Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
31.7.2008 | 10:33
Ég verð að vera dugleg og vinna þangað til ég verð 100 ára.
Það er orðið ansi langt síðan ég hætti að skilja íslenska tölustafi. Samt vinn ég allajafna við þá ! Það sem ég ekki skil er þessi gígantíski munur á kjörum fólks á Íslandi.
Til að gera langa sögu stutta.... þá sýnist mér í fljótu bragði að ég verði að vinna talsvert framyfir 100 ára aldurinn ef ég ætla að þéna það sem skattadrottning Vesturlands er að greiða í skatta - bara á þessu eina ári.
Og þá á ég samt eftir að greiða af mínum litlu launum .......anda djúpt.......... 37% tekjuskatt og virðisaukaskatt og nefskatt og bifreiðagjöld og gjald í framkvæmdasjóð aldraðra og útsvar og Guð má vita hvað annað.
Hvernig væri að jafna aðeins kjör láglaunafólks og auðmanna og hafa flatan 15% skatt á alla ?
.
.
Jóhanna H. Sigurðardóttir greiðir mest á Vesturlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.7.2008 | 19:35
Hungursneið.
Lífið er bæði gaman og alvara. Í síðustu færslu var ég vitaskuld að spauga.
En lífið er ekki eintómt grín og nú fjalla ég um grafalvarlegt mál.
Ég ferðast til Egyptalands í vor.... og mér rennur verulega til rifja að heyra af yfirvofandi hungursneið í fjölmörgum löndum, þar ekki alls fjarri.
Á meðan við Íslendingar kveinum og kvörtum yfir versnandi lífskjörum, eiga aðrir íbúar þessarar veraldar við mun meiri vanda að etja. Það eru þeir sem ekki geta brauðfætt sig sjálfir. Hvernig tilfinning er það að vera móðir sem þarf að horfa á börnin sín svelta og deyja síðan úr hungri og geta ekkert aðhafst ? Örugglega skelfilegasta tilfinning í heimi !
.
.
Neðangreind frétt er tekin af Vísi.is;
.
"Hungursneyð er yfirvofandi á gríðarstóru svæði í austanverðri Afríku. Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna segir að hátt í fimmtán milljónir manna þurfi aðstoðar við eigi ekki að koma til stórkostlegra hörmunga.
Loftslagsbreytingar eru daglegur veruleiki í austanverðri Afríku þar sem úrkoma undanfarin ár hefur verið minni og-eða óstöðugri en vant er til og þurrkar meiri - og á öðrum tímum - en fólk hefur vanist.
Fátækt er þar landlæg, sem og vopnuð átök og dýrasjúkdómar - og nú hefur verðbólga, hátt olíuverð og ónógur matur bæst við. Hinir verst stöddu eru ekki lengur aðeins fólk í sveitum, heldur einnig milljónir manna í þéttbýli, að því er talsmaður Matvælahjálpar Sameinuðu þjóðanna sagði fréttamönnum í Nairobi fyrir helgina.
Um tuttugu milljónir manna búa í fátækrahverfum í löndunum í austanverðri Afríku - allt frá Eritreu og Sómalíu vestur til Uganda og suður til Tanzaníu. Þetta fólk horfist nú í augu við hungurvofuna sem aldrei fyrr vegna þeirrar efnahagskreppu sem gengur yfir heiminn. Víða hefur verð á matvælum hækkað um 30-50%, eins og í Kenya - og þar bætist við að ólgan í kjölfar forsetakosninganna um áramótin dró talsvert úr landbúnaðarframleiðslu.
Sameinuðu þjóðirnar fara nú fram á rúmlega 400 milljónir Bandaríkjadala, eða andvirði liðlega þrjátíu milljarða króna, til að bregðast við þeim vanda sem við blasir. Þetta er til viðbótar við það fé sem þegar er varið til að fæða hungrað fólk á svæðinu.
Þær fjórtán til fimmtán milljónir manna sem þurfa matvælaaðstoð á næstu mánuðum eru í Eþíópíu, í Sómalíu, í Kenya, Uganda, Eritreu og Djibouti. Ekki er ólíklegt að suðurhluti Súdans bætist í þennan hóp, - og ef taka má mið af ástandinu 2006, þá gæti það sama gilt um Tanzaníu, Burundi og Rúanda".
.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.7.2008 | 20:39
Yngsta Byrgisstúlkan á leið á götuna aftur.
Mig langar að vekja athygli á meðfylgjandi frétt. Djö..... (ljótt að blóta) er maður orðinn leiður á loforðum stjórnmálamanna - sem eru ekkert annað en innihaldslaust gaspur.
Þykir ekkert tiltökumál lengur að svíkja gefin loforð ??
Geymt en ekki gleymt........ segi ég við stjórnmálamenn.
_________________________________
Hér kemur svo fréttin;
"Móðir yngstu stúlkunnar sem kærði Guðmund Jónsson, fyrrverandi forstöðumann Byrgisins, fyrir kynferðisbrot segir að yfirvöld hafi ítrekað brugðist loforðum um að koma dóttur hennar til hjálpar.
Hún komst í meðferð í gegnum klíkuskap og til þess að hún fengi sálfræðihjálp þurfti ég í raun að hegða mér eins og ruddi til að ná því í gegn," segir Sesselja G. Garðarsdóttir, móðir stúlkunnar. Hún tekur þó fram að hún vilji síður en svo nota klíkuskap og frekju til að fá hjálp fyrir dóttur sína en annað virðist ekki vera í boði.
Dóttir hennar Íris Dögg Héðinsdóttir var aðeins sextán ára þegar misnotkun Guðmundar hófst árið 2003 en þá hafði hún farið í Byrgið með leyfi barnaverndaryfirvalda. Íris er nú 21 árs. Hún hefur verið edrú í eitt ár, stundar vinnu og stefnir á að komast í nám í Borgarholtsskóla í haust. Það lítur samt út fyrir að ég lendi á götunni 1. ágúst," segir Íris en hún og móðir hennar segjast orðnar mjög langeygar eftir svörum frá Jórunni Frímannsdóttur, formanni velferðarráðs Reykjavíkur, sem átti að finna húsnæði fyrir Írisi. Þau svör fengust hjá velferðarráði þegar Fréttablaðið ætlaði að inna Jórunni eftir svörum um málið að hún væri í sumarfríi og ekki væri von á henni aftur fyrr en í ágúst. Um það vissu mæðgurnar ekki.
Íris segist nú dvelja í húsnæði sem hún hafi engan veginn efni á miðað við tekjur sínar. Hún hafi verið við það að lenda á götunni í síðasta mánuði og því hafi hún fengið sérstakar húsaleigubætur þá. Sú hjálp sé þó allt önnur en sú sem yfirvöld hafi lofað á sínum tíma. Það var sagt að við ættum að njóta forgangs í húsnæðismálum og fá sálfræðiaðstoð," segir Íris. Hún bendir þó á að af þeim átta stúlkum sem kærðu Guðmund hafi hún ein fengið sálfræðihjálp og ein stúlka fengið úthlutað húsnæði.
Í niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands frá því í maí kemur fram að Guðmundur misnotaði aðstöðu sína og fjárhagslega yfirburði, veikleika skjólstæðinga sinna og leit þeirra í trúna á Guð, í þeim tilgangi að fullnægja eigin hvötum og kynlífsfíkn."
Það var því mat dómsins að ákærði hafi unnið markvisst að því að fá kærendur til fylgilags við sig og virðist hann hafa valið sér fórnarlömb sem áttu mjög erfiða kynlífsreynslu að baki. Hann var því dæmdur í þriggja ára fangelsi og til að greiða fjórum ungum konum miskabætur".
karen@frettabladid.is
9.6.2008 | 10:44
Hverjir eiga íslenska náttúru ?
Olíuhreinsistöð á Vestfjörðum ?
Gefðu þér agnarlítinn tíma og horfðu á myndband Láru Hönnu Einarsdóttur.
Afkomendur þínir eiga það skilið.
.
.
Allir geta gengið í Náttúruverndarsamtök Vestfjarða, hvar sem þeir búa á landinu. Sendið póst til Bryndísar (bryndis@isafjordur.is) eða Ólínu (olina@snerpa.is) og skráið ykkur í samtökin. Því fleiri sem taka þátt í baráttunni því líklegri er hún til árangurs.
.
Við eigum bara eitt Ísland - varðveitum það.
16.4.2008 | 23:09
Fasteignamat ríkisins - ekki fyndið.
Nýlega voru skrifstofur Fasteignamats ríkisins í Borgarnesi og á Egilsstöðum, lagðar niður.
Samkvæmt samantekt sem ég hef undir höndum, var heildar rekstrarkostnaður skrifstofunnar í Borgarnesi 2,46% af heildar rekstrarkostnaði Fasteignamats ríkisins.
Á sama tíma unnu starfsmenn í Borgarnesi 14% af heildar fjölda þeirra erinda sem unnin voru í Fasteignamati ríkisins.
M.ö.o. Starfsmennirnir í Borgarnesi unnu mun betur fyrir kaupinu sínu, heldur en aðrir starfsmenn stofnunarinnar.
Því er sú ákvörðun að loka skrifstofunni í Borgarnesi "í sparnaðarskyni" alveg óskiljanleg með öllu.
Kristinn H. Gunnarsson tók þetta mál upp á Alþingi í dag og fórst það afar vel úr hendi. Árni V. Mathiesen svarar honum með langloku sem heldur ekki vatni.
Hérna er slóð á umræðurnar um ofangreint á Alþingi í dag
Um bloggið
Sparisjóður grínista og nágrennis.
Eldri færslur
- Febrúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 343172
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Gíslína Erlendsdóttir
- Brattur
- Ragnheiður
- Hrönn Sigurðardóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Hugarfluga
- Halldór Egill Guðnason
- Sæmundur Bjarnason
- Brjánn Guðjónsson
- Gulli litli
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Þorsteinn Sverrisson
- Árni Gunnarsson
- Bergljót Hreinsdóttir
- Finnur Bárðarson
- Bjarni Harðarson
- Ingibjörg Hinriksdóttir
- Steingrímur Helgason
- Guðni Már Henningsson
- Íris Guðmundsdóttir
- Edda Agnarsdóttir
- Rannveig Guðmundsdóttir
- Kristjana Bjarnadóttir
- Erna Bjarnadóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Þórdís Björk Sigurþórsdóttir
- Haraldur Sigurðsson
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Daði Ingólfsson
- Óskar Þorkelsson
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Egill Bjarnason
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Kát Svínleifs
- Einar Indriðason
- arnar valgeirsson
- Kama Sutra
- hilmar jónsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- AK-72
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Dísa Dóra
- Sigurður Einarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Jóhannes Guðnason
- Brynjar Jóhannsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Magga tagga
- Fanney Björg Karlsdóttir
- Tófulöpp
- Valgeir Skagfjörð
- kop
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Björgvin R. Leifsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Svanhildur Karlsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Aprílrós
- Guðrún Björk
- Guðmundur Óli Scheving
- Helgi Jóhann Hauksson
- Katan
- Páll Rúnar Elíson
- Þórir Aðalsteinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kristín Snorradóttir
- Þorsteinn Briem
- Gunnar Níelsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Bjarni Sæmundsson
- Heiða B. Heiðars
- Þórdís tinna
- Eva Hrönn Jóhannsdóttir
- Jóhannes Freyr Stefánsson
- kloi
- Bjarndís Helena Mitchell
- Ragnar Gunnarsson
- Brynja skordal
- Vefritid
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Árelía Eydís Guðmundsdóttir
- Garún
- Hörður B Hjartarson
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði