22.12.2007 | 10:15
Gleðileg jól !
Í hjarta mínu óska þess
að allir njóti jólanna.
Verið kát og voða hress
með vinsemd, ykkar Anna.
.
.
Kæru bloggvinir og aðrir vinir, gömlu sveitungar og nærsveitungar !
Fyrir hönd Sparisjóðs grínista og nágrennis, óska ég ykkur alls hins besta,
á morgun, hinn og á jólunum, á næsta ári og árunum þar á eftir.
Þessi ósk er verðtryggð, þannig að hún vex og vex... eins og magi um jólin.
Sérstakar jóla-jólakveðjur fá þeir bloggvinir sem ég kynntist persónulega á árinu.
Þau eiga það sameiginlegt að vera mikið öðlingsfólk. Þau eru:
Ragnheiður, Brattur, Halldór, Björg, Ægir, Edda, Kristjana, Ingibjörg og Arnfinnur.
Helena ! Þig ætla ég að hitta á árinu 2008.
.
Ef ég ætti eina jólaósk, myndi ég óska þess að Þórdís Tinna læknaðist.
.
.
Mikið bull hefur runnið á bloggið á árinu....
Stefnt er að því að það verði enn meira á næsta ári !
Oh boy.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
19.12.2007 | 23:47
Áramót eftir 11 daga !
.
Hér á bæ eru menn ekki aðeins komnir í jólaskap, heldur í áramótagírinn líka.
Mamma gamla var dyravörður hjá þessum sömu gaurum í fyrra... og dugði ein og sér til að halda uppi lögum og reglu. Mætti halda að hún væri vöðvabúnt ! Nei, segi svona.
Í ár ætlar hún hins vegar að láta fara vel um sig í sófanum heima um áramótin.
En hún er stolt af afkvæminu.
.
.
17.12.2007 | 23:02
Sól í stormi.
.
Á föstudaginn var, geisaði hér stormur og þá tók ég þessar myndir, allar á sömu mínútunni.
Það er stundum með ólíkindum hvað himininn getur verið skrautlegur.
.
.
.
.
.
17.12.2007 | 21:39
Toppiði þetta !
Þá eru verðlaunin komin í hús.
Nú misstuð þið af miklu ! Ekki bara, fékk ég bikar til eignar, fyrir að vinna mína eigin keppni, heldur fékk ég líka farandbikar sem er auðvitað nauðsynlegur til þess að hafa með í ferðalög, útilegur og svoleiðis.
Tveir bikarar, minna mátti það nú ekki vera enda er ég sannur Íslendingur og þarf alltaf að toppa sjálfa mig, nágrannana, fyrri árs gjörðir og hvaðeina.
Til hamingju Ísland.... hér kem sko ég. (var að semja þetta)
.
16.12.2007 | 22:11
Hundraðþúsund.
O. Klaufi gat ég verið. Gestur númer 100.000 átti að láta vita af sér og svo var allt í einu kominn 100.001 gestur.
Ef einhver kannast við að hafa verið hundraðþúsundkallinn - eða hundraðþúsundkellingin, þá má sá/sú hinn/hin.... ohhh, þetta er flókið.... sami/sama, láta vita af sér.
Ef enginn gefur sig fram, má sá sem verður númer 100.100 hnippa í mig.
Ég veit ekki hvað gerist með þann heppna/óheppna..... er að hugsa....
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.12.2007 | 21:33
Áskorun.
Verðlaun fær sá sem getur hlaupið svo hratt með ristaða brauðsneið, að ristið detti af.
.
.
14.12.2007 | 17:43
Ég lagði mig og.....
.... vaknaði úfin og tætt
ekki var það nú svo sætt
ég reis upp við dogg
og skrifaði blogg
úti var tæplega stætt
og um það er núna rætt
að bloggið var ekki ágætt.
.
.
13.12.2007 | 20:09
945 millibör.
Jæja....
Nú er ég búin að týna inn allt lausadót..... garðborðið (hvað heitir það annars... garðhúsgögn og garðstólar eru góð orð en borðið var bara úti og þá er það garðborðið). Svo tók ég útijólaseríuna sem ég blogga um í þarsíðasta bloggi inn. Ætla sko ekki að horfa á vinningsskreytinguna fjúka til nágrannans. Ó nei.
Þessar lægðir sem komu á mánudag og miðvikudag, brutu hér allt og brömluðu í Borgarnesi. Hjólhýsi fór á hliðina á mánudaginn, rúður brotnuðu og stillansar hrundu. Síðustu nótt fauk rútubíll á hliðina og rúður brotnuðu í a.m.k. 11 bílum, einhverjum húsum og ég svaf bara á mínu græna eyra meðan allt þetta gerðist. Svo varð ég alveg undrandi þegar ég keyrði í vinnuna og sá gám úti á miðri götu og stillansa í einni hrúgu á leiðinni.
Maður er svo saklaus eitthvað.
En á morgun kemur aðallægðardruslan.... 945 millibör, sagt og skrifað, níuhundruðfjörutíuogfimm 00/100 -----------------------------
Ég er eins vel undirbúin og hægt er.... verslaði meira að segja inn eins og það væri að koma stríð. Á matarbirgðir langt fram í næstu viku.
Kjáninn sem maður getur nú verið !
12.12.2007 | 19:57
Það er að byrja að fjúka í mig.
Nú er fokið í flest skjól !
Það er nefnilega farið að fjúka í mig oft í viku.
Á mánudaginn fauk alveg rosalega í mig.
Ég finn að það er að byrja að fjúka í mig núna.
Og svo á eftir að fjúka alveg ofboðslega í mig á föstudaginn.
Þeir spá því !
.
Ég held að þetta séu helvítis lægðirnar við Grænland.
.
Ps.... ekki kaupa neitt núna....
.... það er örugglega alveg fokdýrt.
10.12.2007 | 17:07
Dóttir mín kann að svara fyrir sig.
Dóttir mín, 11 ára, spurði mig nýlega hvenær hún ætti næst að fara til tannlæknis.
Ég: "Viltu fara fyrir jól eða eigum við að geyma það, þar til í janúar"?
Hún: "Ég vil frekar fara í janúar"
Ég: "Viltu þá hjálpa mér að muna það" ?
Dóttir mín, alveg hneyksluð: "Af hverju á ÉG að muna það"?
Ég: "Af því að þetta eru þínar tennur" (og mér fannst rökin óhrekjanleg, þar til ég heyrði næstu setningu hennar).
.
Hún sagði, án þess að hika: "En ég er þitt barn" !! ...... og svo glotti hún í laumi.
------------------------------------------------------------------
Ég átti ekkert svar við þessu, enda hárrétt hjá henni og það kemur því í minn hlut að muna eftir tannlæknatíma í janúar.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Gíslína Erlendsdóttir
-
Brattur
-
Ragnheiður
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Hugarfluga
-
Halldór Egill Guðnason
-
Sæmundur Bjarnason
-
Brjánn Guðjónsson
-
Gulli litli
-
Ingibjörg Friðriksdóttir
-
Marinó G. Njálsson
-
Svanur Gísli Þorkelsson
-
Þorsteinn Sverrisson
-
Árni Gunnarsson
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Finnur Bárðarson
-
Bjarni Harðarson
-
Ingibjörg Hinriksdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Guðni Már Henningsson
-
Íris Guðmundsdóttir
-
Edda Agnarsdóttir
-
Rannveig Guðmundsdóttir
-
Kristjana Bjarnadóttir
-
Erna Bjarnadóttir
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
-
Haraldur Sigurðsson
-
Ásgeir Kristinn Lárusson
-
Daði Ingólfsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Egill Bjarnason
-
Sigurður Grétar Guðmundsson
-
Kát Svínleifs
-
Einar Indriðason
-
arnar valgeirsson
-
Kama Sutra
-
hilmar jónsson
-
Eiður Svanberg Guðnason
-
AK-72
-
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
-
Dísa Dóra
-
Sigurður Einarsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Jóhannes Guðnason
-
Brynjar Jóhannsson
-
Jón Steinar Ragnarsson
-
Magga tagga
-
Fanney Björg Karlsdóttir
-
Tófulöpp
-
Valgeir Skagfjörð
-
kop
-
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
-
Björgvin R. Leifsson
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Svanhildur Karlsdóttir
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Aprílrós
-
Guðrún Björk
-
Guðmundur Óli Scheving
-
Helgi Jóhann Hauksson
-
Katan
-
Páll Rúnar Elíson
-
Þórir Aðalsteinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Kristín Snorradóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Gunnar Níelsson
-
Jón Ólafur Vilhjálmsson
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Bjarni Sæmundsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Þórdís tinna
-
Eva Hrönn Jóhannsdóttir
-
Jóhannes Freyr Stefánsson
-
kloi
-
Bjarndís Helena Mitchell
-
Ragnar Gunnarsson
-
Brynja skordal
-
Vefritid
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
-
Garún
-
Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði