Með munninn hennar mömmu.

Eldri dóttir mín fæddist afskaplega matvönd.  Hún var strax farin að skyrpa út úr sér barnamaukinu þegar hún var fjögurra mánaða, kannski skiljanlega.  Eitt af fjölmörgu sem henni fannst ekki þess vert að borða voru egg.  Þegar hún var þriggja ára datt mér í hug að stríða henni oggolítið.  Ég sem stríði aldrei neinum. Halo  Rétt fyrir páska spurði ég hana hvort hún þyrfti nokkuð páskaegg þar sem hún borðaði ekki egg.  Það stóð ekki á svari hjá þeirri stuttu. 

 "En ég borða alveg pásk". Woundering


Ryk.

Veit einhver hver er maðurinn á bakvið rykið ?  Ég þarf nefnilega að spjalla við kauða.  Hann sendir mér of stóran skammt í hverri viku og þrátt fyrir vangaveltur mínar um hvernig hægt sé að græða á ryki, er ég engu nær.  Hef aðeins látið mér detta í hug að selja það körlunum sem framleiða rykbindivélar.... svona til að þeir geti dreift því út um allt og þar með aukið sölu rykbindivélanna ..... en ég veit heldur ekki hverjir selja rykbindivélar. Errm   Voðalega finnst mér ég vita lítið.   Eini kosturinn sem ég sé í augnablikinu varðandi ryk er að það er hægt að skrifa í það.  Kannski finn ég ekki blað og þarf að skrifa niður hvað á að versla...... þá punkta ég innkaupalista á sjónvarpsskjáinn og málið er steindautt.  Fólk horfir samt undarlega á mig þegar ég fer með sjónvarpið með mér í Bónus.  Furðulegt þetta fólk finnst ykkur ekki ? 

Halló !

Hver vill eiga konu sem kann að fúaverja ?? 

 

mmmmmmm.......það er greinilegt að byggingariðnaðurinn er í lægð  Shocking


Vinkonur ;)

Jíhaaaaaaaa. Grin  Ég er búin að eignast tvær splunkunýjar bloggvinkonur.  Er strax farin að hugsa um möguleikana sem gætu opnast í kjölfarið.  Við gætum t.d. stofnað félagsskap því þar sem fleiri en tveir koma saman, þar er hópur.  Svo skörunglega mælti Guðni Ágústsson um svipað leyti og hann smellti heitum kossi á Búkollu.... minnir mig.  Annars er ég að uppgötva að Búkolla var langt á undan sinni samtíð.  Hún var farin að plokka sig löngu á undan öllum dömum.  Munið þið ekki:  "taktu hár úr hala mínum"?  Þetta er stórkostlegt !  Núna mega þeir sem umgangast mig búast við því að ég mæli svo:  "taktu hár úr augabrún minni og leggðu það á jörðina".  Endalaust hagsýn húsmóðir ég, alltaf að sjá nýjar sparnaðarleiðir !

  

 

 


Saga fyrir briddsara.

Það er ekki fallegt að gera grín að öðrum en ég er nú ekki alveg fullkomin svo ég ætla að leyfa mér að gera pínulítið grín að manni einum ónafngreindum. 

Maður þessi spilar bridge, er nýbyrjaður og annálaður fyrir að vera lítið skemmtilegur.  Ég var satt að segja búin að hlakka dálítið til að spila við hann og sjá hvort hann væri eins leiðinlegur og af var látið.   Fyrir þá sem ekki þekkja bridge, þá er EITT LAUF lægsta sögn sem til er og hún þýðir að það er lauf tromp og sagnhafi á að taka sjö slagi.  Nú, þessi maður sagði eitt lauf og það var sagt pass allan hringinn.   Svo spilar hann spilið og tautar allan tímann við sjálfan sig:  "nú læt ég hjartaáttuna"  "já, ég drep með tíguldrottningu" "þú setur spaðatvistinn"  "Nú svína ég og set hjartagosann".......... en þetta er auðvitað kostur því maður getur verið staurblindur að spila við karl með svona nákvæmri lýsingu á öllu sem gerist við borðið.  Jæja, hann spilar sitt eina lauf, fær bara fimm slagi og segir þá þessa brilljant setningu: 

"Það er heldur ekki hægt að ætlast til að maður standi svona GLANNASÖGN" !!

 Grin  Ég gat ekki með nokkru móti þurrkað af mér glottið meðan ég spilaði við karl.  Þetta heitir að vera skemmtilega leiðinlegur. 

 


Laufskálarétt

Fyrir þá sem ekki vita, upplýsist hér með að Laufskálarétt er toppurinn á tilverunni.  Þá er dansað og sungið og spjallað og sötraður bjór og auðvitað smalað og dregið í dilka.  Undanfarin ár hef ég dregið systur mína með mér á þessa samkomu.  Síðasta haust var engin undantekning hvað skemmtanagildi varðaði.  Þegar við höfðum haft það BARA gaman alla helgina og vorum í söluskálanum á Blönduósi í bakaleiðinni að fá okkur snæðing sagði systir mín mér dálítið.  Á dansleiknum kvöldið áður kom til hennar maður nokkur á áttræðisaldri.  Hann hallaði sér fram og sagði við hana "Ert þú úr sveit"?  Það var hávaði þarna svo hún sagði nokkuð hátt JÁ og brosti til hans.  Þá hallaði karl sér fram og ætlaði að kyssa hana.  Henni brá vitanlega og sagði "Hvað ertu að gera maður"!!  "Nú, þú vildir koma í sleik".  Grin  Ég var með munninn fullan af hamborgara þegar hún sagði mér þetta og ég var næstum því dáin... rétt köfnuð úr hlátri og hamborgara.  Það var auðvitað ekki nokkur tími fyrir karlinn, háaldraðan, að vera eitthvað að dansa við hana fyrst og reyna við hana.  Bara að koma sér beint að efninu. Smile  Hann sagði semsagt "Viltu koma í sleik".


Enskan mín

Nú er komið að því.  Að segja frá því þegar ég varð mér mest til skammar ever !

Þannig var að ég var í útskriftarferð á Mallorca með skólanum mínum fyrir örfáum árum síðan.  Nánar tiltekið þegar ég var átján ára gömul.  Við krakkarnir fórum fljótlega að venja komur okkar á ákveðinn matsölustað sem skaraði framúr öðrum að okkar mati hvað matseld snerti.  Nú, þegar við höfðum komið þar í nokkur kvöld í röð, fengið dýrindis kvöldverð og nokkur eðalvínglös, fannst mér tími til kominn að þakka fyrir sig.  Það vita jú allir sem mig þekkja að ég er óskaplega vel upp alin.  Ég er mjög fín að bjarga mér á enskri tungu, ekki af því ég sé svo flink, heldur af því ég er svo dugleg að búa til orðin sem ég ekki kann.  Nema þarna kalla ég á þjóninn og segi "Can i see the cock" ?  Hann horfir á mig stórum augum og spyr "the cock"?  YEEEES Smile  segi ég, afar ánægð með að spánverjinn skuli skilja mig svona vel.  Á þessum tímapunkti hins vegar gat ég ekki skilið hvers vegna krakkarnir við borðið ekki bara hlógu, þau veinuðu og einn henti sér í gólfið og emjaði úr hlátri.  Ég hef sennilega verið farin að brosa að háttsemi þeirra en vissi þó ekki hvað olli.  En þjónninn fór og sótti kokkinn og ég þakkaði vel og vandlega fyrir góðan mat.  Þegar krakkarnir gátu stunið upp orði og orði, 10 mínútum seinna, fékk ég að vita hvað ég var raunverulega að biðja þjóninn að sýna mér.  Það er of dónalegt til að segja frá því hérna. Wink

Og þetta er ekki bull, þetta er dagsatt.

 


Upp á kant.

Er ég snillingur eða er ég ekki snillingur ?  Nú er ég langt komin með að útfæra, viða að mér efni og skipuleggja byggingu á nýjum þakkanti á húsið mitt.  Þetta er auðvitað mjög heimskulegt af mér því samkvæmt einhverri könnun virðast karlmenn sækja í fallegar konur og konur sem vantar vernd.  Eru semsagt ósjálfbjarga.  Nú, mér er þá bara alveg sama !  Útilokað að vera ósjálfbjarga eftir að maður er orðin rúmlega tveggja ára.  Það virðist ekki vera neitt stórmál að skipta um kantinn - vandasamara að kantske..... nei, nú fór ég yfir línuna. Pinch  Aftur að efninu; býst við að húsið mitt verði komið með nýtt lúkk uppúr páskum.  Svo er nú ekki öll vitleysan eins.  Er handviss um að bíllinn minn sé farinn að kvarta yfir einhverju.  Þar sem ég er bifvélavirkjadóttir þykist ég vita hvernig á að heyrast í bílum sem eru í lagi.  Minn malar hátt - of hátt.  Hann ískrar líka.  En þetta kemur allt saman í ljós síðar og óþarfi að hafa áhyggjur af því fyrr en það gerist.  Hvers vegna að kvíða einhverju sem kannski aldrei verður ?  Smile

 


Brúðkaup.

Dagurinn var yndislegur.  Frænka mín og frændi giftu sig í dag.  Hann er að vísu ekkert skyldur mér en þetta hljómar bara betur svona. Grin  En án gríns..... ofboðslega falleg athöfn og það hefði enginn maður með fulle fem látið sér til hugar koma að þau væru afi og amma.  Litu bara út eins og unglingar.  Ætla ekki að reyna að lýsa kjólnum sem brúðurin var í ..... BAAAAARA flottur !  Nú skal það upplýst í trúnaði að ég er búin að æfa mig í dálitlu frá unga aldri.   Nefnilega að skutla mér.  Byrjaði ung í marki í fótbolta.... voða skutla.  Hafði svo áætlað að gera allt sem ég gæti til að ná brúðarvendinum ef hann myndi fljúga..... og myndi þá væntanlega hafa forskot á hinar sem ekki gætu skutlað sér.  Nú skyldi gjörsamlega fórnað sér til að verða næsta brúður.  En nei, minn tími er ekki kominn.  Held að Jóhanna Sigurðar sé næst í röðinni.

Ómæ... ég get aldrei skrifað eitt blogg án þess að það fari út í tóma vitleysu !

Hætt í bili....... en HJARTANLEGA TIL HAMINGJU MEÐ HVORT ANNAÐ ELSKU GILLÍ OG PALLI. Smile


Tjón.

Það gerði hið versta veður í gær.  Svo vont að þakkanturinn á húsinu mínu flettist af á kafla.  Einhverra hluta vegna hef ég verið að raula í dag  "Húsið er að hrynja, alveg eins og ég, la la la la la - óje" Whistling.   Fór svo út áðan og hreinsaði upp spýtnabrakið, rígmontin yfir eigin dugnaði, meðan róbótinn sá um heimilisverkin.  Núna er tekinn nýr kúrs í makaleitinni.... hann skal vera laglegur og LAGHENTUR, lagviss og aaaaaaaaa !  Stoppa hérna.  Er komin á þann aldur að ég þarf að fækka kröfunum. Kissing


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sparisjóður grínista og nágrennis.

 

Anna Einarsdóttir
Anna Einarsdóttir

  

Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að allt sem ég skrái á þessa síðu er vel meint, þótt það á köflum geti hljómað eins og illa meint,, þá er það alls ekki þannig meint. 

Bankahólfið

Alltaf á Toppnum....

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband