945 millibör.

 

Jæja.... Angry

Nú er ég búin að týna inn allt lausadót..... garðborðið (hvað heitir það annars... garðhúsgögn og garðstólar eru góð orð en borðið var bara úti og þá er það garðborðið).  Svo tók ég útijólaseríuna sem ég blogga um í þarsíðasta bloggi inn.  Ætla sko ekki að horfa á vinningsskreytinguna fjúka til nágrannans.  Ó nei.  GetLost

Þessar lægðir sem komu á mánudag og miðvikudag, brutu hér allt og brömluðu í Borgarnesi.  Hjólhýsi fór á hliðina á mánudaginn, rúður brotnuðu og stillansar hrundu.  Síðustu nótt fauk rútubíll á hliðina og rúður brotnuðu í a.m.k. 11 bílum, einhverjum húsum og ég svaf bara á mínu græna Sick eyra meðan allt þetta gerðist.  Svo varð ég alveg undrandi þegar ég keyrði í vinnuna og sá gám úti á miðri götu og stillansa í einni hrúgu á leiðinni.  FootinMouth  Maður er svo saklaus eitthvað.  Grin

En á morgun kemur aðallægðardruslan.... 945 millibör, sagt og skrifað, níuhundruðfjörutíuogfimm 00/100 -----------------------------

Ég er eins vel undirbúin og hægt er.... verslaði meira að segja inn eins og það væri að koma stríð.  Á matarbirgðir langt fram í næstu viku.  Wink

Kjáninn sem maður getur nú verið !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Já! Það er ekki alveg að gera sig þetta veður  Serían mín á svölunum er komin í döðlur eftir sl.nótt

Katrín Ósk Adamsdóttir, 13.12.2007 kl. 20:19

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Blanka logn hérna á Fljótsdalshéraði.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 13.12.2007 kl. 20:40

3 Smámynd: Ragnheiður

hehehe æj...hér er varla til matarkorn og húsmóðir í orlofi vegna flensu....

Ragnheiður , 13.12.2007 kl. 20:57

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég er að vona að Kári beri út fyrir mig í fyrramálið. Rífi Fréttablaðið úr höndunum á mér og komi þeim inn um bréfalúgurnar.  Í morgun var ansi eiguleg aftaníkerra fokin  yfir til mín.  Eins gott að hún fauk ekki á bílinn minn.

Mér finnst svona vindur spennandi, man þegar ég var krakki, þá fórum við krakkarnir í úlpur af fullorðnum, settum bolinn upp fyrir höfuð og létum okkur fjúka.

Það var auðvitað fyrir bílmenninguna.

Gott hjá þér að bjarga seríunni þinni, áður en hún fer að skreyta glugga nágrannans. 

Ingibjörg Friðriksdóttir, 14.12.2007 kl. 00:08

5 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Hér fuku grindverk og brotnuðu og garðstólarnir mínir voru foknir til. Við náðum að bjarga þeim inn, en borðið varð eftir úti. Hér var skrúfaðar spýtur upp á nýtt, svo að hundar heimilisins komist út að gera þarfir sínar. Meira gafst ekki tími til. Vonandi sleppur þetta í þessari næstu lægð. Ég þoli ekki svona veður í desember. Finnst það megi alveg bíða fram í febrúar ef því væri að skipta.

Bjarndís Helena Mitchell, 14.12.2007 kl. 00:30

6 identicon

Vona að íbúðin mín í Hrafnakletti sé í heilu lagi... Annars meira veðrið heima á fróni þessa dagana....

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 342810

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband