfram. "Já elskan, hann gerði það.""Og pabba, ömmu og afa og langömmu og langafa líka?""Já elskan, storkurinn kom með þau öll."

Litla stelpan hristir hausinn vonsvikin. "Það er ekkert skrýtið að a...a...llir... séu svona geðvondir. Það hefur ekki verið stundað kynlíf í fjölskyldunni í yfir 200 ár...

.

storkur_111101 

.


Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband